Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Neytendur
Fréttamynd

Starfs­menn Þjóð­minja­safns harma verk­lag Lilju

Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur settur for­stjóri Skipu­lags­stofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur sett Ólaf Árnason, forstöðumann nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun, í embætti forstjóra stofnunarinnar frá 1. september til 31. desember 2022.

Innlent
Fréttamynd

Lög um sorgar­leyfi, mikil­vægt fyrsta skref

Í dag fæ ég tækifæri til að flytja ávarp á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Skyndilegur missir“. Lengi vel þótti það mikill persónulegur styrkleiki að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Það þótti allt að hetjulegt að harka bara af sér og bera harm sinn í hljóði – en harmurinn minnkaði ekkert við það.

Skoðun
Fréttamynd

Forn­leifa­fræðingar og þjóð­fræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju

Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Fara þurfi í átak vegna aukins ofbeldis meðal barna

Barnamálaráðherra segir að fara þurfi í sérstakt átak til að kveða niður þá ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir meðal íslenskra barna og ungmenna. Til standi að koma á fót stýrihópi sem muni skoða ofbeldismál barna og meta hvað skal gera.

Innlent
Fréttamynd

Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tekur gagn­rýni Reykja­nes­bæjar til sín og segir úr­bætur á loka­metrunum

Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. 

Innlent
Fréttamynd

Fækkun sýslu­manna – stöldrum við

Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á.

Skoðun
Fréttamynd

Harpa Þórs­dóttir er nýr þjóð­minja­vörður

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000.

Innlent