Tindastóll

Fréttamynd

Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu

Tindastóll varð að sætta sig við sex stiga tap á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb á Sauðárkróki í kvöld í næstsíðasta leik sínum í riðlakeppni Norður-Evrópu-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Skita“ olli því að leik­maður Tinda­stóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal

Tindastóll varð á dögunum fyrsta ís­lenska körfu­bolta­liðið í tuttugu ár til þess að komast áfram í sex­tán liða úr­slit í Evrópu­keppni félagsliða. Arnar Guðjóns­son, þjálfari liðsins, segir gengi þess betra en reiknað var með. „Skita“ í að­draganda síðasta leiks í Kó­sovó dregur ekki úr þeirri góðu upp­lifun sem leik­menn og þjálfarar hafa af ENBL deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Tinda­stóll vann Val í spennutrylli

Tindastóll hóf nýja árið af sama krafti og liðið lauk því síðasta, í Bónus-deild kvenna í körfubolta, með því að vinna Valskonur í háspennuleik á Sauðárkróki í kvöld, 81-79.

Körfubolti
Fréttamynd

KR á toppinn

KR sest við hlið Njarðvíkur á topp Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir sterkan sigur í kvöld, og óvænt tap þeirra síðarnefndu.

Körfubolti
Fréttamynd

Tinda­stóll með fellu gegn Keilu í Eist­landi

Karla­lið Tindastóls í körfu­bolta vann yfir­burða­sigur gegn Keila frá Eist­landi í ENBL deildinni í körfu­bolta í dag. Lokatölur í Eist­landi urðu 106-80 Tindastól í vil, tuttugu og sex stiga sigur Sauðkrækinga. Fella.

Körfubolti
Fréttamynd

Böngsum mun rigna á Króknum á föstu­daginn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að leikur liðsins við ÍA í Bónus-deild karla í körfubolta á föstudaginn verði styrktarleikur fyrir Einstök börn. Allir sem mæta með bangsa eða kaupa bangsa á staðnum fá frítt á leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni

Tindastólsmenn voru í dauðafæri til að vinna toppslaginn á móti Grindavík í áttundu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta en útkoman var allt önnur en menn bjuggust við. Grindvíkingar, án tveggja byrjunarliðsmanna, sundurspiluðu Stólana og Bónus Körfuboltakvöld henti í einn góðan samanburð eftir að hafa orðið vitni að lélegasta leik Tindastólsliðsins í langan tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin

Njarðvík lenti í vandræðum á móti nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld en komst í toppsætið með sigri. Tindastóll vann botnlið deildarinnar á sama tíma.

Körfubolti