Viðskipti Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti. Viðskipti erlent 31.10.2007 11:20 Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. Viðskipti innlent 31.10.2007 10:14 Enn lækkar dollarinn Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981. Viðskipti erlent 31.10.2007 09:24 Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár. Viðskipti erlent 31.10.2007 08:56 Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Viðskipti erlent 30.10.2007 20:34 Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. Viðskipti innlent 30.10.2007 15:57 Pundið nálægt hæstu hæðum gagnvart bandaríkjadal Gengi breska sterlingpundsins fór í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal á mörkuðum í dag en 2,066 dalir fengust fyrir hvert pund. Dollarinn hefur ekki verið ódýrari síðan um mitt sumar árið 1981. Viðskipti erlent 30.10.2007 15:29 Fjárfestar bíða stýrivaxtadags Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. Viðskipti erlent 29.10.2007 21:38 SPRON á uppleið en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 3,66 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en þetta er annar dagurinn í röð sem markaðsvirði bankans hefur hækkað eftir mikla niðursveiflu frá fyrsta viðskiptadegi á þriðjudag. Á sama tíma hefur gengi Icelandair fallið um rúm átta prósent. Viðskipti innlent 29.10.2007 10:44 Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru Bilið á milli bandaríkjadals og evru jókst í dag þegar dalur lækkaði í verði en gengismunur myntanna hefur aldrei verið meiri. Helsti orsakavaldurinn eru auknar væntingar að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. Viðskipti erlent 26.10.2007 12:54 Eimskip selur Air Atlanta Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:34 Gengi SPRON hækkar í fyrsta sinn Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:28 Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3. Viðskipti erlent 26.10.2007 09:06 Afkoma Bakkavarar undir spám Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda. Viðskipti innlent 25.10.2007 16:12 Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Fjármálaskýrendur telja samdráttarskeið yfirvofandi vestanhafs bregðist seðlabanki Bandaríkjanna ekki við. Viðskipti erlent 25.10.2007 16:05 Gengi Hamiðjunnar á hraðri uppleið Gengi hlutabréfa í Hampiðjunni rauk upp um 8,33 prósent í þremur viðskiptum í Kauphöllinni í dag, sem er langt umfram önnur félög sem skráð eru á markað hér á landi. Þá hækkaði gengi bréfa í Existu sömuleiðis um tæp 2,5 prósent en félagið skilaði betri afkomu á þriðja ársfjóðurngi en greiningardeildir bankanna höfðu reiknað með. Viðskipti innlent 25.10.2007 15:46 Líkur á milli lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Líkur hafa aukist til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag í næstu viku. Breska blaðið Times segir slök uppgjör fjármálafyrirtækja vestanhafs og áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði þar í landi vísbendingu um næstu ákvörðun bankans. Viðskipti erlent 25.10.2007 12:30 Moody's staðfestir lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis og segir horfur stöðugar. Viðskipti innlent 25.10.2007 10:31 Bréf í Straumi lækka í Kauphöllinni Gengi bréfa í Straumi hefur lækkað um 2,59 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í morgun. Uppgjörið var nokkru undir væntingum enda dróst hagnaðurinn talsvert saman á milli ára. Viðskipti innlent 25.10.2007 10:29 Hagnaður Nintendo tvöfaldast Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði 132,4 milljörðum jena, jafnvirði 70,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum og þriðja ársfjórðungi samanborið við 54,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt betri afkoma en í fyrra. Leikjavísir 25.10.2007 09:16 Lækkun á bandarískum markaði gekk til baka Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók dýfu skömmu eftir opnun markaða í dag í kjölfar þess að fjárfestingabankinn Merrill Lynch greindi frá slöku uppgjöri auk þess sem sala á fasteignum dróst saman um átta prósent á milli mánaða í september. Það jafnaði sig eftir því sem á leið daginn, mismikið þó. Viðskipti erlent 24.10.2007 21:10 Mikill samdráttur í fasteignasölu í BNA Sala á notuðu húsnæði dróst saman um átta prósenta á milli mánaða í Bandaríkjunum í september en samdráttur sem þessi hefur ekki sést vestanhafs í sextán ár. Þá er þetta nokkru meiri samdráttur en reiknað var með. Viðskipti erlent 24.10.2007 15:18 Merrill Lynch skilar fyrsta tapinu í sex ár Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði 2,3 milljarða dala, tæplega 140 milljarða króna, tapi á þriðja ársfjórðungi. Tapið er að mestu tilkomið vegna tapaðra fasteignaútlána en bankinn varð vegna þessa að afskrifa 7,9 milljarða dala. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um þrjá milljarða dala. Viðskipti erlent 24.10.2007 12:44 LÍ spáir hærri verðbólgu í nóvember Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki töluvert, eða um 0,3 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi þetta eftir hækkar verðbólgan úr 4,5 prósent í október í 4,8 prósent í næsta mánuði. Viðskipti innlent 24.10.2007 12:14 Dapurt uppgjör hjá Stork Hollenska iðnsamstæðan Stork NV skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 20 milljónum evra, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna, á fjórðungnum, sem er talsvert undir væntingum markaðsaðila sem höfðu reikna með tíu milljónum evrum meira. Viðskipti erlent 24.10.2007 12:00 Slæmur fjórðungur hjá BP Árið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir breska olíurisann BP. Fyrrum forstjóri félagsins tók poka sinn í byrjun sumars og nú dróst hagnaður félagsins saman um 45 prósent á milli ára. Viðskipti erlent 24.10.2007 09:36 Harry Potter galdraði fram hagnað hjá Amazon.com Bandaríska netverslunin Amazon.com tók inn 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða íslenskra króna, í hagnað á þriðja ársafjórðungi sem er fjórfalt meira en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um afar góða sölu á nýjustu og síðustu bókinni í flokknum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, sem rauk út eins og heitar lummur. Viðskipti erlent 24.10.2007 09:03 Afkoma Handelsbanken á pari við væntingar Sænski Handelsbanken hagnaðist um rúma 2,5 milljarða króna, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og lítillega yfir væntingum markaðsaðila. Viðskipti erlent 23.10.2007 16:49 Olíuverð lækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði talsvert á fjármálamörkuðum í dag eftir að viðræður hófust á milli stjórnvalda í Tyrklandi og Kúrda í norðurhéruðum Írak. Þá spilar inní að gert er ráð fyrir að olíubirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23.10.2007 16:20 Kristján hættur hjá FL Group Kristján Kristjánsson hefur látið af störfum sem forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Starfsmönnum var tilkynnt um ákvörðunina í gær. Kristján, sem áður var í Kastljósi Sjónvarpsins, var ráðinn til starfa hjá félaginu í fyrrahaust og hefur því starfað hjá félaginu í rétt rúmt ár. Viðskipti innlent 23.10.2007 09:10 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 223 ›
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti. Viðskipti erlent 31.10.2007 11:20
Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. Viðskipti innlent 31.10.2007 10:14
Enn lækkar dollarinn Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981. Viðskipti erlent 31.10.2007 09:24
Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár. Viðskipti erlent 31.10.2007 08:56
Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Viðskipti erlent 30.10.2007 20:34
Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. Viðskipti innlent 30.10.2007 15:57
Pundið nálægt hæstu hæðum gagnvart bandaríkjadal Gengi breska sterlingpundsins fór í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal á mörkuðum í dag en 2,066 dalir fengust fyrir hvert pund. Dollarinn hefur ekki verið ódýrari síðan um mitt sumar árið 1981. Viðskipti erlent 30.10.2007 15:29
Fjárfestar bíða stýrivaxtadags Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. Viðskipti erlent 29.10.2007 21:38
SPRON á uppleið en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 3,66 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en þetta er annar dagurinn í röð sem markaðsvirði bankans hefur hækkað eftir mikla niðursveiflu frá fyrsta viðskiptadegi á þriðjudag. Á sama tíma hefur gengi Icelandair fallið um rúm átta prósent. Viðskipti innlent 29.10.2007 10:44
Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru Bilið á milli bandaríkjadals og evru jókst í dag þegar dalur lækkaði í verði en gengismunur myntanna hefur aldrei verið meiri. Helsti orsakavaldurinn eru auknar væntingar að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. Viðskipti erlent 26.10.2007 12:54
Eimskip selur Air Atlanta Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:34
Gengi SPRON hækkar í fyrsta sinn Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:28
Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3. Viðskipti erlent 26.10.2007 09:06
Afkoma Bakkavarar undir spám Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda. Viðskipti innlent 25.10.2007 16:12
Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Fjármálaskýrendur telja samdráttarskeið yfirvofandi vestanhafs bregðist seðlabanki Bandaríkjanna ekki við. Viðskipti erlent 25.10.2007 16:05
Gengi Hamiðjunnar á hraðri uppleið Gengi hlutabréfa í Hampiðjunni rauk upp um 8,33 prósent í þremur viðskiptum í Kauphöllinni í dag, sem er langt umfram önnur félög sem skráð eru á markað hér á landi. Þá hækkaði gengi bréfa í Existu sömuleiðis um tæp 2,5 prósent en félagið skilaði betri afkomu á þriðja ársfjóðurngi en greiningardeildir bankanna höfðu reiknað með. Viðskipti innlent 25.10.2007 15:46
Líkur á milli lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Líkur hafa aukist til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag í næstu viku. Breska blaðið Times segir slök uppgjör fjármálafyrirtækja vestanhafs og áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði þar í landi vísbendingu um næstu ákvörðun bankans. Viðskipti erlent 25.10.2007 12:30
Moody's staðfestir lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis og segir horfur stöðugar. Viðskipti innlent 25.10.2007 10:31
Bréf í Straumi lækka í Kauphöllinni Gengi bréfa í Straumi hefur lækkað um 2,59 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í morgun. Uppgjörið var nokkru undir væntingum enda dróst hagnaðurinn talsvert saman á milli ára. Viðskipti innlent 25.10.2007 10:29
Hagnaður Nintendo tvöfaldast Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði 132,4 milljörðum jena, jafnvirði 70,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum og þriðja ársfjórðungi samanborið við 54,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt betri afkoma en í fyrra. Leikjavísir 25.10.2007 09:16
Lækkun á bandarískum markaði gekk til baka Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók dýfu skömmu eftir opnun markaða í dag í kjölfar þess að fjárfestingabankinn Merrill Lynch greindi frá slöku uppgjöri auk þess sem sala á fasteignum dróst saman um átta prósent á milli mánaða í september. Það jafnaði sig eftir því sem á leið daginn, mismikið þó. Viðskipti erlent 24.10.2007 21:10
Mikill samdráttur í fasteignasölu í BNA Sala á notuðu húsnæði dróst saman um átta prósenta á milli mánaða í Bandaríkjunum í september en samdráttur sem þessi hefur ekki sést vestanhafs í sextán ár. Þá er þetta nokkru meiri samdráttur en reiknað var með. Viðskipti erlent 24.10.2007 15:18
Merrill Lynch skilar fyrsta tapinu í sex ár Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði 2,3 milljarða dala, tæplega 140 milljarða króna, tapi á þriðja ársfjórðungi. Tapið er að mestu tilkomið vegna tapaðra fasteignaútlána en bankinn varð vegna þessa að afskrifa 7,9 milljarða dala. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um þrjá milljarða dala. Viðskipti erlent 24.10.2007 12:44
LÍ spáir hærri verðbólgu í nóvember Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki töluvert, eða um 0,3 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi þetta eftir hækkar verðbólgan úr 4,5 prósent í október í 4,8 prósent í næsta mánuði. Viðskipti innlent 24.10.2007 12:14
Dapurt uppgjör hjá Stork Hollenska iðnsamstæðan Stork NV skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 20 milljónum evra, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna, á fjórðungnum, sem er talsvert undir væntingum markaðsaðila sem höfðu reikna með tíu milljónum evrum meira. Viðskipti erlent 24.10.2007 12:00
Slæmur fjórðungur hjá BP Árið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir breska olíurisann BP. Fyrrum forstjóri félagsins tók poka sinn í byrjun sumars og nú dróst hagnaður félagsins saman um 45 prósent á milli ára. Viðskipti erlent 24.10.2007 09:36
Harry Potter galdraði fram hagnað hjá Amazon.com Bandaríska netverslunin Amazon.com tók inn 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða íslenskra króna, í hagnað á þriðja ársafjórðungi sem er fjórfalt meira en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um afar góða sölu á nýjustu og síðustu bókinni í flokknum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, sem rauk út eins og heitar lummur. Viðskipti erlent 24.10.2007 09:03
Afkoma Handelsbanken á pari við væntingar Sænski Handelsbanken hagnaðist um rúma 2,5 milljarða króna, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og lítillega yfir væntingum markaðsaðila. Viðskipti erlent 23.10.2007 16:49
Olíuverð lækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði talsvert á fjármálamörkuðum í dag eftir að viðræður hófust á milli stjórnvalda í Tyrklandi og Kúrda í norðurhéruðum Írak. Þá spilar inní að gert er ráð fyrir að olíubirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23.10.2007 16:20
Kristján hættur hjá FL Group Kristján Kristjánsson hefur látið af störfum sem forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Starfsmönnum var tilkynnt um ákvörðunina í gær. Kristján, sem áður var í Kastljósi Sjónvarpsins, var ráðinn til starfa hjá félaginu í fyrrahaust og hefur því starfað hjá félaginu í rétt rúmt ár. Viðskipti innlent 23.10.2007 09:10