Eitt mesta hellakerfi landsins fundið í Eldhrauni 26. desember 2006 19:30 Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Fram til þessa hafa hellarnir í Hallmundarhrauni norðaustan Húsafells verið taldir mesta hellasvæði landsins en þar er Surtshellir frægastur ásamt Víðgelmi. En nú hefur nýtt auðugt hellasvæði uppgötvast. Það er í eystri tungu Eldhrauns, þeirri sem rann niður farveg Hverfisfljóts árið 1783. Björn Hróarsson hellafræðingur skýrir frá þessum fundi í nýútkominni bók sinni um íslenska hella og birtir þar myndir af þeim. Aðeins einn hellir var þekktur í Eldhrauni fyrir fimmtán árum en breyting varð á fyrir sex árum þegar alþjóðlegur hellaleiðangur undir stjórn ensks prófessors, Chris Woods, hóf þar kerfisbundna leit.Björn gengur svo langt að flokka einn hellinn, Iðrafossa, til helstu djásna íslenskrar náttúru, vegna magnaðrar vatnasinfóníu sem þar er. Sá hellir er um tveggja kílómetra langur, álíka langur og Surtshellir, en vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Hann segir að þessa nýfundnu hella vera aðgengilega fyrir almenning. Heimamenn hafi lagt slóða langleiðina að þeim og unnið sé að því að setja upp skilti með leiðbeiningum.Til er samtímalýsing Jóns Steingrímssonar eldklerks á því þegar hraunið rann svo menn vita nokkurn veginn upp á viku hvenær í móðuharðindunum, þegar Lakagígar gusu, hellakerfið myndaðist. Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Fram til þessa hafa hellarnir í Hallmundarhrauni norðaustan Húsafells verið taldir mesta hellasvæði landsins en þar er Surtshellir frægastur ásamt Víðgelmi. En nú hefur nýtt auðugt hellasvæði uppgötvast. Það er í eystri tungu Eldhrauns, þeirri sem rann niður farveg Hverfisfljóts árið 1783. Björn Hróarsson hellafræðingur skýrir frá þessum fundi í nýútkominni bók sinni um íslenska hella og birtir þar myndir af þeim. Aðeins einn hellir var þekktur í Eldhrauni fyrir fimmtán árum en breyting varð á fyrir sex árum þegar alþjóðlegur hellaleiðangur undir stjórn ensks prófessors, Chris Woods, hóf þar kerfisbundna leit.Björn gengur svo langt að flokka einn hellinn, Iðrafossa, til helstu djásna íslenskrar náttúru, vegna magnaðrar vatnasinfóníu sem þar er. Sá hellir er um tveggja kílómetra langur, álíka langur og Surtshellir, en vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Hann segir að þessa nýfundnu hella vera aðgengilega fyrir almenning. Heimamenn hafi lagt slóða langleiðina að þeim og unnið sé að því að setja upp skilti með leiðbeiningum.Til er samtímalýsing Jóns Steingrímssonar eldklerks á því þegar hraunið rann svo menn vita nokkurn veginn upp á viku hvenær í móðuharðindunum, þegar Lakagígar gusu, hellakerfið myndaðist.
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira