Erlendar

Bolt heimsmeistari á nýju heimsmeti - 9,58 sekúndum
Usain Bolt frá Jamaíku gerði sér lítið fyrir og stórbætti eigið heimsmet í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Berlín í kvöld er hann hljóp á 9,58 sekúndum.

Bolt og Gay mætast í úrslitunum
Usain Bolt og Tyson Gay komust örugglega áfram í úrslit í 100 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í Berlín í Þýskalandi.

Ásdís úr leik á HM
Ásdís Hjálmsdóttir komst ekki áfram í úrslit í spjótkasti kvenna í HM í frjálsíþróttum sem fer fram í Berlín í Þýskalandi.

Murray í annað sæti heimslistans
Bretinn Andy Murray tryggði sér annað sæti á heimslistanum í tennis í fyrsta sinn á sínum ferli.

Bergur Ingi langt frá sínu besta
Bergur Ingi Pétursson náði sér ekki á strik í undanúrslitum í sleggjukasti karla á heimsmeistarmótinu í frjálsíþróttum í Berlín í dag.

Bolt og Gay öruggir áfram
Fátt kom á óvart í undanrásum 100 metra hlaups karla á HM í frjálsíþróttum sem hófst í Berlín í dag.

Phelps slapp ómeiddur úr bílslysi
Ofurmaðurinn Michael Phelps lenti í árekstri í Baltimore í gærkvöldi en slapp ómeiddur rétt eins og tveir farþegar í bíl hans.

Eli Manning orðinn launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar
Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið sem er metinn á 97 milljónir dollara. Manning ætti að fá 15.3 milljónir dollara á ári næstu sex árin.

Michael Vick samdi við Philadelphia
Leikstjórnandinn Michael Vick er laus úr fangelsi og hefur samið við Philadelphia Eagles. Hann mun leika með þeim næstu tvö árin.

Stallworth í bann út leiktíðina
NFL-deildin hefur ákveðið að setja útherjann Donte Stallworth í leikbann út leiktíðina. Hann mun þess utan ekki fá nein laun á þessu tímabili.

Konur munu boxa á ÓL í London árið 2012
Hnefaleikar kvenna verða á dagskránni á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Alþjóða ólympíunefndin tók þá ákvörðun í dag.

Roddick snýr aftur eftir meiðsli
Tenniskappinn Andy Roddick er kominn aftur á stjá eftir að hafa jafnað sig á mjaðmarmeiðslum sem hafa haldið honum frá keppni síðan á Wimbledon-mótinu fyrr í sumar.

Nadal snýr aftur á Montreal Masters í næstu viku
Tenniskappinn Rafael Nadal mun snúa aftur til keppni á Montreal Masters-mótinu í næstu viku eftir tveggja mánaða fjarveru frá keppni vegna hnémeiðsla.

Beckham segist ekki vera á förum frá LA Galaxy
Stórstjarnan David Beckham ítrekar að hann njóti þess að spila fyrir LA Galaxy þrátt fyrir að sumir stuðningsmenn félagsins hafi ekki beint tekið honum með opnum örmum eftir fimm mánaða lánstíma hjá AC Milan og sakað hann um að leggja sig ekki nógu mikið fram fyrir lið sitt.

Gatti nú talinn hafa framið sjálfsmorð
Fyrrum þungavigtarheimsmeistarinn í hnefaleikum Arturo Gatti, sem fannst látinn á hótelherbergi sínu í Porto de Galinhas í Brasilíu 11. júlí síðast liðinn, er nú eftir rannsókn lögreglu staðarins talinn hafa framið sjálfsmorð.

Hatton útilokar ekki „bardagann um Bretland“
Hnefaleikamaðurinn Ricky Hatton útilokar ekki að snúa aftur í hringinn að nýju en ítrekar þó að ekkert sé í farveginum með það að gera.

Sundgallar valda fjaðrafoki - Ellefu heimsmet fallið í Róm
Mikil umræða hefur nú skapast innan sundheimsins vegna „flotgallanna“ sem margir sundmenn hafa klæðst undanfarið en alls ellefu heimsmet hafa fallið á Heimsmeistaramótinu sem nú fer fram í Rómarborg á Ítalíu hjá sundfólki sem notar gallana.

Mickelson snýr aftur á WGC-Bridgestone mótinu
Kylfingurinn Phil „Lefty“ Mickelson snýr aftur á völlinn í næstu viku á WGC-Bridgestonemótinu eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru frá keppnisgolfi til þess að standa við hlið bæði eiginkonu sinnar og móður sinnar í baráttunni við brjóstakrabbamein.

Biedermann skákaði Phelps
Þjóðverjinn Paul Biedermann vann magnaðan sigur í 200 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Biedermann setti heimsmet þegar hann synti á 1 mínútu og 42 sekúndum.

Usain Bolt tók gullið í London
Jamaíski heimsmethafinn Usain Bolt sigraði í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í London í gærkvöldi. Bolton hljóp á 9.91 sek. í mótvindi. Yohan Blake, liðsfélagi hans, kom beint á eftir.

Besti tennisleikari heims eignaðist tvíburastelpur
Roger Federer og kona hans Mirka Vavrinec eignuðust í gær tvíburastelpur en þær fæddust í heimalandi hans Sviss. Federer er af mörgum talinn vera besti tennisleikari sögunnar en hann er búinn að vera efstur á heimslistanum meira eða minna frá árinu 2004.

Bolt ekki í sínu besta standi
Spretthlauparinn Usain Bolt vonast til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í 100 metra hlaupi í Berlín. Bolt er 22 ára og vann Ólympíugullið í Peking í fyrra.

Nadal að snúa aftur til æfinga
Spænski tennismaðurinn Rafael Nadal mun líklega snúa aftur til æfinga á mánudaginn og verður með á Montreal Masters mótinu í ágúst. Nadal gat ekki tekið þátt á Wimbledon-mótinu vegna meiðsla í hné.

Bolt og Gay mætast næst um miðjan ágúst
Það stefnir í rosalegt einvígi þegar spretthlaupararnir Usain Bolt frá Jamaíku og Tyson Gay frá Bandaríkjunum mætast í 100 metra og 200 metra hlaupi á Heimsmeistaramótinu í frjálsum sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 15-23 ágúst.

Bolt líklegur til þess að slá brátt eigið heimsmet
Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíka gaf sterkar vísbendingar um að hann muni brátt bæta eigið heimsmet í 200 metra hlaupi þegar hann vann sigur á móti í Lausanne í Sviss í gær.

Sampras: Federer er einfaldlega sá besti
Tennisgoðsögnin Pete Sampras varð að sætta sig við að Svisslendingurinn Roger Federer bætti met hans með því að vinna sinn fimmtánda stórtitil á ferlinum á Wimbledon mótinu um helgina.

Serena gagnrýnir stigakerfið
Serena Williams segir að það sé skrýtið að hún sé núverandi handhafi þriggja stórra titla. Hún fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í gær.

Federer vann og setti met
Svisslendingurinn Roger Federer varð í dag Wimbledon-meistari í tennis en þetta var hans fimmtándi sigur á stórmóti sem er met. Federer lagði Andy Roddick eftir magnaða viðureign sem fór í fimm lotur.

Williams-sigur í tvíliðaleik
Serena og Venus Williams hrósuðu sigri í tvíliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis sem lýkur í dag. Þessar bandarísku systur báru sigurorð af Rennae Stubbs og Samantha Stosur frá Ástralíu í úrsliteinvíginu.

Serena vann systur sína
Tennisdrottninging bandaríska Serena Williams varð í dag Wimbledon-meistari í tennis í þriðja sinn. Hún lagði eldri systur sína, Venus, í tveimur settum í úrslitum 7-6 og 6-2.