Pistillinn: Að vera sinn eigin besti æfingafélagi Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 7. maí 2011 08:00 Mynd/Arnþór Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf. Íþróttir Pistillinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Sjá meira
Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf.
Íþróttir Pistillinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Sjá meira