Stærsta verkefnið: Verðbólga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. júlí 2022 13:01 Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Lilja Alfreðsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar