Íþróttir Iðrast orða sinna í garð Wenger Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist sjá eftir því að hafa kallað Arsene Wenger gluggagægir á sínum tíma og viðurkennir að hann mundi taka orð sín til baka ef hann gæti. Þetta viðurkennir Mourinho í samtali við breska blaðið The Sun. Sport 23.12.2005 13:02 Skjóttu mig ef þú vilt verða frægur Argentíska knattspyrnugoðið Diego Maradona komst í hann krappann á flugvelli í Brasilíu í gær, þegar hann reyndi að troða sér um borð í flugvél eftir að hafa mætt of seint. Hann var handtekinn fyrir að vera með leiðindi á vellinum eftir að ljóst var að hann næði ekki fluginu, en þótti móttökur öryggisvarða heldur glannalegar. Sport 23.12.2005 12:55 Ungverjar fyrstu gestirnir á nýja Wembley Nú hefur verið staðfest að Ungverjar verði fyrsta þjóðin til að mæta Englendingum á nýja Wembley leikvangnum í vor, en framkvæmdir við völlinn standa nú sem hæst og eru raunar margir dauðhræddir um að verkið klárist ekki í tæka tíð fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum. Sport 23.12.2005 12:23 Belgar ráða landsliðsþjálfara Belgíska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að Rene Vanderwycken yrði næsti landsliðsþjálfari Belga í knattspyrnu. Samningur hans nær til ársins 2008, en hann er fyrrum landsliðsmaður og er 52 ára gamall. Vandereycken tekur við af Aime Anthenunis, sem tekur við þjálfun Lokeren í Belgíu. Vandereycken var áður þjálfari Genk. Sport 23.12.2005 12:18 Osasuna saxaði á forskot Barcelona Spútniklið Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni minnkaði forskot Barcelona niður í tvö stig í gærkvöldi, þegar liðið vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í lokaleik ársins í úrvalsdeildinni. Osasuna vann þar með níunda heimasigur sinn í röð, sem er met, og minnkaði forskot meistaranna niður í tvö stig á toppnum. Sport 23.12.2005 12:08 Skelfilegt gengi hjá Leverkusen Hvorki gengur né rekur hjá liði Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta, en landsliðsmaðurinn Jakob Sigurðarson leikur með liðinu. Liðið tapaði enn einum leiknum sínum í gærkvöldi, nú fyrir Nurnberg 83-80 á heimavelli sínum. Jakob kom lítið við sögu í leiknum, en þetta var níunda tap Leverkusen í síðustu tíu leikjum og ljóst að botnbaráttan er það sem koma skal hjá liðinu ef gengi þess lagast ekki. Sport 23.12.2005 11:44 Souness vill að Shearer verði eitt ár enn Graeme Souness, stjóri Newcastle, vill að fyrirliðinn Alan Shearer hætti við að hætta eftir þetta tímabil og verði eitt ár í viðbót með liðinu. Shearer hugleiddi að hætta eftir síðasta tímabil, en fékkst til að halda áfram og nú eru sömu vangavelturnar komnar upp á borð hjá hinum 36 ára gamla sóknarmanns. Sport 23.12.2005 11:33 Leikmenn United lögðu ekki nógu hart að sér Goðsögnin Sir Bobby Charlton hjá Manchester United segir að ástæðan fyrir lélegu gengi félagsins í Meistaradeildinni, þar sem liðið endaði á botni riðils síns og komst ekki einu sinni í Evrópukeppni félagsliða fyrir vikið, sé að leikmenn hafi ekki lagt sig nógu vel fram. Sport 23.12.2005 11:26 Óviss með að fara til Tottenham Varnarmaðurinn ungi, Ron Vlaar hjá AZ Alkmaar í Hollandi, er ekki viss um að hann vilji fara til Englands og ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Tottenham ef marka má heimildir BBC. AZ og Tottenham höfðu samið um kaupverð á leikmanninum, en heimildir herma að hann sé tvístíga með að yfirgefa foreldrahús og flytja til annars lands. Búist er við að Vlaar taki ákvörðun á næstu tveimur vikum. Sport 23.12.2005 11:17 George Burley tekur við Southampton George Burley, fyrrum stjóri Hearts og Ipswich, verður næsti stjóri 1. deildarliðs Southampton, en þetta verður tilkynnt formlega seinnipartinn í dag. Sir Clive Woodward mun gegna stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, en Dave Bassett, sem hefur gegnt stöðu knattspyrnustjóra síðan Harry Redknapp fór til Portsmouth, mun fara frá félaginu. Sport 23.12.2005 11:12 Nowitzki og James heitir Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland vann góðan útisigur á Chicago á útivelli 108-100, þar sem LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland, en Ben Gordon var með 22 stig fyrir Chicago. Dallas lagði Sacramento á útivelli 105-95. Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas, en Mike Bibby skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Sport 23.12.2005 10:59 Sacramento tekur á móti Dallas Leikur Sacramento Kings og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV í nótt. Staða þessara liða er mjög ólík, því lið Sacramento á mjög erfitt uppdráttar í vetur, liðið fékk til sín marga nýja leikmenn í sumar og svo hafa meiðsli sett svip sinn á leik liðsins. Allt gengur hinsvegar í haginn hjá Dallas, sem hefur náð frábærum árangri þrátt fyrir að hafa enn ekki geta stillt upp sínu sterkasta liði í vetur. Sport 22.12.2005 18:49 Krefst þess að fá að fara frá félaginu Hinn 29 ára gamli Mark Delaney hjá Aston Villa hefur farið fram á það opinberlega að vera seldur frá félaginu því honum þykir sem liðið hafi engan áhuga á að gera við sig nýjan samning. Delaney er landsliðsmaður Wales og á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Villa, en David O´Leary stjóri Villa, segist ekki vilja semja við hann nema hann komi sér í betra form en verið hefur. Sport 22.12.2005 18:37 Minningarathöfn um Richard Burns haldin í dag Í dag var haldin sérstök minningarathöfn um rallýkappann Richard Burns, en hann lést af völdum heilaæxlis í síðasta mánuði, aðeins 34 ára að aldri. Burns er eini Englendingurinn sem hefur unnið heimsmeistaratitil ökumanna í ralli, en hann náði þeim árangri á Subaru-bíl sínum árið 2001. Sport 22.12.2005 18:26 Mér verður ekki sagt að þegja Jose Mourinho hefur lýst því yfir að honum verði ekki sagt að þegja og segist muni halda áfram að tjá skoðanir sínar. Þetta segir hann á meðan hann bíður eftir úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla hans um leikmann Wigan, sem hann kallaði svindlara í leik Wigan og Chelsea á dögunum. Sport 22.12.2005 18:10 Bayern mætir Mainz í 8-liða úrslitunum Bayern Munchen tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins með sigri á HSV 1-0. Það var enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem skoraði mark Bayern í framlengingu. Þriðjudeildarlið St.Pauli sló Hertha Berlin úr keppni með sigri í framlengingu 4-3. Sport 22.12.2005 17:06 Tottenham heldur Mido lengur en áætlað var Enska úrvalsdeildarliðið Tottenahm er við það að ná samningum við egypska knattspyrnusambandið um að fá að halda sóknarmanninum Mido eins lengi og hægt er áður en hann fer í Afríkukeppnina með landsliði sínu. Hann fer væntanlega ekki í keppnina fyrr en fjórum til fimm dögum áður en hún hefst og er það forráðamönnum enska liðsins mikill léttir. Sport 22.12.2005 16:59 Reglur Naismith til sölu Barnabörn Dr. James Naismith, mannsins sem fann upp körfuknattleik árið 1891, hafa nú ákveðið að selja upprunalegu reglurnar sem afi þeirra skrifaði fyrir leikinn á sínum tíma. Þær fást svo sannarlega ekki gefins, því börnin fara fram á tíu milljónir dollara fyrir herlegheitin. Sport 22.12.2005 16:12 Artest verður hjá Indiana fram yfir jól Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers verður hjá liðinu fram yfir hátíðar, en forráðamenn félagsins segjast bjartsýnir á að geta skipt honum í burtu strax eftir jól. Artest er sagður hafa dregið kröfu sína um að verða skipt frá liðinu til baka, en þolinmæði Indiana er einfaldlega á þrotum og víst þykir að hann hafi spilað sinn síðasta leik með liðinu. Sport 22.12.2005 15:59 Ciudad Real tapaði fyrir Portland San Antonio Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu naumlega fyrir Portland San Antonio í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi 28-27. Ólafur skoraði þrjú mörk í leiknum. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, Portland San Antonio er í öðru sæti með 27 stig og Ciudad í því þriðja með 24 stig. Einar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Torrevieja í 29-23 sigri liðsins á Cangas. Sport 22.12.2005 16:52 Tilbúinn að framlengja samning sinn Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hjá Liverpool hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár, en samningur sem hann undirritaði í sumar bauð upp á eins ár framlengingu og búist er við þvi að nýr samningur verði undirritaður fljótlega. Hamann er 32 ára gamall og kom til Liverpool frá Newcastle árið 1999. Hann á að baki 57 landsleiki fyrir Þjóðverja. Sport 22.12.2005 15:45 Æfur út í Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er æfur út í forráðamenn Barcelona fyrir að lýsa nýverið yfir opinberlega að félagið ætlaði sér að ná í franska framherjann Thierry Henry frá Arsenal og segir það vanvirðingu við félagið. Sport 22.12.2005 15:35 Tottenham fær hinn nýja Jaap Stam Eins og fram kom í gærkvöldi er enska úrvalsdeildarliðið Tottenham við það að ganga frá kaupum á unga landsliðsmanninum Ron Vlaar, sem kallaður hefur verið hinn nýji Jaap Stam. Mörg lið höfðu verið á höttunum eftir landsliðsmanninum unga, en hann var nýverið settur í leikbann hjá AZ Alkmaar vegna ummæla sinna í kjölfar þess honum þótti félagið hafa hindrað að Ajax keypti hann til sín. Sport 22.12.2005 15:12 Ég yfirgef ekki sökkvandi skip Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid, segir að leikmenn liðsins verði að sýna samstöðu eftir að þeir töpuðu enn einum heimaleiknum í spænsku deildinni í gærkvöldi. Hann segir jafnframt að hann sé alls ekki á förum frá félaginu. Sport 22.12.2005 14:59 Bíðið með að baula Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að áhorfendur á Old Trafford hafi fullan rétt á að láta liðið heyra það ef það stendur sig ekki á vellinum, en hefur biðlað til þeirra að baula ekki á liðið fyrr en að leik líkur, því það hafi mjög slæm áhrif á liðið ef baulað er á það á meðan á leik stendur. Sport 22.12.2005 14:49 Fékk hrákaslummu í andlitið Hinn umdeildi Robbie Savage hjá Blackburn ærðist eftir leik Middlesbrough og Blackburn í bikarnum í gær og vildi meina að Emanuel Pogatetz hjá Boro hefði hrækt á sig í leiknum. Í dag var honum hinsvegar runnin reiðin og segir að líklega hafi hið óþægilega atvik verið óviljaverk. Sport 22.12.2005 14:38 Keane kynntur til leiks á annan í jólum Stuðningsmenn Celtic í Skotlandi fá tækifæri til að taka formlega á móti nýja leikmanni sínum Roy Keane á annan í jólum, þegar liðið tekur á móti Livingston. Keane verður ekki leikfær með liðinu fyrr en í janúar, en búist er við því að hann fái góðar móttökur þegar hann verður kynntur fyrir leikinn. Sport 22.12.2005 14:33 Tilboði West Ham hafnað Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, hefur hafnað 5,5 milljón punda tilboði West Ham í framherjann Andy Johnson og segir að fyrrum landsliðsmaðurinn ungi sé einfaldlega ekki til sölu. Sport 22.12.2005 13:46 Juventus varði forskot sitt á toppnum Juventus heldur átta stiga forskoti sínu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins, en efstu liðin Juventus, AC Milan og Inter unnu öll sannfærandi sigra í gærkvöldi. Sport 22.12.2005 03:19 Van Persie gæti misst af jólaleikjunum Framherjinn ungi Robin Van Persie hjá Arsenal gæti misst af leikjahrinu liðsins um jól og áramót vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Doncaster í gær. "Robin fékk högg á hnéð og við erum ekki vissir um hve lengi hann verður frá, en hann er nokkuð bólginn," sagði Arsene Wenger, en einnig er óljóst með þáttöku Thierry Henry í næsta leik vegna meiðsla á hásin. Sport 22.12.2005 13:42 « ‹ 297 298 299 300 301 302 303 304 305 … 334 ›
Iðrast orða sinna í garð Wenger Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segist sjá eftir því að hafa kallað Arsene Wenger gluggagægir á sínum tíma og viðurkennir að hann mundi taka orð sín til baka ef hann gæti. Þetta viðurkennir Mourinho í samtali við breska blaðið The Sun. Sport 23.12.2005 13:02
Skjóttu mig ef þú vilt verða frægur Argentíska knattspyrnugoðið Diego Maradona komst í hann krappann á flugvelli í Brasilíu í gær, þegar hann reyndi að troða sér um borð í flugvél eftir að hafa mætt of seint. Hann var handtekinn fyrir að vera með leiðindi á vellinum eftir að ljóst var að hann næði ekki fluginu, en þótti móttökur öryggisvarða heldur glannalegar. Sport 23.12.2005 12:55
Ungverjar fyrstu gestirnir á nýja Wembley Nú hefur verið staðfest að Ungverjar verði fyrsta þjóðin til að mæta Englendingum á nýja Wembley leikvangnum í vor, en framkvæmdir við völlinn standa nú sem hæst og eru raunar margir dauðhræddir um að verkið klárist ekki í tæka tíð fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum. Sport 23.12.2005 12:23
Belgar ráða landsliðsþjálfara Belgíska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að Rene Vanderwycken yrði næsti landsliðsþjálfari Belga í knattspyrnu. Samningur hans nær til ársins 2008, en hann er fyrrum landsliðsmaður og er 52 ára gamall. Vandereycken tekur við af Aime Anthenunis, sem tekur við þjálfun Lokeren í Belgíu. Vandereycken var áður þjálfari Genk. Sport 23.12.2005 12:18
Osasuna saxaði á forskot Barcelona Spútniklið Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni minnkaði forskot Barcelona niður í tvö stig í gærkvöldi, þegar liðið vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í lokaleik ársins í úrvalsdeildinni. Osasuna vann þar með níunda heimasigur sinn í röð, sem er met, og minnkaði forskot meistaranna niður í tvö stig á toppnum. Sport 23.12.2005 12:08
Skelfilegt gengi hjá Leverkusen Hvorki gengur né rekur hjá liði Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta, en landsliðsmaðurinn Jakob Sigurðarson leikur með liðinu. Liðið tapaði enn einum leiknum sínum í gærkvöldi, nú fyrir Nurnberg 83-80 á heimavelli sínum. Jakob kom lítið við sögu í leiknum, en þetta var níunda tap Leverkusen í síðustu tíu leikjum og ljóst að botnbaráttan er það sem koma skal hjá liðinu ef gengi þess lagast ekki. Sport 23.12.2005 11:44
Souness vill að Shearer verði eitt ár enn Graeme Souness, stjóri Newcastle, vill að fyrirliðinn Alan Shearer hætti við að hætta eftir þetta tímabil og verði eitt ár í viðbót með liðinu. Shearer hugleiddi að hætta eftir síðasta tímabil, en fékkst til að halda áfram og nú eru sömu vangavelturnar komnar upp á borð hjá hinum 36 ára gamla sóknarmanns. Sport 23.12.2005 11:33
Leikmenn United lögðu ekki nógu hart að sér Goðsögnin Sir Bobby Charlton hjá Manchester United segir að ástæðan fyrir lélegu gengi félagsins í Meistaradeildinni, þar sem liðið endaði á botni riðils síns og komst ekki einu sinni í Evrópukeppni félagsliða fyrir vikið, sé að leikmenn hafi ekki lagt sig nógu vel fram. Sport 23.12.2005 11:26
Óviss með að fara til Tottenham Varnarmaðurinn ungi, Ron Vlaar hjá AZ Alkmaar í Hollandi, er ekki viss um að hann vilji fara til Englands og ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Tottenham ef marka má heimildir BBC. AZ og Tottenham höfðu samið um kaupverð á leikmanninum, en heimildir herma að hann sé tvístíga með að yfirgefa foreldrahús og flytja til annars lands. Búist er við að Vlaar taki ákvörðun á næstu tveimur vikum. Sport 23.12.2005 11:17
George Burley tekur við Southampton George Burley, fyrrum stjóri Hearts og Ipswich, verður næsti stjóri 1. deildarliðs Southampton, en þetta verður tilkynnt formlega seinnipartinn í dag. Sir Clive Woodward mun gegna stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, en Dave Bassett, sem hefur gegnt stöðu knattspyrnustjóra síðan Harry Redknapp fór til Portsmouth, mun fara frá félaginu. Sport 23.12.2005 11:12
Nowitzki og James heitir Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland vann góðan útisigur á Chicago á útivelli 108-100, þar sem LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland, en Ben Gordon var með 22 stig fyrir Chicago. Dallas lagði Sacramento á útivelli 105-95. Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas, en Mike Bibby skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Sport 23.12.2005 10:59
Sacramento tekur á móti Dallas Leikur Sacramento Kings og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV í nótt. Staða þessara liða er mjög ólík, því lið Sacramento á mjög erfitt uppdráttar í vetur, liðið fékk til sín marga nýja leikmenn í sumar og svo hafa meiðsli sett svip sinn á leik liðsins. Allt gengur hinsvegar í haginn hjá Dallas, sem hefur náð frábærum árangri þrátt fyrir að hafa enn ekki geta stillt upp sínu sterkasta liði í vetur. Sport 22.12.2005 18:49
Krefst þess að fá að fara frá félaginu Hinn 29 ára gamli Mark Delaney hjá Aston Villa hefur farið fram á það opinberlega að vera seldur frá félaginu því honum þykir sem liðið hafi engan áhuga á að gera við sig nýjan samning. Delaney er landsliðsmaður Wales og á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Villa, en David O´Leary stjóri Villa, segist ekki vilja semja við hann nema hann komi sér í betra form en verið hefur. Sport 22.12.2005 18:37
Minningarathöfn um Richard Burns haldin í dag Í dag var haldin sérstök minningarathöfn um rallýkappann Richard Burns, en hann lést af völdum heilaæxlis í síðasta mánuði, aðeins 34 ára að aldri. Burns er eini Englendingurinn sem hefur unnið heimsmeistaratitil ökumanna í ralli, en hann náði þeim árangri á Subaru-bíl sínum árið 2001. Sport 22.12.2005 18:26
Mér verður ekki sagt að þegja Jose Mourinho hefur lýst því yfir að honum verði ekki sagt að þegja og segist muni halda áfram að tjá skoðanir sínar. Þetta segir hann á meðan hann bíður eftir úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla hans um leikmann Wigan, sem hann kallaði svindlara í leik Wigan og Chelsea á dögunum. Sport 22.12.2005 18:10
Bayern mætir Mainz í 8-liða úrslitunum Bayern Munchen tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum þýska bikarsins með sigri á HSV 1-0. Það var enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem skoraði mark Bayern í framlengingu. Þriðjudeildarlið St.Pauli sló Hertha Berlin úr keppni með sigri í framlengingu 4-3. Sport 22.12.2005 17:06
Tottenham heldur Mido lengur en áætlað var Enska úrvalsdeildarliðið Tottenahm er við það að ná samningum við egypska knattspyrnusambandið um að fá að halda sóknarmanninum Mido eins lengi og hægt er áður en hann fer í Afríkukeppnina með landsliði sínu. Hann fer væntanlega ekki í keppnina fyrr en fjórum til fimm dögum áður en hún hefst og er það forráðamönnum enska liðsins mikill léttir. Sport 22.12.2005 16:59
Reglur Naismith til sölu Barnabörn Dr. James Naismith, mannsins sem fann upp körfuknattleik árið 1891, hafa nú ákveðið að selja upprunalegu reglurnar sem afi þeirra skrifaði fyrir leikinn á sínum tíma. Þær fást svo sannarlega ekki gefins, því börnin fara fram á tíu milljónir dollara fyrir herlegheitin. Sport 22.12.2005 16:12
Artest verður hjá Indiana fram yfir jól Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers verður hjá liðinu fram yfir hátíðar, en forráðamenn félagsins segjast bjartsýnir á að geta skipt honum í burtu strax eftir jól. Artest er sagður hafa dregið kröfu sína um að verða skipt frá liðinu til baka, en þolinmæði Indiana er einfaldlega á þrotum og víst þykir að hann hafi spilað sinn síðasta leik með liðinu. Sport 22.12.2005 15:59
Ciudad Real tapaði fyrir Portland San Antonio Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu naumlega fyrir Portland San Antonio í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi 28-27. Ólafur skoraði þrjú mörk í leiknum. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, Portland San Antonio er í öðru sæti með 27 stig og Ciudad í því þriðja með 24 stig. Einar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Torrevieja í 29-23 sigri liðsins á Cangas. Sport 22.12.2005 16:52
Tilbúinn að framlengja samning sinn Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hjá Liverpool hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár, en samningur sem hann undirritaði í sumar bauð upp á eins ár framlengingu og búist er við þvi að nýr samningur verði undirritaður fljótlega. Hamann er 32 ára gamall og kom til Liverpool frá Newcastle árið 1999. Hann á að baki 57 landsleiki fyrir Þjóðverja. Sport 22.12.2005 15:45
Æfur út í Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er æfur út í forráðamenn Barcelona fyrir að lýsa nýverið yfir opinberlega að félagið ætlaði sér að ná í franska framherjann Thierry Henry frá Arsenal og segir það vanvirðingu við félagið. Sport 22.12.2005 15:35
Tottenham fær hinn nýja Jaap Stam Eins og fram kom í gærkvöldi er enska úrvalsdeildarliðið Tottenham við það að ganga frá kaupum á unga landsliðsmanninum Ron Vlaar, sem kallaður hefur verið hinn nýji Jaap Stam. Mörg lið höfðu verið á höttunum eftir landsliðsmanninum unga, en hann var nýverið settur í leikbann hjá AZ Alkmaar vegna ummæla sinna í kjölfar þess honum þótti félagið hafa hindrað að Ajax keypti hann til sín. Sport 22.12.2005 15:12
Ég yfirgef ekki sökkvandi skip Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid, segir að leikmenn liðsins verði að sýna samstöðu eftir að þeir töpuðu enn einum heimaleiknum í spænsku deildinni í gærkvöldi. Hann segir jafnframt að hann sé alls ekki á förum frá félaginu. Sport 22.12.2005 14:59
Bíðið með að baula Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að áhorfendur á Old Trafford hafi fullan rétt á að láta liðið heyra það ef það stendur sig ekki á vellinum, en hefur biðlað til þeirra að baula ekki á liðið fyrr en að leik líkur, því það hafi mjög slæm áhrif á liðið ef baulað er á það á meðan á leik stendur. Sport 22.12.2005 14:49
Fékk hrákaslummu í andlitið Hinn umdeildi Robbie Savage hjá Blackburn ærðist eftir leik Middlesbrough og Blackburn í bikarnum í gær og vildi meina að Emanuel Pogatetz hjá Boro hefði hrækt á sig í leiknum. Í dag var honum hinsvegar runnin reiðin og segir að líklega hafi hið óþægilega atvik verið óviljaverk. Sport 22.12.2005 14:38
Keane kynntur til leiks á annan í jólum Stuðningsmenn Celtic í Skotlandi fá tækifæri til að taka formlega á móti nýja leikmanni sínum Roy Keane á annan í jólum, þegar liðið tekur á móti Livingston. Keane verður ekki leikfær með liðinu fyrr en í janúar, en búist er við því að hann fái góðar móttökur þegar hann verður kynntur fyrir leikinn. Sport 22.12.2005 14:33
Tilboði West Ham hafnað Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, hefur hafnað 5,5 milljón punda tilboði West Ham í framherjann Andy Johnson og segir að fyrrum landsliðsmaðurinn ungi sé einfaldlega ekki til sölu. Sport 22.12.2005 13:46
Juventus varði forskot sitt á toppnum Juventus heldur átta stiga forskoti sínu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins, en efstu liðin Juventus, AC Milan og Inter unnu öll sannfærandi sigra í gærkvöldi. Sport 22.12.2005 03:19
Van Persie gæti misst af jólaleikjunum Framherjinn ungi Robin Van Persie hjá Arsenal gæti misst af leikjahrinu liðsins um jól og áramót vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Doncaster í gær. "Robin fékk högg á hnéð og við erum ekki vissir um hve lengi hann verður frá, en hann er nokkuð bólginn," sagði Arsene Wenger, en einnig er óljóst með þáttöku Thierry Henry í næsta leik vegna meiðsla á hásin. Sport 22.12.2005 13:42