
Íþróttir

Rásröðinni breytt fyrir kappaksturinn í Mónakó í dag
Breytingar hafa verið gerðar á rásröð Formúlu 1 ökumanna fyrir Mónakó kappaksturinn í dag, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30.

Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi.

Perez tognaður og með heilahristing
Sauber Formúlu 1 liðið sendi frá sér fréttatilkynningu vegna óhapps Formúlu 1 ökumannsins Sergio Perez í tímatökunni í Mónakó í dag. Perez var fluttur á Princess Grace spítalann í Mónakó eftir að hann skall harkalega á varnarvegg í brautinni.

Alonso fljótastur á lokaæfingunni, en Rosberg fékk harðan skell
Fernando Alonso á Ferrari var með besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða í Mónakó í dag, en tímatakan fer fram í hádeginu og hefst bein útsending frá henni á Stöð 2 Sport kl. 11.45.

Alonso: Verðum að taka áhættu
Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu.

Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren.

Hamilton og Button telja Mónakó brautina erfiðustu braut ársins
Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær.

Schumacher og Rosberg njóta þess að keppa í furstadæminu Mónakó
Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni.

Webber telur mögulegt að geta stefnt á sigur
Mark Webber hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu verður fremstur á ráslínu þegar spænski kappaksturinn fer fram á morgun, á Katalóníu brautinni. Hann náði í dag besta tíma í tímatökum í fyrsta skipti á þessu ári. Sebastian Vettel er annar á ráslínu á Red Bull, Lewis Hamilton á McLaren þriðji og Fernando Alonso fjórði á Ferrrari.

Mark Webber fremstur á ráslínu í fyrsta skipti á árinu
Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Hann varð 0.200 úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji 0.980 á eftir Webber.

Vettel rétt á undan Webber á lokaæfingunni fyrir tímatökuna
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Katalóníu brautinni á Spáni í morgun, en tímatakan fer fram í hádeginu og verður hún sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.

Webber rétt á undan Hamilton á seinni æfingunni á Spáni
Mark Webber á Red Bull var 0.039 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á seinni æfingu Formúlu 1 keppnisliða á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji, 0.356 úr sekúndu á eftir, en Jenson Button varð fjórði á McLaren.

Alguersuari stefnir á vera meðal tíu fremstu á heimavelli
Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1.

Ferrari framlengdi samning við Alonso til ársloka 2016
Ferrari liðið hefur framlengt samning sinn við Fernando Alonso til ársloka 2016, samkvæmt fréttatilkynningu frá Ferrari liðinu, en fyrri samningurinn var til 2012 samkvæmt frétt á autosport.com

Webber vill komast á efsta þrep verðlaunapallsins á Spáni á ný
Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappakstur

Button: Lærðum að vinna sem lið í síðustu keppni
Jenson Button telur að McLaren hafi lært sína lexíu varðandi gerð keppnisáætlanna í síðasta móti, en aðferðafræðin hefur breyst nokkuð útaf nýjum dekkjum sem notuð eru á þessu keppnistímabili. McLaren keppir á Spáni um næstu helgi.

Spennandi tímar framundan hjá Lotus að mati nýja tæknistjórans
Mark Smith hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá Lotus liðinu, sem keppir um næstu helgi á Spáni í fimmta Formúlu 1 móti ársins. Smith hefur m.a. unnið með Jordan, Renault, Red Bull og Force India og hefur verið í sigurliðum af þeim sökum. Ráðning hans er fengur fyrir liðið og ökumennina Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.

Schumacher sigursælastur á Spáni
Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes.

Barrichello: Williams vantar leiðtoga
Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997.

Djokovic hefur unnið 33 leiki í röð
Tenniskappinn, Novak Djokovic, hefur nú unnið 33 leiki í röð án þess að tapa, en hann gjörsigraði Pólverjann, Lukasz Kubot, í annarri umferð á Rome Masters mótinu á Ítalíu.

Webber mun berjast við Vettel í mótum
Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsmenn hans, Sebastian Vettel og Mark Webber muni takast á um sigra í mótum og tvö næstu mótssvæði hafi skilað Webber betri árangri en Vettel í fyrra. Keppt verður á Spáni um aðra helgi og Mónakó viku síðar. Vettel hefur unnið þrjú af fyrstu fjórum mótum ársins, en Lewis Hamilton eitt.

Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi
Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn.

Horner: Höfum ekki efni á að vera værukærir
Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða.

Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt
Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi.

Vettel: Höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu
Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull.

Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu
Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag.

Auðunn vann brons á Evrópumótinu í kraftlyftingum
Blikinn Auðunn Jónsson vann í gær bronsverðlaun í réttstöðuluyftu á Evrópumótinu í kraftlyftingum í Pilzen í Tékklandi og var nálægt því að taka annað brons í samanlögðu eftir harða keppni.

Vettel fremstur á ráslínu fjórða skipti í röð
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel sá við öllum keppinautum sínum í tímatökum á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann varð á undan Mark Webber liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Schumacher í hörkuslag við Vettel um besta tíma á lokaæfingunni
Sebastian Vettel á Red Bull rétt marði að vera á udan Michael Schumacher á Mercedes á lokæfingu keppnisliða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi fyrir tímatökuna sem er kl. 10.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag.

Pistillinn: Að vera sinn eigin besti æfingafélagi
Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu.