

Þór Akureyri, Fylkir og Þróttur unnu öll leiki sína í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld en jafntefli varð hjá HK og ÍR í Kórnum.
Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var hundsvekktur í leikslok þegar hans konur í Keflavík töpuðu með þremur stigum gegn Njarðvík, 73-76, og eru lentar 2-0 undir í einvígi liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna.
Keflavík tók á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í kvöld en Keflavík hafði harma að hefna eftir að hafa tapað í Njarðvík í síðasta leik.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með spilamennsku síns liðs í tapinu fyrir Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í dag. Keflvíkingar enduðu á að tapa með fimmtán stigum, 95-80, í frekar jöfnum leik.
Njarðvík tók forystuna í einvíginu gegn Keflavík í undanúrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta með fimmtán stiga sigri, 95-80, í fyrsta leik liðanna í IceMar-höllinni í Njarðvík í dag.
Afturelding, Keflavík, Víkingur Ólafsvík og Kári tryggðu sér öll sæti sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í dag.
Keflavík og Njarðvík eru bæði úr leik í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta og tölfræðilega er þetta slakasta frammistaða þeirra til samans í meira en fjörutíu ára sögu úrslitakeppninnar.
Deildarmeistarar Tindastóls urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í ár eftir 25 stiga stórsigur á Keflavík, 100-75, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.
Íslandsmeistarar Keflavíkur afgreiddu nýliða Tindastóls nokkuð snyrtilega 3-0 í einvígi þeirra í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Keflavík hafði mikla yfirburði í leik liðanna í kvöld þar sem lokatölur urðu 88-58.
Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta með öruggm sigri á Tindastól. Rimman var aldrei spennandi og mættu Keflvíkingar með sópinn til leiks í kvöld.
Tindastóll vann Keflavík 93-96 í æsispennandi leik í kvöld. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 en Andri Már Eggertsson var mættur að taka viðtöl og náði á Pétri Rúnar Birgissyni strax eftir leik og spurði hvað það var sem skóp sigurinn.
Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í viðureign sinni við Keflavík. Leikurinn endaði 93-96 og því er ljóst að Keflavík þarf að vinna þrjá leiki í röð ef þeir ætla sér að fara áfram í þessari úrslitakeppni.
Keflavík er bara einum sigri frá undanúrslitaeinvíginu eftir tólf stiga sigur á Tindsastól á Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 90-78, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta.
Deildarmeistarar Tindastóls þurftu að hafa fyrir mikið hlutunum í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar.
Sigurður Ingimundarson, hinn þrautreyndi þjálfari Keflavíkur, var ánægður með hvernig hans lið byrjaði leikinn gegn Tindastóli í kvöld.
Keflavík hóf úrslitakeppnina með því að vinna Tindastól, 92-63, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í kvöld.
Deildarmeistarar Tindastóls mæta Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðeins einu sinni hefur liðið í áttunda sæti unnið deildarmeistarana, en það gerðist einmitt undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Tindastóls í dag.
Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld.
Keflavík tryggði sér áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni með 114-119 sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Keflavík mun mæta deildarmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið.
Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.
Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.
Víkingur tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars kvenna eftir 5-0 stórsigur á Keflavík í Víkinni í kvöld.
Callum Lawson var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld þegar Keflavík héldu voninni lifandi um úrslitakeppni með 107-98 sigri á sterku liði Stjörnunnar í kvöld.
Keflvíkingar héldu voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir níu stiga sigur á Stjörnunni, 107-98, í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld.
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld.
Von Keflvíkinga um að komast í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta er orðin afar veik nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Það yrði svo sannarlega sögulegt ef liðið missti af sæti í úrslitakeppninni.