Hagnaður Nintendo tvöfaldast 25. október 2007 09:16 Frá kynningu á Wii-leikjatölvunni seint á síðasta ári sem hefur reynst Nintendo gullnáma. Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði 132,4 milljörðum jena, jafnvirði 70,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum og þriðja ársfjórðungi samanborið við 54,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt betri afkoma en í fyrra. Mestu munar um mikla eftirspurn eftir Wii leikjatölvunni frá Nintendo um allan heim, sem hefur selst í 7,3 milljónum eintaka frá því hún kom á markað seint á síðasta ári en hún ber höfuð og herðar yfir hina keppinautana, Sony og Microsoft. Þá hefur sala á DS-leikjatölvum fyrirtækisins verið góð. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að enn muni bæta í söluna og reiknar með að á bilinu 16,5 til 17,5 milljón leikjatölvur verði komnar í hendur nýrra eigenda í lok mars á næsta ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði 132,4 milljörðum jena, jafnvirði 70,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum og þriðja ársfjórðungi samanborið við 54,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt betri afkoma en í fyrra. Mestu munar um mikla eftirspurn eftir Wii leikjatölvunni frá Nintendo um allan heim, sem hefur selst í 7,3 milljónum eintaka frá því hún kom á markað seint á síðasta ári en hún ber höfuð og herðar yfir hina keppinautana, Sony og Microsoft. Þá hefur sala á DS-leikjatölvum fyrirtækisins verið góð. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að enn muni bæta í söluna og reiknar með að á bilinu 16,5 til 17,5 milljón leikjatölvur verði komnar í hendur nýrra eigenda í lok mars á næsta ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira