Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að verja almannatryggingakerfið og styrkja húsnæðismarkaðinn á sama tíma og vinna þurfi gegn þenslu og verðbólgu í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent