Innlent

Fréttamynd

Ögmundur efstur í Suðvesturkjördæmi

Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmum. Mesta athygli vekur að Ögmundur Jónasson hefur verið færður úr Reykjavík norður og í Suðvesturkjördæmi en þar hafa Vinstri grænir engan þingmann.

Innlent
Fréttamynd

21 kertabruni það sem af er desember

Fyrstu 28 daga í desember hefur aðeins verið tilkynnt um 21 kertabruna til tryggingafélaga en sambærileg tala yfir sama tímabil í fyrra var mikið hærri, eða 131 tilvik.

Innlent
Fréttamynd

Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2

Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá og með áramótum. Hann ber þá ábyrgð á markaðsmálum stöðvarinnar auk þeirra verkefna sem áður heyrðu undir forstöðumann Stöðvar 2, Heimi Jónasson, en hann mun verða í ráðgjafarhlutverki fyrir stöðina á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmur kaupir Birtíng

Verið er að leggja lokahönd á kaup Hjálms ehf. á meirihluta í útgáfufélaginu Birtíngi. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður skrifað undir samning um söluna síðar í dag eða strax 2. janúar. Nokkur uppstokkun verður á útgáfustarfseminni við sameiningu fyrirtækjanna en til stendur að leggja niður tímaritin Mannlíf, Hér og nú og Veggfóður. Talsmaður Hjálms neitar hins vegar að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta útgáfu Mannlífs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn tæpir 123 milljarðar

Vöruskipti voru óhagstæð um 13,5 milljarða krónur í nóvember, sem er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Á fyrstu 11 mánuðum ársins voru vörur fluttar inn fyrir 335,6 milljarða krónur en út fyrir 213 milljarða og nemur heildarviðskiptahalli ársins 122,6 milljörðum króna sem er 27,9 milljörðum meiri halli en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður

365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV til útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis ehf, sem er að 40 prósentum í eigu 365 miðla, en aðaleigandi er Hjálmur ehf. með 49% og Sigurjón Egilsson fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem verður ritstjóri DV, og sonur hans eru meðal annarra eigenda.

Innlent
Fréttamynd

Guðjón Valur íþróttamaður ársins

Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót

Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Engin lög um skilarétt

Nokkur fjöldi jólagjafa er á leið aftur í verslanir nú á milli jóla og nýárs. Skilaréttur neytenda er þó eingöngu upp á vilja verslunareigenda kominn þar sem engin lög eru til um slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Stórfundur um Byrgið í félagsmálaráðuneytinu

Fulltrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Lögreglustjóranum í Reykjavík, Landlækni og Fasteignum ríkissjóðs funduðu í dag um málefni meðferðarheimilisins Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi. Það var Félagsmálaráðuneytið sem kallaði til fundarins sem lið í upplýsingaöflun sinni um starfsemi Byrgisins og aðstæður skjólstæðinga þess. Í tilkynningu frá ráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir kemur fram að Ríkisendurskoðandi skili niðurstöðum um skoðun sína á opinberu fé í rekstri Byrgisins í annarri viku janúar á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður

365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 og Baugur stofna nýtt fyrirtæki í Danmörku

365 hf. og Baugur Group hafa stofnað nýtt fjölmiðlafyrirtæki í Danmörku, Dagsbrun Media K/S. Félagið á danska dagblaðið Nyhedsavisen og rétt rúman meirihluta eða 51 prósent í dreifingarfyrirtækinu Morgendistribution Danmark A/S. Gunnar Smári Egilsson, fyrrum forstjóri Dagsbrúnar, er forstjóri fyrirtækisins sem mun meðal annars skoða útgáfu á fríblöðum í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlend verðbréfakaup jukust milli ára

Kaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu rúmum 9 milljörðum krónum umfram sölu í síðasta mánuði. Stærstur hluti kaupanna eru viðskipti með hlutabréf í einstökum félögum og námu þau 6,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabanka Íslands. Heildarkaupin á árinu nema 124,5 milljörðum króna samaborið við 105 milljarða krónur í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísafold útnefnir Ástu Lovísu Íslending ársins

Tímaritið Ísafold útnefndi í dag Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem berst við krabbamein sem læknar telja banvænt og greinir hún frá baráttu sinni á bloggsíðu sinni. Ásta er einnig alin er upp í skugga banvæns ættarsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys við Þjóðarbókhlöðuna

Sjónarvottar segja alvarlegt umferðarslys hafa orðið við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Svo virðist sem ökumaður hafi keyrt yfir hringtorgið sjálft og keyrt niður ljósastaur. Fram- og afturdekk bílstjóramegin höfðu affelgast í leiðinni og var ökumaður síðan fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Fengu allir hamborgarhrygg í jólamatinn?

Fyrirsjáanlegur skortur var á hamborgarhryggjum í jólamatinn strax í haust, segja forsvarsmenn Bónuss og Nóatúns. Leyfi til innflutnings fékkst - á ofurtollum sem hefðu skilað stórfelldu tapi, segir Jóhannes í Bónus. Framboð á svínahryggjum var meira en í fyrra, segir landbúnaðarráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Einstæð móðir missti allt sitt

Fjögurra barna einstæð móðir á Hvolsvelli missti innbú sitt í bruna aðfaranótt Þorláksmessu, en hún var ótryggð. Reykskynjari bjargaði því að ekki færi verr. Vinir og ættingjar hafa komið af stað söfnun.

Innlent
Fréttamynd

Salan á Sterling kom ekki á óvart

Greiningardeild Landsbankans segir enga lognmollu í kringum FL Group á síðustu dögum ársins. Greiningardeildin segir sölu félagsins á danska lággjaldafélaginu Sterling ekki koma á óvart enda hafi komið fram á við uppgjör þriðja ársfjórðungs að stjórnendur FL Group ætluðu að selja Sterling að hluta eða félagið allt fyrir lok árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur orðaður við kaup á Moss Bros

Gengi hlutabréfa í bresku herrafataverslanakeðjunni Moss Bros hefur hækkað um rúm 13,6 prósent í kauphöll Lundúna í dag vegna orðróms um að Baugur ætli að kaupa verslanakeðjuna. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity. Moss Bros reka meðal annars Hugo Boss búðir í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða

FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandinn er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu, Northern Travel Holding, sem er í eigu íslensku fjárfestingafélanna Fons, FL Group og Sund. Hannes Smárason segir söluna á Sterling mikilvægt skref og að spennandi afl verði til á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm í varðhaldi vegna þjófnaðar

Sýslumaðurinn á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm aðilum sem grunaðir eru um innbrot og þjófnaði í tvö fyrirtæki á Akureyri. Aðfaranótt jóladags var brotist inn í verslun og stolið snjóbrettum og búnaði þeim tengdum.

Innlent
Fréttamynd

Eitt mesta hellakerfi landsins fundið í Eldhrauni

Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður

Nýr stjórnmálaflokkur, sem fengið hefur nafnið Flokkurinn, hefur verið stofnaður. Meðal áhersluatriða er að breyta kosningakerfinu og afnema ný lög um styrki til stjórnmálaflokka.

Innlent