Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél nauðlenti skammt frá svokölluðum Gamla Hjalteyrarvegi í Eyjafirði á öðrum tímanum í dag. Tveir menn voru innanborðs, flugkennari og nemandi hans, en þeir eru ómeiddir. Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að þeir þurftu að nauðlenda. Vélin steyptist á hvolf í lendingunni og er nokkuð skemmd. Rannsóknarnefnd flugslysa er komin á staðinn en búið er að loka vettvangi og verið er að rannsaka orsakir slyssins.
Innlent