Vatnajökulsþjóðgarður

Fréttamynd

Fyrir­tækið er frum­kvöðull í sumarís­hella­ferðum

Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland.

Innlent
Fréttamynd

Fengu rangar upp­lýsingar um fjölda ferða­mannanna á jöklinum

Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum.

Innlent
Fréttamynd

Leitin á Breiða­merkur­jökli í myndum

Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð.

Innlent
Fréttamynd

Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um mann­gerða hella

„Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Annar ferða­mannanna er látinn

Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengi­sandi

Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega.

Innlent
Fréttamynd

Reið­hjóla­maður féll af kletti við Jökuls­ár­gljúfur

Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Féllu ofan í jökul­lón Sólheimajökuls

Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 

Innlent
Fréttamynd

Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sund­laugar

Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra.

Innlent
Fréttamynd

Svæðinu við Detti­foss lokað vegna færðar

Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Innlent
Fréttamynd

Apollo-geimfarinn sem laumaði ís­lenskum peningi til tunglsins

„Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er það sem Al­þingi ber að vernda á Þing­völlum?

Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Náttúruverndar- og minjastofnun 20. mars sl. sagði hann: „með tilkomu nýrrar stofnunar verði stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallanefnd ekki lengur stjórnir yfir sjálfstæðum ríkisstofnunum“.

Skoðun
Fréttamynd

Ók blind­fullur við Gríms­vötn og hótaði að drepa alla

Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupi í Gríms­vötnum að ljúka

Frá því að hlaupið náði hámarki í Gígjukvísl fyrir um það bil viku hefur vatnshæð þar farið lækkandi og er nú orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Talið er að nýr sigketill hafi myndast á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir vitnum vegna banaslyss

Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hált á vett­vangi á­rekstursins

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Fluglitakóði færður í gulan yfir Gríms­vötnum

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 4,9 að stærð í Bárðar­bungu

Stór jarð­skjálfti reið yfir norður­hluta Bárðar­bungu klukkan 22:19 í kvöld. Að sögn Einars Hjörleifssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni mældist hann 4,9 að stærð.

Innlent