Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. Innlent 21.6.2022 16:14 Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. Innlent 21.6.2022 09:08 Bankasöluskýrslu ekki lokið fyrir mánaðarlok Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki kláruð fyrir lok þessa mánaðar líkt og stefnt var að. Viðskipti innlent 21.6.2022 08:05 Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. Innlent 21.6.2022 06:52 Loftslagsráð gagnrýnir aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda Á 55. fundi Loftslagsráðs þann 9. júní síðastliðinn samþykkti ráðið álit tileinkað íslenskum stjórnvöldum í ljósi skýrslu IPCC. Loftslagsráð segir markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 óljós og sé þörf á frekari útskýringum á markmiðum. Innlent 20.6.2022 18:41 Yngri en átján mega ekki lengur gifta sig Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum var nýlega samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu er undanþáguheimild dómsmálaráðuneytisins til að veita fólki yngra en átján ára leyfi til að ganga í hjúskap afnumin. Innlent 20.6.2022 11:31 „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu“ Heimsfaraldur, stríð í Úkraínu og auðlindir Íslands voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði um í ávarpi sínu í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Dagurinn markar 78 ára afmæli íslenska ýðveldisins. Innlent 17.6.2022 12:35 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. Neytendur 16.6.2022 19:01 Níu ára stöðnun rofin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu. Við viljum að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftlagsvánni og ætlum okkur að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Skoðun 16.6.2022 07:31 Þingi frestað fram í september Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. Innlent 16.6.2022 07:08 Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra sem kveður á um 35 prósent endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda. Innlent 16.6.2022 00:49 Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. Viðskipti innlent 15.6.2022 22:47 „Kaupfélag Skagfirðinga virðist í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn“ Alþingi samþykkti í dag þriðja áfanga rammaáætlunar með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði á móti en fimmtán sátu hjá. Bjarni Jónsson í Vinstri grænum greiddi atkvæði gegn áætluninni, einn stjórnarliða. Innlent 15.6.2022 18:08 Jón Magnús leiðir viðbragðsteymið um bráðaþjónustuna Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. Innlent 15.6.2022 14:42 Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. Innlent 15.6.2022 12:41 Nýsamþykkt fjármálaáætlun er pólitísk markleysa Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis. Skoðun 15.6.2022 08:31 Samkeppni er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Skoðun 15.6.2022 08:00 Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Innlent 14.6.2022 22:00 Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Innlent 14.6.2022 18:36 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. Innlent 14.6.2022 14:47 Framtíðarsýn í málefnum útlendinga Lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þau voru afrakstur áralangrar þverpólitískrar vinnu og mörkuðu ákveðin tímamót í málaflokknum hér á landi. Segja má að þar hafi náðst mjög breið sátt um þá nálgun að mikilvægt sé að hafa skýrt og gagnsætt regluverk í kringum flóttafólk og tryggja að kerfið sem á að taka á þessum málum sé sanngjarnt og réttlátt. Skoðun 14.6.2022 12:30 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Innlent 14.6.2022 12:03 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Innlent 14.6.2022 11:32 Næstu tvö ár ráða úrslitum Þegar litið er yfir sviðið, á þau óveðurský sem nú hrannast upp víðast hvar í hagkerfum heimsins er ljóst að hagstjórn á komandi tveimur árum eða svo getur ráðið miklu um áframhaldandi lífskjarasókn íslensks almennings næsta áratuginn. Fjármálastjórnin og peningamálastjórnin verða að ganga í takt. Umræðan 14.6.2022 08:09 Telur ríkissjóð í gríðarlegri klemmu Stjórnarandstaðan deildi hart á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkissjóð í gríðarlegri klemmu þar sem um fjörutíu milljarðar króna hafi verið teknir úr honum í formi skattalækkanna á undanförnum árum. Innlent 13.6.2022 19:52 Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. Innlent 13.6.2022 15:45 Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Innlent 12.6.2022 12:29 Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. Innlent 12.6.2022 08:47 Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. Viðskipti innlent 11.6.2022 21:08 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. Innlent 11.6.2022 19:39 « ‹ 78 79 80 81 82 83 84 85 86 … 148 ›
Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. Innlent 21.6.2022 16:14
Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. Innlent 21.6.2022 09:08
Bankasöluskýrslu ekki lokið fyrir mánaðarlok Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki kláruð fyrir lok þessa mánaðar líkt og stefnt var að. Viðskipti innlent 21.6.2022 08:05
Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. Innlent 21.6.2022 06:52
Loftslagsráð gagnrýnir aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda Á 55. fundi Loftslagsráðs þann 9. júní síðastliðinn samþykkti ráðið álit tileinkað íslenskum stjórnvöldum í ljósi skýrslu IPCC. Loftslagsráð segir markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 óljós og sé þörf á frekari útskýringum á markmiðum. Innlent 20.6.2022 18:41
Yngri en átján mega ekki lengur gifta sig Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum var nýlega samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu er undanþáguheimild dómsmálaráðuneytisins til að veita fólki yngra en átján ára leyfi til að ganga í hjúskap afnumin. Innlent 20.6.2022 11:31
„Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu“ Heimsfaraldur, stríð í Úkraínu og auðlindir Íslands voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði um í ávarpi sínu í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Dagurinn markar 78 ára afmæli íslenska ýðveldisins. Innlent 17.6.2022 12:35
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. Neytendur 16.6.2022 19:01
Níu ára stöðnun rofin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu. Við viljum að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftlagsvánni og ætlum okkur að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Skoðun 16.6.2022 07:31
Þingi frestað fram í september Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. Innlent 16.6.2022 07:08
Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra sem kveður á um 35 prósent endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda. Innlent 16.6.2022 00:49
Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. Viðskipti innlent 15.6.2022 22:47
„Kaupfélag Skagfirðinga virðist í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn“ Alþingi samþykkti í dag þriðja áfanga rammaáætlunar með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði á móti en fimmtán sátu hjá. Bjarni Jónsson í Vinstri grænum greiddi atkvæði gegn áætluninni, einn stjórnarliða. Innlent 15.6.2022 18:08
Jón Magnús leiðir viðbragðsteymið um bráðaþjónustuna Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. Innlent 15.6.2022 14:42
Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. Innlent 15.6.2022 12:41
Nýsamþykkt fjármálaáætlun er pólitísk markleysa Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis. Skoðun 15.6.2022 08:31
Samkeppni er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Skoðun 15.6.2022 08:00
Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Innlent 14.6.2022 22:00
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Innlent 14.6.2022 18:36
„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. Innlent 14.6.2022 14:47
Framtíðarsýn í málefnum útlendinga Lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þau voru afrakstur áralangrar þverpólitískrar vinnu og mörkuðu ákveðin tímamót í málaflokknum hér á landi. Segja má að þar hafi náðst mjög breið sátt um þá nálgun að mikilvægt sé að hafa skýrt og gagnsætt regluverk í kringum flóttafólk og tryggja að kerfið sem á að taka á þessum málum sé sanngjarnt og réttlátt. Skoðun 14.6.2022 12:30
2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Innlent 14.6.2022 12:03
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Innlent 14.6.2022 11:32
Næstu tvö ár ráða úrslitum Þegar litið er yfir sviðið, á þau óveðurský sem nú hrannast upp víðast hvar í hagkerfum heimsins er ljóst að hagstjórn á komandi tveimur árum eða svo getur ráðið miklu um áframhaldandi lífskjarasókn íslensks almennings næsta áratuginn. Fjármálastjórnin og peningamálastjórnin verða að ganga í takt. Umræðan 14.6.2022 08:09
Telur ríkissjóð í gríðarlegri klemmu Stjórnarandstaðan deildi hart á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkissjóð í gríðarlegri klemmu þar sem um fjörutíu milljarðar króna hafi verið teknir úr honum í formi skattalækkanna á undanförnum árum. Innlent 13.6.2022 19:52
Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. Innlent 13.6.2022 15:45
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Innlent 12.6.2022 12:29
Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. Innlent 12.6.2022 08:47
Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. Viðskipti innlent 11.6.2022 21:08
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. Innlent 11.6.2022 19:39