Íþróttir Kasper verður lánaður Stuart Pearce, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, segir að Kasper Schmeichel verði að öllum líkindum lánaður frá félaginu í eitt ár þegar markvörðurinn Nicky Weaver kemur úr láni frá Sheffield Wednesday eftir áramótin. Kasper er sonur hins fræga Peter Schmeichel sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árunum. Sport 21.12.2005 13:21 Wembley verður klár Enska knattspyrnusambandið hefur vísað á bug svartsýnum fréttum um að nýji Wembley-leikvangurinn verði ekki tilbúinn á tilsettum tíma fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum í vor, þó framkvæmdin sé komin heilum 75 milljónum punda fram úr kostnaðaráætlun og hafi tafist mikið að undanförnu. Sport 21.12.2005 13:13 Rooney getur borið England á herðum sér á HM Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham er viss um að félagi hans í enska landsliðinu, Wayne Rooney hjá Manchester United, hafi alla burði til að slá í gegn á HM í Þýskalandi í sumar og nefnir Rooney sem manninn til að koma Englendingum alla leið. Sport 21.12.2005 13:08 Zikora orðaður við Arsenal Miðjumaðurinn Didier Zokora hjá franska liðinu St.Etienne hefur verið orðaður sterklega við Arsenal og er talið líklegt að hann fari til liðsins í sumar. Zokora er 24 ára og hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Chelsea, en umboðsmaður hans segir Arsenal hafa sýnt honum mestan áhuga til þessa og á alveg eins von á því að samningar náist í sumar. Sport 21.12.2005 12:59 Kobe Bryant skoraði 62 stig í þremur leikhlutum Kobe Bryant fór hamförum með liði LA Lakers í auðveldum 112-90 sigri á Dallas, þar sem hann skoraði 62 stig í aðeins þremur leikhlutum og setti á svið einhverja mestu skotsýningu í sögu deildarinnar. Hann skoraði 30 stig í þriðja leikhlutanum einum, en það er það mesta í einum fjórðung í sögu LA Lakers og Bryant hafði skorað fleiri stig eftir þrjá fjórðunga en allt Dallas-liðið til samans. Sport 21.12.2005 12:16 Eto´o skoraði tvö í sigri Barcelona Barcelona er lið ársins 2005 á Spáni og í kvöld festi liðið sig í sessi á toppnum með 2-0 sigri á Celta Vigo, en liðið hefur verið á ótrúlegri siglingu undanfarið. Það var Samuel Eto´o sem skoraði bæði mörk liðsins í kvöld. Sport 20.12.2005 22:02 United og Wigan áfram Manchester United og Wigan eru komin áfram í enska deildarbikarnum eftir góða sigra í leikjum sínum í kvöld. United vann auðveldan útisigur á Birmingham 3-1 með tveimur mörkum frá Louis Saha og einu frá Kínverjanum Park. Jiri Jarosik minnkaði muninn fyrir Birmingham. Þá vann Wigan góðan 2-0 sigur á Bolton með tveimur mörkum frá Jason Roberts. Sport 20.12.2005 21:55 Yao Ming verður frá í nokkrar vikur Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston Rockets verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa farið í aðgerð vegna sýkingar í stórutánni á vinstra fæti. Þetta er mikið áfall fyrir Houston, sem hafði þurft að vera án Tracy McGrady í nokkra leiki á dögunum og gekk vægast sagt illa án hans. Ming hafði aðeins misst úr tvo leiki á ferlinum áður en þessi meiðsli komu upp og skorar að meðaltali 20 stig og hirðir 9 fráköst í leik. Sport 20.12.2005 20:30 Wigan leiðir gegn Bolton Wigan hefur yfir 2-0 forystu gegn Bolton í hálfleik í enska deildarbikarnum, en markalaust er í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Manchester United og Birmingham eigast við. Það var Jason Roberts sem skoraði bæði mörk Wigan í leiknum. Sport 20.12.2005 20:38 Ég marka stóran þátt í sögu Newcastle Vandræðagemlingurinn Lauren Robert, sem er í láni hjá Portsmouth frá Newcastle, segir að þó hann eigi ekki von á því að snúa aftur til félagsins, hafi hann markað djúp spor í sögu félagsins og eigi sér dygga stuðningsmenn þar. Sport 20.12.2005 20:06 Tveir leikir í kvöld Leikur Manchester United og Birmingham í enska deildarbikarnum er nú hafinn, en hann er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þá eigast einnig við Wigan og Charlton, en leikirnir eru liður í fjórðungsúrslitum keppninnar. Sport 20.12.2005 19:48 Olisadadebe til reynslu hjá Portsmouth Portsmouth hefur fengið pólska landsliðsframherjann Emmanuel Olisadebe til reynslu frá Pananthinaikos í Grikklandi, en hann lendir á Englandi á morgun. Harry Redknapp er að leitast við að styrkja sóknina hjá Portsmouth eftir að framherji hans Vincent Pericard meiddist um helgina og vonast til að Olisadebe geti fyllt skarð hans. Sport 20.12.2005 19:57 Reynir að gera góð kaup í janúar Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er talinn muni hafa úr þónokkrum fjármunum að spila í janúar þegar opnar fyrir félagaskiptagluggann á ný. Benitez segir þó ekki gefið að góðir leikmenn verði á lausu. Sport 20.12.2005 17:17 Hlakkar til að mæta Liverpool um jólin Sóknarmaðurinn öflugi Michael Owen hjá Newcastle, segist hlakka mikið til að spila við fyrrum félaga sína í Liverpool um jólin, en tekur það fram að hann sjái alls ekki eftir því að hafa gengið í raðir Newcastle frá Real Madrid á Spáni. Sport 20.12.2005 16:59 Ég er ekki grófur leikmaður Miðjumaðurinn Michael Essien vill eikki meina að hann sé grófur leikmaður, en mikið hefur verið rætt um vasklega framgöngu hans á knattspyrnuvellinum undanfarið og vilja margir meina að hann sé ruddi. Sport 20.12.2005 16:52 Ég átti engan þátt í ákvörðun Alonso Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í Formúlu 1, vísar því á bug að hann hafi átt þátt í því að heimsmeistarinn Fernando Alonso hafi ákveðið að semja við McLaren árið 2007. Briatore er einnig umboðsmaður Alonso, en það var Briatore sem tók Alonso undir sinn verndarvæng hjá liðinu á sínum tíma og gaf honum tækifæri, sem á endanum varð til þess að Alonso varð heimsmeistari aðeins 24 ára gamall. Sport 20.12.2005 16:16 Poom verður áfram hjá Arsenal Markvörðurinn Mart Poom hefur framlengt lánssamning sinn við Arsenal út leiktíðina, en hann kom til félagsins sem lánsmaður í þrjá mánuði í sumar. Poom er 33ja ára gamall og er þriðji markvörður liðsins á eftir þeim Jens Lehmann og Manuel Almunia. Sport 20.12.2005 16:09 Davis skrifar undir í dag Miðjumaðurinn Steven Davis hjá Aston Villa skrifar í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2009. Davis er aðeins 21 árs gamall og þykir mikið efni, en forráðamenn félagsins geta nú andað léttar, því drengurinn hefur verið nokkuð eftirsóttur á síðustu mánuðum. Sport 20.12.2005 15:29 Við ætlum að fá Henry Forseti Barcelona, Joan Laporta, er ekki að skafa af því þegar kemur að áhuga hans á franska landsliðsmanninum Thierry Henry hjá Arsenal og í gærkvöldi gaf hann það út við breska blaðið The Sun að spænska félagið ætlaði að tjalda öllu til að fá hann til sín fljótlega. Sport 20.12.2005 15:23 Carlos hló að meiðslum mínum Miðjumaðurinn Valdo hjá Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Real Madrid, var ekki sáttur við fyrrum félaga sinn Roberto Carlos eftir leik liðanna um helgina. Carlos meiddi Valdo illa og hló svo að honum þegar hann þurfti að fara meiddur af velli. Sport 20.12.2005 15:13 Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. Sport 20.12.2005 15:10 Björn setti Íslandsmet Hlauparinn Björn Margeirsson setti Íslandsmet í 2000 metra hlaupi í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar hann hljóp vegalengdina á 5 mínútum og 25,23 sekúndum. Þetta var fyrsta Íslandsmetið sem slegið hefur verið í nýju höllinni. Sport 20.12.2005 15:06 Wigan kaupir miðvörð frá Brann Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur gengið frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Paul Scharner frá Brann í Noregi. Scharner er 25 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir Austurríki, þar á meðal leikinn gegn Englendingum í undankeppni HM á dögunum. Birmingham var einnig á höttunum eftir Scharner, en Wigan bauð einfaldlega hærra, samkvæmt heimasíðu Brann. Sport 20.12.2005 14:45 Yakubu fer ekki í Afríkukeppnina Nígeríski sóknarmaðurinn Yakubu hjá Middlesbrough hefur gefið út að hann muni ekki fara í Afríkukeppnina með landsliði sínu í næsta mánuði, en hann hefði misst úr sex til níu leiki í deildinni með Boro ef af því hefði orðiðið. Sport 20.12.2005 14:33 Er í fýlu út í Wenger út af jólakorti Nú er komið í ljós að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitaði að taka í hönd Arsene Wenger eftir leik liðanna á dögunum af því hann var í fýlu yfir því að Wenger tók illa í einlægt jólakort sem Mourinho hafði sent honum fyrir leikinn, þar sem hann baðst afsökunar á ummælum sínum um Wenger í gegn um tíðina. Sport 20.12.2005 14:16 Tvíframlengt hjá Memphis og Detroit Detroit Pistons vann enn einn leikinn í NBA deildinni í nótt þegar liðið vann mjög nauman sigur á Memphis Grizzlies í tvöfaldri framlengingu 106-104. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit og gaf 9 stoðsendingar, en Pau Gazol skoraði 32 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Sport 20.12.2005 14:00 Ronaldinho bestur annað árið í röð Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona var kjörinn knattspyrnumaður ársins af FIFA annað árið í röð við sérstaka athöfn í kvöld og hlaut yfirburðakostningu. Frank Lampard hjá Chelsea varð í öðru sæti í kjörinu og félagi Ronaldinho hjá Barcelona, Samuel Eto´o varð í þriðja sæti. Sport 19.12.2005 20:30 Federer og Clijsters best á árinu Roger Federer og Kim Clijsters hafa verið útnefnd tennisleikarar ársins 2005 af alþjóða tennissambandinu. Fererer var í algjörum sérflokki á árinu og vann 11 mót, þar á meðal Wimbeldon og opna bandaríska meistaramótið, en Clijsters vann sig upp úr 134. sæti á styrkleikalistanum í það fyrsta og vann sigur á níu mótum. Sport 19.12.2005 18:29 Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. Sport 19.12.2005 18:08 Tólf sigrar í röð hjá Barca Spænsku meistararnir í Barcelona unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni um helgina, sem er besti árangur félagsins í hálfa öld. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco segir hinsvegar að það hjálpi þeim ekkert í lokaleik sínum á árinu þegar liðið tekur á móti Celta Vigo annað kvöld. Sport 19.12.2005 18:00 « ‹ 299 300 301 302 303 304 305 306 307 … 334 ›
Kasper verður lánaður Stuart Pearce, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, segir að Kasper Schmeichel verði að öllum líkindum lánaður frá félaginu í eitt ár þegar markvörðurinn Nicky Weaver kemur úr láni frá Sheffield Wednesday eftir áramótin. Kasper er sonur hins fræga Peter Schmeichel sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árunum. Sport 21.12.2005 13:21
Wembley verður klár Enska knattspyrnusambandið hefur vísað á bug svartsýnum fréttum um að nýji Wembley-leikvangurinn verði ekki tilbúinn á tilsettum tíma fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum í vor, þó framkvæmdin sé komin heilum 75 milljónum punda fram úr kostnaðaráætlun og hafi tafist mikið að undanförnu. Sport 21.12.2005 13:13
Rooney getur borið England á herðum sér á HM Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham er viss um að félagi hans í enska landsliðinu, Wayne Rooney hjá Manchester United, hafi alla burði til að slá í gegn á HM í Þýskalandi í sumar og nefnir Rooney sem manninn til að koma Englendingum alla leið. Sport 21.12.2005 13:08
Zikora orðaður við Arsenal Miðjumaðurinn Didier Zokora hjá franska liðinu St.Etienne hefur verið orðaður sterklega við Arsenal og er talið líklegt að hann fari til liðsins í sumar. Zokora er 24 ára og hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Chelsea, en umboðsmaður hans segir Arsenal hafa sýnt honum mestan áhuga til þessa og á alveg eins von á því að samningar náist í sumar. Sport 21.12.2005 12:59
Kobe Bryant skoraði 62 stig í þremur leikhlutum Kobe Bryant fór hamförum með liði LA Lakers í auðveldum 112-90 sigri á Dallas, þar sem hann skoraði 62 stig í aðeins þremur leikhlutum og setti á svið einhverja mestu skotsýningu í sögu deildarinnar. Hann skoraði 30 stig í þriðja leikhlutanum einum, en það er það mesta í einum fjórðung í sögu LA Lakers og Bryant hafði skorað fleiri stig eftir þrjá fjórðunga en allt Dallas-liðið til samans. Sport 21.12.2005 12:16
Eto´o skoraði tvö í sigri Barcelona Barcelona er lið ársins 2005 á Spáni og í kvöld festi liðið sig í sessi á toppnum með 2-0 sigri á Celta Vigo, en liðið hefur verið á ótrúlegri siglingu undanfarið. Það var Samuel Eto´o sem skoraði bæði mörk liðsins í kvöld. Sport 20.12.2005 22:02
United og Wigan áfram Manchester United og Wigan eru komin áfram í enska deildarbikarnum eftir góða sigra í leikjum sínum í kvöld. United vann auðveldan útisigur á Birmingham 3-1 með tveimur mörkum frá Louis Saha og einu frá Kínverjanum Park. Jiri Jarosik minnkaði muninn fyrir Birmingham. Þá vann Wigan góðan 2-0 sigur á Bolton með tveimur mörkum frá Jason Roberts. Sport 20.12.2005 21:55
Yao Ming verður frá í nokkrar vikur Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston Rockets verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa farið í aðgerð vegna sýkingar í stórutánni á vinstra fæti. Þetta er mikið áfall fyrir Houston, sem hafði þurft að vera án Tracy McGrady í nokkra leiki á dögunum og gekk vægast sagt illa án hans. Ming hafði aðeins misst úr tvo leiki á ferlinum áður en þessi meiðsli komu upp og skorar að meðaltali 20 stig og hirðir 9 fráköst í leik. Sport 20.12.2005 20:30
Wigan leiðir gegn Bolton Wigan hefur yfir 2-0 forystu gegn Bolton í hálfleik í enska deildarbikarnum, en markalaust er í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Manchester United og Birmingham eigast við. Það var Jason Roberts sem skoraði bæði mörk Wigan í leiknum. Sport 20.12.2005 20:38
Ég marka stóran þátt í sögu Newcastle Vandræðagemlingurinn Lauren Robert, sem er í láni hjá Portsmouth frá Newcastle, segir að þó hann eigi ekki von á því að snúa aftur til félagsins, hafi hann markað djúp spor í sögu félagsins og eigi sér dygga stuðningsmenn þar. Sport 20.12.2005 20:06
Tveir leikir í kvöld Leikur Manchester United og Birmingham í enska deildarbikarnum er nú hafinn, en hann er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þá eigast einnig við Wigan og Charlton, en leikirnir eru liður í fjórðungsúrslitum keppninnar. Sport 20.12.2005 19:48
Olisadadebe til reynslu hjá Portsmouth Portsmouth hefur fengið pólska landsliðsframherjann Emmanuel Olisadebe til reynslu frá Pananthinaikos í Grikklandi, en hann lendir á Englandi á morgun. Harry Redknapp er að leitast við að styrkja sóknina hjá Portsmouth eftir að framherji hans Vincent Pericard meiddist um helgina og vonast til að Olisadebe geti fyllt skarð hans. Sport 20.12.2005 19:57
Reynir að gera góð kaup í janúar Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er talinn muni hafa úr þónokkrum fjármunum að spila í janúar þegar opnar fyrir félagaskiptagluggann á ný. Benitez segir þó ekki gefið að góðir leikmenn verði á lausu. Sport 20.12.2005 17:17
Hlakkar til að mæta Liverpool um jólin Sóknarmaðurinn öflugi Michael Owen hjá Newcastle, segist hlakka mikið til að spila við fyrrum félaga sína í Liverpool um jólin, en tekur það fram að hann sjái alls ekki eftir því að hafa gengið í raðir Newcastle frá Real Madrid á Spáni. Sport 20.12.2005 16:59
Ég er ekki grófur leikmaður Miðjumaðurinn Michael Essien vill eikki meina að hann sé grófur leikmaður, en mikið hefur verið rætt um vasklega framgöngu hans á knattspyrnuvellinum undanfarið og vilja margir meina að hann sé ruddi. Sport 20.12.2005 16:52
Ég átti engan þátt í ákvörðun Alonso Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í Formúlu 1, vísar því á bug að hann hafi átt þátt í því að heimsmeistarinn Fernando Alonso hafi ákveðið að semja við McLaren árið 2007. Briatore er einnig umboðsmaður Alonso, en það var Briatore sem tók Alonso undir sinn verndarvæng hjá liðinu á sínum tíma og gaf honum tækifæri, sem á endanum varð til þess að Alonso varð heimsmeistari aðeins 24 ára gamall. Sport 20.12.2005 16:16
Poom verður áfram hjá Arsenal Markvörðurinn Mart Poom hefur framlengt lánssamning sinn við Arsenal út leiktíðina, en hann kom til félagsins sem lánsmaður í þrjá mánuði í sumar. Poom er 33ja ára gamall og er þriðji markvörður liðsins á eftir þeim Jens Lehmann og Manuel Almunia. Sport 20.12.2005 16:09
Davis skrifar undir í dag Miðjumaðurinn Steven Davis hjá Aston Villa skrifar í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2009. Davis er aðeins 21 árs gamall og þykir mikið efni, en forráðamenn félagsins geta nú andað léttar, því drengurinn hefur verið nokkuð eftirsóttur á síðustu mánuðum. Sport 20.12.2005 15:29
Við ætlum að fá Henry Forseti Barcelona, Joan Laporta, er ekki að skafa af því þegar kemur að áhuga hans á franska landsliðsmanninum Thierry Henry hjá Arsenal og í gærkvöldi gaf hann það út við breska blaðið The Sun að spænska félagið ætlaði að tjalda öllu til að fá hann til sín fljótlega. Sport 20.12.2005 15:23
Carlos hló að meiðslum mínum Miðjumaðurinn Valdo hjá Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Real Madrid, var ekki sáttur við fyrrum félaga sinn Roberto Carlos eftir leik liðanna um helgina. Carlos meiddi Valdo illa og hló svo að honum þegar hann þurfti að fara meiddur af velli. Sport 20.12.2005 15:13
Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. Sport 20.12.2005 15:10
Björn setti Íslandsmet Hlauparinn Björn Margeirsson setti Íslandsmet í 2000 metra hlaupi í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar hann hljóp vegalengdina á 5 mínútum og 25,23 sekúndum. Þetta var fyrsta Íslandsmetið sem slegið hefur verið í nýju höllinni. Sport 20.12.2005 15:06
Wigan kaupir miðvörð frá Brann Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur gengið frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Paul Scharner frá Brann í Noregi. Scharner er 25 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir Austurríki, þar á meðal leikinn gegn Englendingum í undankeppni HM á dögunum. Birmingham var einnig á höttunum eftir Scharner, en Wigan bauð einfaldlega hærra, samkvæmt heimasíðu Brann. Sport 20.12.2005 14:45
Yakubu fer ekki í Afríkukeppnina Nígeríski sóknarmaðurinn Yakubu hjá Middlesbrough hefur gefið út að hann muni ekki fara í Afríkukeppnina með landsliði sínu í næsta mánuði, en hann hefði misst úr sex til níu leiki í deildinni með Boro ef af því hefði orðiðið. Sport 20.12.2005 14:33
Er í fýlu út í Wenger út af jólakorti Nú er komið í ljós að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitaði að taka í hönd Arsene Wenger eftir leik liðanna á dögunum af því hann var í fýlu yfir því að Wenger tók illa í einlægt jólakort sem Mourinho hafði sent honum fyrir leikinn, þar sem hann baðst afsökunar á ummælum sínum um Wenger í gegn um tíðina. Sport 20.12.2005 14:16
Tvíframlengt hjá Memphis og Detroit Detroit Pistons vann enn einn leikinn í NBA deildinni í nótt þegar liðið vann mjög nauman sigur á Memphis Grizzlies í tvöfaldri framlengingu 106-104. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit og gaf 9 stoðsendingar, en Pau Gazol skoraði 32 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Sport 20.12.2005 14:00
Ronaldinho bestur annað árið í röð Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona var kjörinn knattspyrnumaður ársins af FIFA annað árið í röð við sérstaka athöfn í kvöld og hlaut yfirburðakostningu. Frank Lampard hjá Chelsea varð í öðru sæti í kjörinu og félagi Ronaldinho hjá Barcelona, Samuel Eto´o varð í þriðja sæti. Sport 19.12.2005 20:30
Federer og Clijsters best á árinu Roger Federer og Kim Clijsters hafa verið útnefnd tennisleikarar ársins 2005 af alþjóða tennissambandinu. Fererer var í algjörum sérflokki á árinu og vann 11 mót, þar á meðal Wimbeldon og opna bandaríska meistaramótið, en Clijsters vann sig upp úr 134. sæti á styrkleikalistanum í það fyrsta og vann sigur á níu mótum. Sport 19.12.2005 18:29
Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. Sport 19.12.2005 18:08
Tólf sigrar í röð hjá Barca Spænsku meistararnir í Barcelona unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni um helgina, sem er besti árangur félagsins í hálfa öld. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco segir hinsvegar að það hjálpi þeim ekkert í lokaleik sínum á árinu þegar liðið tekur á móti Celta Vigo annað kvöld. Sport 19.12.2005 18:00