Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmum. Mesta athygli vekur að Ögmundur Jónasson hefur verið færður úr Reykjavík norður og í Suðvesturkjördæmi en þar hafa Vinstri grænir engan þingmann.
Reykjavík norður:
Katrín Jakobsdóttir
Árni Þór Sigurðsson
Paul Nikolov
Steinunn Þóra Árnadóttir
Kristín Tómasdóttir
Reykjavík suður:
Kolbrún Halldórsdóttir
Álfheiður Ingadóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir
Guðmundur Magnússon
Jóhann Björnsson
Suðvesturkjördæmi:
Ögmundur Jónasson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Gestur Svavarsson
Mireya Samper
Andrea Ólafsdóttir
Vinstri grænir freista þess að Ögmundur muni taka með sér fylgi í Kragann en þeir hafa ekki þingmann þar um þessar mundir en Katrín Jakobsdóttir tekur sæti hans í Reykjavík norður.