Innlent Gagnrýna sameiningu spítalanna Læknafélags Íslands gagnrýnir mjög sameiningu spítalanna og segir nauðsynlegt að draga úr þeirri einokun sem þegar ríki í spítalamálum. Sömuleiðis varar félagið við alræðisvaldi sem heilbrigðisráðherra og forstjórum heilbrigðisstofnanna er veitt samkvæmt frumvarpi ráðherra sjálfs. Innlent 4.9.2006 20:59 Ógnar hlutleysi Seðlabankans Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir mikinn miskilning að Davíð Oddsson sé hættur í pólitík. Spurningin nú sé hvort það sé líka misskilningur að Geir H. Harde sé leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að Davíð treysti ekki forystu Geirs H. Haarde. Davíð Oddsson tjáði sig ítarlega um helstu pólitísku ágreiningsmálin á Morgunvakt Ríkisútvarpsins fyrir helgi og í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Stjórnarandstaðan segir þetta ógna hlutleysi Seðlabankans. Innlent 4.9.2006 20:55 Segir framkvæmdir við álver í Helguvík í hættu Áform um uppbygging álvers í Helguvík eru í hættu ef ekki fást rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Undirstofnanir ráðuneyta tefja vísvitandi fyrir veitingu leyfanna, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Innlent 4.9.2006 18:44 Vilja kanna kosti einkasjúkrahúss í Fossvogi Læknafélag Íslands vill að skoðað verði hvort hægt verði að reka áfram sjúkrahús í Fossvogi, jafnvel í einkarekstri, eftir uppbyggingu við Hringbaut. Með því eigi læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn kost á öðrum vinnustað en Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Sigurbjarnar Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í viðtali á NFS í morgun. Innlent 4.9.2006 17:33 Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga. Innlent 4.9.2006 17:25 Gripið til aðgerða í kjölfar fjölda banaslysa Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst grípa til ýmissa aðgerða á næstunni til þess að reyna að auka umferðaröryggi í landinu. Innlent 4.9.2006 17:04 Vilja eldfjallafriðland á Reykjanesi Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík mun leggja fram tillögu um stofnun eldfjallafriðlands frá Þingvöllum að Reykjanestá og aðra um hlutlausa úttekt á Kárahnjúkavirkjun ásamt frestun fyllingu Hálslóns á fundi Borgarstjórnar á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hreyfingin hélt í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Innlent 4.9.2006 16:11 Hvetja landsmenn til að kjósa Magna Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer. Lífið 4.9.2006 15:59 Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar. Innlent 4.9.2006 15:32 Bryndís ráðin aðstoðarrektor á Bifröst Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 15:27 Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins. Innlent 4.9.2006 14:06 Vilja fjölga nemendum um 500 á næstu fimm árum Forsvarsmenn Háskólans á Bifröst stefna að því að fjölga nemendum þar um 500 á næstu fimm árum þannig að þeir verði 1200 árið 2011. Í undirbúningi er stofnun kennaradeildar við skólann. Innlent 4.9.2006 12:28 Þinglýstum kaupsamningum fækkar mikið milli ára Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um ríflega 46 prósent í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Fasteignamats ríkisins. Innlent 4.9.2006 12:14 Gagnrýni á sjóræningjaveiðar tvískinnungur Gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg helgast af tvískinnungi að mati Grétars Mar Jónssonar, Frjálslynda flokknum, en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Grétar telur að menn ættu að líta sér nær því enginn munur væri á Smuguveiðum Íslendinga og veiða nefndra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg. Innlent 4.9.2006 12:00 Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu. Innlent 4.9.2006 11:45 Spá óbreyttum stýrivöxtum Stjórn Englandsbanka fundar á fimmtudag til að ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í Bretlandi. Vextirnir voru hækkaðir í byrjun ágúst og standa nú í 4,75 prósentum. Greiningardeild Glitnis hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að líkur séu á óbreyttum stýrivöxtum. Viðskipti innlent 4.9.2006 10:55 Lögregla handtekur menn vegna gaskútaþjófnaðar Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn á þjófnuðum á gaskútum en talsvert hefur borið á þeim að undanförnu. Fram kemur á vef lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir vegna þessa fyrir helgina en fyrir liggi að einn þeirra tók gaskúta ófrjálsri hendi en hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Innlent 4.9.2006 10:51 Silja ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Silja Bára Ómarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hún hefur síðastliðin þrjú ár stafa hjá Jafnréttisstofu ásamt því að kenna við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands. Innlent 4.9.2006 10:03 Segir glæpahring starfandi hér á landi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Innlent 4.9.2006 09:11 Sameining spítalanna misráðin Læknafélag Íslands telur að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið misráðin og að hagræðingin sem stefnt var að hafi einungis komið fram í fækkun sjúkrarúma. Þetta kemur fram í greinargerð með ályktun félagsins á aðalfundi þess fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 09:05 Sænski Folkepartiet braust inn á netsvæði andstæðinganna Sænski Sósíaldemókrataflokkurinn hefur kært stjórnmálaflokkinn Folkepartiet fyrir umfangsmikla tölvuglæpi eftir að upp komst að flokksmenn Folkepartiet höfðu ítrekað brotist inn á lokað netsvæði sósíaldemókratanna sem geymir ýmis trúnaðarmál þeirra, þ.á m. uppskriftina að kosningabaráttu sósíaldemókratanna. Erlent 4.9.2006 07:21 Kvikmynd á leiðinni? Undirbúningur að kvikmynd um Baugsmálið er hafinn. Þetta segir Jóhannes Jónsson í Bónus í viðtali við Sirrý í þættinum Örlagadeginum, sem sýndur verður á NFS í kvöld. Innlent 3.9.2006 17:31 Fíkniefnahundur á Litla-Hraun Ákvörðun hefur verið tekin um að fá fíkniefnahund á Litla-Hraun. Þjálfari hundsins hefur þegar hafið leitina að rétta hundinum og vonast til að hann verði kominn til starfa í fangelsinu eftir um tvo mánuði. Innlent 3.9.2006 18:22 Ræðst á næstu vikum Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Innlent 3.9.2006 17:21 Vildu ekki senda viðgerðarmann um helgi Öryggishnappur hjá eldri konu í Stórholtinu var óvirkur í rúman sólarhring eftir að verktaki gróf í sundur símalínuna. Þá voru aðrir íbúar við götuna án netsambands og sumir án sjónvarps. Ekki stóð til að gera við bilunina fyrr en á morgun, þar til Síminn vissi að málið væri komið í fjölmiðla. Innlent 3.9.2006 18:31 Um 5000 manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík Hátt í fimm þúsund manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík í dag þegar álverið var opnað fyrir almenning. Boðið var upp a skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, sem og menningu og fræðslu af ýmsum toga fyrir unga sem aldna. Til að lágmarka umferð einkabíla um svæðið voru rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkaupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Álverið var síðast opnað almenningi fyrir níu árum eða um það leyti sem kerskáli þrjú var tekinn í notkun. Innlent 3.9.2006 18:33 Ekki einsdæmi að reynt sé að hafa áhrif á fræðimenn Páll Skúlason fyrrum rektor Háskóla Íslands segir að þrír menn innan háskólans hafi komið að máli við sig vegna málflutnings Stefáns Ólafssonar prófessors um efnahagsmál. Hann segir að þegar háskólamenn tjái sig opinberlega þá geri þeir það í eigin nafni en ekki háskólans. Innlent 3.9.2006 18:25 Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna. Innlent 3.9.2006 15:50 Viðskiptaháskólinn á Bifröst verður Háskólinn á Bifröst Viðskiptaháskólinn á Bifröst skiptir um nafn og verður Háskólinn á Bifröst, og Bifröst University á ensku. Magnús Árni Magnússon, fráfarandi aðstoðarrektor, kynnti nýtt nafn og ástæðu nafnabreytingar. Nafnið er í takt við nýja tíma því skólinn hefur aukið námsframboð sitt á síðustu árum og býður nú fjölbreytt nám við þrjár deildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Skólinn var settur við hátíðlega athöfn í dag og munu um 700 manns stunda þar nám í vetur. Þetta er áttugasta og níunda starfsár skólans sem hefur starfað á tveimur stöðum undir fjórum nöfnum á ýmsum skólastigum. Innlent 3.9.2006 15:44 Lífleg Ljósanótt Um fjörtíu þúsund manns voru á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi og voru hátíðarhöldin í gær þau fjölsóttustu til þessa en Ljósanótt var haldin nú í sjöunda sinn. Innlent 3.9.2006 14:54 « ‹ 262 263 264 265 266 267 268 269 270 … 334 ›
Gagnrýna sameiningu spítalanna Læknafélags Íslands gagnrýnir mjög sameiningu spítalanna og segir nauðsynlegt að draga úr þeirri einokun sem þegar ríki í spítalamálum. Sömuleiðis varar félagið við alræðisvaldi sem heilbrigðisráðherra og forstjórum heilbrigðisstofnanna er veitt samkvæmt frumvarpi ráðherra sjálfs. Innlent 4.9.2006 20:59
Ógnar hlutleysi Seðlabankans Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir mikinn miskilning að Davíð Oddsson sé hættur í pólitík. Spurningin nú sé hvort það sé líka misskilningur að Geir H. Harde sé leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að Davíð treysti ekki forystu Geirs H. Haarde. Davíð Oddsson tjáði sig ítarlega um helstu pólitísku ágreiningsmálin á Morgunvakt Ríkisútvarpsins fyrir helgi og í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Stjórnarandstaðan segir þetta ógna hlutleysi Seðlabankans. Innlent 4.9.2006 20:55
Segir framkvæmdir við álver í Helguvík í hættu Áform um uppbygging álvers í Helguvík eru í hættu ef ekki fást rannsóknarleyfi á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga. Undirstofnanir ráðuneyta tefja vísvitandi fyrir veitingu leyfanna, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Innlent 4.9.2006 18:44
Vilja kanna kosti einkasjúkrahúss í Fossvogi Læknafélag Íslands vill að skoðað verði hvort hægt verði að reka áfram sjúkrahús í Fossvogi, jafnvel í einkarekstri, eftir uppbyggingu við Hringbaut. Með því eigi læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn kost á öðrum vinnustað en Landspítalanum. Þetta kom fram í máli Sigurbjarnar Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, í viðtali á NFS í morgun. Innlent 4.9.2006 17:33
Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga. Innlent 4.9.2006 17:25
Gripið til aðgerða í kjölfar fjölda banaslysa Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst grípa til ýmissa aðgerða á næstunni til þess að reyna að auka umferðaröryggi í landinu. Innlent 4.9.2006 17:04
Vilja eldfjallafriðland á Reykjanesi Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík mun leggja fram tillögu um stofnun eldfjallafriðlands frá Þingvöllum að Reykjanestá og aðra um hlutlausa úttekt á Kárahnjúkavirkjun ásamt frestun fyllingu Hálslóns á fundi Borgarstjórnar á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hreyfingin hélt í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Innlent 4.9.2006 16:11
Hvetja landsmenn til að kjósa Magna Símafyrirtækin, Og Vodafone og Síminn hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS kosningunni vegna RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudags. Talsmenn símafyrirtækjanna telja mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í kosningunni og sendi SMS í númerið 1918 til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila. Eitthvað bar á því í síðustu kosningu að skilaboðin færu í rangt númer. Lífið 4.9.2006 15:59
Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar. Innlent 4.9.2006 15:32
Bryndís ráðin aðstoðarrektor á Bifröst Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 15:27
Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins. Innlent 4.9.2006 14:06
Vilja fjölga nemendum um 500 á næstu fimm árum Forsvarsmenn Háskólans á Bifröst stefna að því að fjölga nemendum þar um 500 á næstu fimm árum þannig að þeir verði 1200 árið 2011. Í undirbúningi er stofnun kennaradeildar við skólann. Innlent 4.9.2006 12:28
Þinglýstum kaupsamningum fækkar mikið milli ára Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um ríflega 46 prósent í ágúst síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Fasteignamats ríkisins. Innlent 4.9.2006 12:14
Gagnrýni á sjóræningjaveiðar tvískinnungur Gagnrýni útgerðarmanna á svokallaðar sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg helgast af tvískinnungi að mati Grétars Mar Jónssonar, Frjálslynda flokknum, en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Grétar telur að menn ættu að líta sér nær því enginn munur væri á Smuguveiðum Íslendinga og veiða nefndra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg. Innlent 4.9.2006 12:00
Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu. Innlent 4.9.2006 11:45
Spá óbreyttum stýrivöxtum Stjórn Englandsbanka fundar á fimmtudag til að ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í Bretlandi. Vextirnir voru hækkaðir í byrjun ágúst og standa nú í 4,75 prósentum. Greiningardeild Glitnis hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að líkur séu á óbreyttum stýrivöxtum. Viðskipti innlent 4.9.2006 10:55
Lögregla handtekur menn vegna gaskútaþjófnaðar Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn á þjófnuðum á gaskútum en talsvert hefur borið á þeim að undanförnu. Fram kemur á vef lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir vegna þessa fyrir helgina en fyrir liggi að einn þeirra tók gaskúta ófrjálsri hendi en hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Innlent 4.9.2006 10:51
Silja ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Silja Bára Ómarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Hún hefur síðastliðin þrjú ár stafa hjá Jafnréttisstofu ásamt því að kenna við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands. Innlent 4.9.2006 10:03
Segir glæpahring starfandi hér á landi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Innlent 4.9.2006 09:11
Sameining spítalanna misráðin Læknafélag Íslands telur að sameining spítalanna í Reykjavík hafi verið misráðin og að hagræðingin sem stefnt var að hafi einungis komið fram í fækkun sjúkrarúma. Þetta kemur fram í greinargerð með ályktun félagsins á aðalfundi þess fyrir helgi. Innlent 4.9.2006 09:05
Sænski Folkepartiet braust inn á netsvæði andstæðinganna Sænski Sósíaldemókrataflokkurinn hefur kært stjórnmálaflokkinn Folkepartiet fyrir umfangsmikla tölvuglæpi eftir að upp komst að flokksmenn Folkepartiet höfðu ítrekað brotist inn á lokað netsvæði sósíaldemókratanna sem geymir ýmis trúnaðarmál þeirra, þ.á m. uppskriftina að kosningabaráttu sósíaldemókratanna. Erlent 4.9.2006 07:21
Kvikmynd á leiðinni? Undirbúningur að kvikmynd um Baugsmálið er hafinn. Þetta segir Jóhannes Jónsson í Bónus í viðtali við Sirrý í þættinum Örlagadeginum, sem sýndur verður á NFS í kvöld. Innlent 3.9.2006 17:31
Fíkniefnahundur á Litla-Hraun Ákvörðun hefur verið tekin um að fá fíkniefnahund á Litla-Hraun. Þjálfari hundsins hefur þegar hafið leitina að rétta hundinum og vonast til að hann verði kominn til starfa í fangelsinu eftir um tvo mánuði. Innlent 3.9.2006 18:22
Ræðst á næstu vikum Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Innlent 3.9.2006 17:21
Vildu ekki senda viðgerðarmann um helgi Öryggishnappur hjá eldri konu í Stórholtinu var óvirkur í rúman sólarhring eftir að verktaki gróf í sundur símalínuna. Þá voru aðrir íbúar við götuna án netsambands og sumir án sjónvarps. Ekki stóð til að gera við bilunina fyrr en á morgun, þar til Síminn vissi að málið væri komið í fjölmiðla. Innlent 3.9.2006 18:31
Um 5000 manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík Hátt í fimm þúsund manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík í dag þegar álverið var opnað fyrir almenning. Boðið var upp a skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, sem og menningu og fræðslu af ýmsum toga fyrir unga sem aldna. Til að lágmarka umferð einkabíla um svæðið voru rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkaupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Álverið var síðast opnað almenningi fyrir níu árum eða um það leyti sem kerskáli þrjú var tekinn í notkun. Innlent 3.9.2006 18:33
Ekki einsdæmi að reynt sé að hafa áhrif á fræðimenn Páll Skúlason fyrrum rektor Háskóla Íslands segir að þrír menn innan háskólans hafi komið að máli við sig vegna málflutnings Stefáns Ólafssonar prófessors um efnahagsmál. Hann segir að þegar háskólamenn tjái sig opinberlega þá geri þeir það í eigin nafni en ekki háskólans. Innlent 3.9.2006 18:25
Hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna Kvennalið Vals er nú formlega orðið Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu, en ekki er hægt að segja að liðið hafi fengið tækifæri til að ljúka keppni með tilþrifum því lið FH mætti aðeins með 6 leikmenn til leiks á Valbjarnarvöll og því var Valsliðinu dæmdur sigur án þess að flautað væri til leiks. Þjálfari Vals kallar atvikið hneyksli fyrir kvennaknattspyrnuna. Innlent 3.9.2006 15:50
Viðskiptaháskólinn á Bifröst verður Háskólinn á Bifröst Viðskiptaháskólinn á Bifröst skiptir um nafn og verður Háskólinn á Bifröst, og Bifröst University á ensku. Magnús Árni Magnússon, fráfarandi aðstoðarrektor, kynnti nýtt nafn og ástæðu nafnabreytingar. Nafnið er í takt við nýja tíma því skólinn hefur aukið námsframboð sitt á síðustu árum og býður nú fjölbreytt nám við þrjár deildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Skólinn var settur við hátíðlega athöfn í dag og munu um 700 manns stunda þar nám í vetur. Þetta er áttugasta og níunda starfsár skólans sem hefur starfað á tveimur stöðum undir fjórum nöfnum á ýmsum skólastigum. Innlent 3.9.2006 15:44
Lífleg Ljósanótt Um fjörtíu þúsund manns voru á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi og voru hátíðarhöldin í gær þau fjölsóttustu til þessa en Ljósanótt var haldin nú í sjöunda sinn. Innlent 3.9.2006 14:54