Kaffispjallið

Fréttamynd

„Hef ein­stak­lega gaman af þessari stans­lausu niður­lægingu“

Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti

Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“

Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Langaði svaka­lega mikið í sleik við George Clooney

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eigin­konan kvartar undan fífla­gangi á morgnana

Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill og texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni TVIST, segir tvær mennskar vekjaraklukkur sjá til þess að hann fari snemma fram úr á morgnana; Önnur er fjögurra ára og hin eins og hálfs árs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Katrín Olga, þetta er ein­göngu hálf­tími af þínu lífi“

Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher.

Atvinnulíf