Gervigreind

Helgi og Helga í gervigreindarteymi Travelshift
Helgi Páll Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður gervigreindar (e. Head of AI) hjá ferðatæknifyrirtækinu Travelshift og Helga Ingimundardóttir sem yfirmaður rannsókna á sviði gervigreindar (e. Head of AI Research).

„Gerðu ljósið í eldhúsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur
Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku.

Gervigreind tekur við af James Earl Jones
Maðurinn sem hefur ljáð Stjörnustríðsillmenninu Svarthöfða rödd sína í tugi ára mun ekki koma til með að tala inn á fleira efni sem inniheldur persónuna. Þess í stað mun gervigreind sjá til þess að Svarthöfði muni aldrei þurfa nýja rödd.

Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli
Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika.

Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar
Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur.

Nota gervigreind til að finna ótilkynntar sundlaugar
Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til þess að finna sundlaugar í einkaeigu sem eigendur hafa ekki tilkynnt um. Gervigreindin hefur fundið yfir tuttugu þúsund sundlaugar í landinu hingað til.

Gervigreind mun hjálpa dómurum á HM í fótbolta í ár
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að nýta sér tæknina enn betur þegar kemur að því að aðstoða dómara á heimsmeistaramótinu í Katar sem er fram í lok ársins.

Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum
Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til.

Mikilvæg nýsköpun í tækni á Landspítala
Stafræn tækni hefur breytt hefðbundinni atvinnustarfsemi um heim allan og þjóðarsjúkrahúsið Landspítali hefur tekið þátt í þeirri þróun af miklum krafti. Stafrænt umhverfi Landspítala er flókið og umfangsmikið á íslenskan mælikvarða og fjölbreytt nýsköpunarverkefni hafa sprottið upp á undanförnum árum.

Kötturinn Njáll hefur störf hjá Póstinum
Kötturinn Njáll hefur verið ráðinn inn í þjónustuver Póstsins. Njáll mun aðstoða þjónustuverið við að leysa úr vandamálum viðskiptavina en hann er svokallað spjallmenni.

Gervigreind byltir byggingabransanum
Upplýsingar um styrk og hita berast í rauntíma frá þráðlausum nemum sem settir eru út í steypuna.

Heimildamynd um Anthony Bourdain gagnrýnd fyrir gervirödd
Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni.

Bein útsending: Skilur fólk gervigreind?
Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um hvernig við gerum gervigreind kleift að læra af reynslu og mikilvægi þess að geta útskýrt þau rök sem liggja að baki ákvörðunum greindra tölvukerfa.

Bein útsending: Mun gervigreindin breyta öllu?
Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson, munu ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin á fyrirlestri Háskólans í Reykjavík.

Gervigreind Google tróð sér inn í spjall Bergs Ebba og kanadísks vinar
Í nýjasta þætti Stofuhita á Stöð 2+ er fjallað um gervigreind frá ýmsum óvæntum vinklum. Meðal þess sem er skoðað er hvernig tölvuforrit eru farin að seilast inn í ákvarðanatökur á vegu sem okkur hefði ekki órað um fyrir nokkrum árum.

Origo kaupir 30 prósenta hlut í DataLab
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab, sem þróar lausnir sem byggja á gervigreindartækni og veitir ráðgjöf um hagnýtingu slíkra lausna.

Bein útsending: Gervigreind og gervital
Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður Mál- og raddtæknistofu, heldur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og stendur í um klukkustund.

Vélmenni hrista kokteila á Hafnartorgi
Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera.

Mennskir blaðamenn löguðu til eftir gervigreindina sem kemur í staðinn fyrir þá
Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum.

Microsoft skiptir blaðamönnum út fyrir vélmenni
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa.