Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst í stað Magnúsar Árna Magnússonar sem lét af störfum fyrir helgi. Þetta staðfesti Runólfur Ágústsson rektor við NFS. Bryndís hvarf af þingi í ágúst í fyrra og varð forseti lagadeildar á Bifröst en hún mun leysa Magnús Árna af á næstu vikum.
