Samkomubann á Íslandi

Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir
Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi.

„Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi.

Búinn að skila minnisblaði til ráðherra
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra minnisblað í gær.

Útilokar hvorki reglulega örvunarbólusetningu né aðgerðir næstu árin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir okkar helstu von í baráttunni við kórónuveiruna vera að ná hjarðónæmi með náttúrulegum sýkingum.

Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa
Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis.

Ungir Sjálfstæðismenn gagnrýna Svandísi og kalla eftir afléttingum hið fyrsta
Samband ungra Sjálstæðismanna gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og hefur kallað eftir því að takmörkunum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveirunnar verði aflétt hið fyrsta.

„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman.

Ráku um fimmtíu gesti út rétt fyrir eitt í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af starfsemi veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna brots á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða
Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir.

Tjón vegna staks leiks getur numið hundruðum þúsunda: „Ofboðslega vont fyrir hreyfinguna“
„Það er ofboðslega vont fyrir hreyfinguna að fá þetta áhorfendabann enn einu sinni, því þetta er ekkert annað en tekjutap fyrir félögin okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands. Þungt hljóð er í forsvarsmönnum körfu- og handboltafélaga landsins.

Leyfa fólki að fylla íþróttahúsin gegn bólusetningarvottorði
Svíar munu geta fyllt íþróttahús sín af áhorfendum þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins.

„Þau ráða stemningunni rosalega mikið“
Framkvæmdastjóri viðburðasviðs hjá Senu segir áríðandi að heilbrigðirsáðherra og sóttvarnayfirvöld gefi það út að öruggt sé fyrir fólk að mæta á skipulagða viðburði. Hann segist skynja skrítna stemningur í samfélaginu sem sé til komin vegna orðræðu heilbrigðisyfirvalda.

Fólk streymdi í hraðpróf í dag en 41 greindist smitaður
Fólk streymdi í hraðpróf í dag vegna viðburða um helgina jafnvel þótt það hafi verið óþarfi þar sem hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 135 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær.

Hraðpróf óþörf um helgina
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta
Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót.

Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar.

„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu.

Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt
Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda.

Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð
Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar .

Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti
Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00.

Hertar aðgerðir kynntar í dag
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga.

Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði
Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu.

Lækna-Tómas hundskammar Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu
„Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum.

Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli
Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli.

Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti
Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf.

Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi
Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld.

Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa
Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana.

Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum.

„Þessu rugli verður að linna“
Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.