Líkur á milli lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum 25. október 2007 12:30 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður íhuga vel næstu skref bankans. Líkur hafa aukist til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag í næstu viku. Breska blaðið Times segir slök uppgjör fjármálafyrirtækja vestanhafs og áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði þar í landi vísbendingu um næstu ákvörðun bankans. Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum víða um heim á rót að rekja til mikillar vanskilaaukningar á bandarískum fasteignalánamarkaði á þessu ári og lækkunar á fasteignaverði, sem fjármálaskýrendur segja að sé tilkomin vegna hárra stýrivaxta í Bandaríkjunum. Hætta sé á að neytendur haldi að sér höndum og geti það dregið úr hagvexti víða, ekki síst í Bandaríkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur brugðist við versnandi efnahagshorfum með ýmsum hætti, svo sem með því að veita hundruð milljörðum bandaríkjadala inn í hagkerfið og lækka bæði vexti á millibankalán og stýrivexti í síðasta mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði fyrir stýrivaxtafund bankans í síðasta mánuði að bankinn myndi ekki lækka stýrivexti fyrr en verðbólga taki að hjaðna. Fjármálaskýrendur töldu hins vegar að efnahagshorfur til lengri tíma væri bankanum meira áhyggjuefni en verðbólgan og því muni hann fremur einbeita sér að því að lækka stýrivexti til að koma í veg fyrir að hagvöxtur dragist saman. Stýrivexti í Bandaríkjunum standa nú í 4,75 prósentum. Gangi stýrivaxtaspáin eftir fara þeir niður í allt að 4,25 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Líkur hafa aukist til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag í næstu viku. Breska blaðið Times segir slök uppgjör fjármálafyrirtækja vestanhafs og áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði þar í landi vísbendingu um næstu ákvörðun bankans. Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum víða um heim á rót að rekja til mikillar vanskilaaukningar á bandarískum fasteignalánamarkaði á þessu ári og lækkunar á fasteignaverði, sem fjármálaskýrendur segja að sé tilkomin vegna hárra stýrivaxta í Bandaríkjunum. Hætta sé á að neytendur haldi að sér höndum og geti það dregið úr hagvexti víða, ekki síst í Bandaríkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur brugðist við versnandi efnahagshorfum með ýmsum hætti, svo sem með því að veita hundruð milljörðum bandaríkjadala inn í hagkerfið og lækka bæði vexti á millibankalán og stýrivexti í síðasta mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði fyrir stýrivaxtafund bankans í síðasta mánuði að bankinn myndi ekki lækka stýrivexti fyrr en verðbólga taki að hjaðna. Fjármálaskýrendur töldu hins vegar að efnahagshorfur til lengri tíma væri bankanum meira áhyggjuefni en verðbólgan og því muni hann fremur einbeita sér að því að lækka stýrivexti til að koma í veg fyrir að hagvöxtur dragist saman. Stýrivexti í Bandaríkjunum standa nú í 4,75 prósentum. Gangi stýrivaxtaspáin eftir fara þeir niður í allt að 4,25 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira