Fylkir

Fylkir og Grótta í efstu sætin | Víkingur van öruggan sigur
Fylkir og Grótta lyftu sér í efstu tvo sæti Lengjudeildar karla með sigrum í kvöld. Fylkir vann öruggan 5-2 sigur gegn Fjölni og Grótta vann 2-0 sigur gegn þjálfaralausum HK-ingum. Í Lengjudeild kvenna vann Víkingur öruggan 3-0 sigur gegn Grindavík.

Fjölnir og Selfoss enn með fullt hús stiga | Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli
Fjölnir og Selfoss hafa unnið báða leiki sína í upphafi móts í Lengjudeild Karla í fótbolta. Fjölnismenn unnu 4-1 sigur gegn Þór á meðan Selfyssingar unnu 2-1 sigur gegn Gróttu. Á sama tíma gerðu Kórdrengir og Fylkir 1-1 jafntefli.

Tindastóll og HK hefja tímabilið á sigrum
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Tindastóll vann 2-0 sigur á Grindavík á meðan HK vann 3-1 útisigur á Fylki.

Fylkir og Selfoss byrja sumarið á sigri
Tveir fyrstu leikir sumarsins í Lengjudeild karla í fótbolta fóru fram í kvöld. Fylkir vann 3-1 sigur á KV á meðan Selfoss gerði góða gerð í Kórinn og vann 3-2 útisigur.

Engin vandræði hjá Fylki og Kórdrengjum
Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram og þar ber helst að nefna leiki Fylkis og Kórdrengja. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og unnu 5-0 sigra á liðum sem leika í 4. deild, Fylkir gegn Úlfunum og Kórdrengir gegn Álftanesi.

BadCompany sló Fylki út í Áskorendamótinu
Fylkir og BadCompany slógu botninn í Áskorendamótið með æsispennandi einvígi

Saga og Ten5ion tryggðu sig inn á Stórmeistaramótið
CS:GO veislan á Áskorendamótinu hélt áfram, Ten5ion og Saga léku gríðarvel.

Svona fór fyrsta umferð Áskorendamótsins
Fyrsta umferðin í Áskorendamótinu í CS:GO fór fram í gærkvöldi þar sem 8 lið etja kappi um 4 sæti á Stórmeistaramótinu

Tilþrif vikunnar: Zerq no-scope og skítugur Bjarni
Vísir birtir vikulega myndbönd af tilþrifum vikunnar í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í boði Elko. Þessa vikuna eru það þeir Zerq og Bjarni sem eiga sviðið.

Ljósleiðaradeildinni lokið: Dusty meistarar enn og aftur
21. og síðustu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk í gærkvöldi með sigri Dusty á Vallea.

Söfnuðu stórfé þegar kvikmyndakempur í misgóðu formi tókust á
Íslenskir kvikmyndargerðarmenn tóku höndum saman við erlenda í dag og söfnuðu á fjórðu milljón króna fyrir kvikmyndargerðarmann sem slasaðist við tökur um árið. Farin var óhefðbundin leið; þeir spiluðu fótbolta til fjáröflunar.

Fylkir fallið í fyrstu deild
Lokaumferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst á leik Fylkis og Sögu sem börðust fyrir botni deildarinnar.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Fylkir fær einn séns til að bjarga sér frá falli
Eins og alla þriðjudaga er Ljósleiðaradeildin í CS:GO í beinni útsendingu hér á Vísi.

Tilþrif vikunnar: K-DOT klárar lotuna fyrir Fylki og Clvr „clutchmaster“
Við höldum áfram að sýna tilþrif vikunnar hér á Vísi og í þetta sinn eru það þeir K-DOT, leikmaður Fylkis, og Clvr, leikmaður Dusty, sem eiga sviðið.

20. umferð í CS:GO lokið: stórsigrar og rúst á lokametrunum
20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á föstudaginn með sigri Dusty á Þór. Baráttan stendur nú um fallsætin.

Ármann öruggir á Stórmeistaramótið
Ármann og Fylkir hleyptu 20. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað.

Sandra María skoraði þrjú er Þór/KA pakkaði Fylki saman
Sandra María Jessen er komin á blað með Þór/KA á nýjan leik. Hún sneri aftur til uppeldisfélagsins fyrir áramót og skoraði í dag öll þrjú mörk liðsins í 3-0 sigri á Fylki í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu.

FH-ingar fyrstir í undanúrslit og Stjörnumenn fyrstir til að leggja Blika
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. FH-ingar urðu fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum með 3-0 sigri gegn Fylki í riðli þrjú og í riðli tvö varð Stjarnan fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik þegar liðið vann 4-1 sigur á heimavelli.

Dusty vann stórsigur á Fylki
Það voru Dusty og Fylkir sem hleyptu 18. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað í gærkvöldi. Dusty fór létt með að leggja Fylki, 16–3.

Fylkir rúllaði yfir Selfoss og nýju mennirnir á skotskónum hjá Leikni
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Blikar kræktu í Helenu
Knattspyrnukonan Helena Ósk Hálfdanardóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við bikarmeistara Breiðabliks.

FH-ingar hófu Lengjubikarinn á sigri | Tíu leikmenn KV héldu út
Fimm leikir voru á dagskrá í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. FH-ingar unnu góðan 2-0 sigur gegn Selfyssingum í riðli fjögur og KV vann góðan 1-0 útisigur á Fjölni í riðli tvö, þrátt fyrir að spila allan seinni hálfleikinn manni færri.

Tvíburarnir frá Sandgerði á Selfoss
Tvíburasysturnar Katla María og Íris Una Þórðardætur eru gengnar í raðir Selfoss frá Fylki. Þær skrifuðu undir tveggja ára samning við Selfoss.

Íslandsmeistararnir komu til baka eftir að lenda þremur mörkum undir
Það tók Íslands- og bikarmeistara Víkings dágóða stund að sýna hvers þeir eru megnugir er Víkingur og Fylkir mættust í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að lenda 3-0 undir vann Víkingur á endanum 4-3 sigur.

Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“
Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta.

Einn þeirra sem hrakti hann úr Fylki var sá sem hann leyfði að fá fyrirliðabandið
Ásgeir Börkur Ásgeirsson var á sínum tíma „Herra Fylkir“ og því kom mörgum mikið á óvart þegar hann yfirgaf Árbæjarliðið árið 2018 og fór yfir í HK. Ásgeir Börkur gerði upp þennan tíma í viðtali Mána Pétursson í hlaðvarpsþættinum Enn einn fótboltaþátturinn sem kom út í vikunni.

Valur keypti Orra Hrafn frá Fylki
Orri Hrafn Kjartansson er orðinn leikmaður Vals eftir að Hlíðarendafélagið keypti hann frá Fylki.

Fylkismenn lögðu Kórdrengi í annað sinn
Áttunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á sigri Fylkis á Kórdrengjum 16-10.

Valskonur sækja liðsstyrk í Árbæinn
Íslandsmeistarar Vals hafa samið við tvær af bestu leikmönnum Fylkis undanfarin ár.

Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals
Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis.