Uppistand

Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn
Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand.

Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes
Ari Eldjárn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær.

Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman
Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina.

Tapaði miklum peningum í vínbransanum
Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, segist hafa tapað miklum peningum með því að taka sér hlé frá uppistandi og hefja rekstur vínbars við Hverfsigötu. Lærdómurinn hafi verið mikilvægur.

Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum
Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi.

Jaðarlistamenn eiga sviðið í vikunni
Jaðarlistamenn eiga sviðið á Reykjavík Fringe hátíðinni sem fer fram um allan bæ í vikunni.

Setja upp söngleiki, leikrit og tónleika í Háskólabíó í sumar
Sviðslistahúsið Afturámóti var stofnað af þremur vinum sem vantaði rými til þess að setja upp sínar eigin sýningar. Úrvalið var ekki ýkja mikið en þá fengu þeir flugu í hausinn.

Baulað á Kim Kardashian þegar Brady var grillaður
Áhorfendur bauluðu á áhrifavaldinn og athafnakonuna Kim Kardashian þegar hún tók þátt í að grilla NFL-stjörnuna Tom Brady í gær. Brandari hennar um hæð grínistans Kevin Hart féll í grýttan jarðveg.

Fred Armisen kemur til Íslands
Bandaríski grínistinn, leikarinn og tónlistarmaðurinn Fred Armisen er væntanlegur hingað til lands í september. Hann mun koma fram í Háskólabíó en um er að ræða sýninguna Comedy for Musicians (But Everyone is Welcome) sem er hluti af Evróputúr hans.

„Umkringdu þig fólki sem leitar af sannleikanum“
Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur undanfarið óvænt haslað sér völl sem uppistandari. Hann segir Sögu Garðars hafi spottað sig og Björn Bragi að endingu fengið hann á uppistandssýningu á afmælisdaginn hans í nóvember.

Ari þorir ekki að gera grín að Sindra
Grínistinn Ari Eldjárn gerir grín að ýmsu en segist aldrei þora að gera grín að Sindra Sindrasyni. Þetta segir hann í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Emmsjé Gauti á leið í uppistand
Uppistandssýningin Púðursykur hefur notið mikilla vinsælda en hún er sýnd í Sykursalnnum í Vatnsmýri. Óvæntur gestur mun stíga á svið en hann er þekktur fyrir allt annað en uppistand.

Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál
Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi.

Saga Garðars blómleg á uppistandi: „Það er nýtt barn á leiðinni“
Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni í lok árs.

Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“
Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi.

Húsfyllir í Hörpu þegar vinsælustu hlaðvarpstjörnur landsins stigu á svið
Hlaðvarpsstjörnurnar Tinna Björk Kristinsdóttir, Tryggvi Freyr Torfason og Ingólfur Grétarsson hafa síðastliðin fimm ár haldið úti hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín? Í tilefni tímamótanna efndu þau til viðburðar í Hörpu sem seldist upp á mettíma.

Malasíska ríkið uggandi vegna flugslysagríns
Stjórnvöld í Malasíu hafa óskað eftir liðsinni alþjóðalögreglunnar Interpol við að lýsa eftir bandarískum uppistandara sem gantaðist að flugslysum Malaysian Airlines í uppistandi sínu sem hún birti á veraldarvefnum í síðustu viku.

Beittur, ögrandi og vinsæll
Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies treður upp í Laugardalshöll 21. maí með sýningu sína Give’em What They Want.

Ætlar að tala almennilega um löðrunginn
Það vakti gífurlega athygli þegar leikarinn Will Smith löðrungaði grínistann Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Netflix mun Rock tala almennilega um löðrunginn í nýju uppistandi sínu.

„Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“
Uppistandshópurinn VHS frumsýnir í kvöld nýja sýningu sem gengur undir nafninu VHS velur vellíðan. Vilhelm Neto og Stefán Ingvar Vigfússon, tveir af fjórum meðlimum hópsins, ræða um sýninguna og umdeilt málefni.

Með hnefana á lofti eftir Áramótaskop Ara Eldjárn
Lögregla var kölluð til að Háskólabíó á tíunda tímanum í kvöld þar sem gestum á Áramótaskopi Ara Eldjárn var allt annað en hlátur í huga. Hnefar voru á lofti og greinilegt að einhverjir höfðu fengið sér í aðra tána eða rétt rúmlega það.

Uppistand um kjaramál merki um hærri aldur
Sjötta árið í röð gerir uppistandarinn Ari Eldjárn upp árið í sýningu sinni áramótaskop í Háskólabíói. Á næstu tveimur vikunum sýnir hann tólf sinnum. Burðarstykki í sýningunni fjallar um kjaramál sem Ari segir merki um að hann sé að eldast.

Jim Jefferies sækir Ísland heim í maí
Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies treður upp í Laugardalshöllinni þann 21. maí með sýningu sína Give’em What They Want. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Grínistinn Teddy Ray látinn 32 ára að aldri
Teddy Ray, uppistandari og internet-stjarna, er látinn, rúmum þremur vikum eftir að hafa fagnað 32 ára afmæli sínu.

Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola
„Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur.

Lenti í rannsókn lögreglu fyrir klúran brandara
Breski uppistandarinn Joe Lycett lenti í því á dögunum að áhorfandi á sýningu hjá honum hringdi á lögregluna eftir að Lycett sagði óviðurkvæmilegan brandara.

Tók upp leynilegt uppistand ef ske kynni að hann félli frá
Grínistinn Norm Macdonald lést í september í fyrra en þrátt fyrir það mun hann gefa út nýtt uppistand á næstu dögum.

„Þetta er bara heilög stund“
Uppistandarinn Bergur Ebbi er kominn aftur á svið með uppistandið sitt í Tjarnarbíó þar sem hann hefur sýnt fyrir fullu húsi síðan í mars. Við ræddum við Berg Ebba um tilurð sýningarinnar, en nú eru aðeins örfáar sýningar eftir fyrir sumarfrí.

Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles
Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum.

Þórhallur Þórhallsson með glænýja uppistandssýningu
Þann 12. Maí næstkomandi mun Þórhallur Þórhallsson frumsýna glænýja uppistandssýningu í Tjarnarbíó sem einfaldlega kallast „Þórhallur“