Viðskipti Hagnaður Royal Bank of Scotland jókst um 18 prósent Royal Bank of Scotland, næststærsti banki Bretlandseyja, hagnaðist um 7,3 milljarða punda, jafnvirði um 950 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samanborið við 6,2 milljarða í hitteðfyrra. Viðskipti erlent 28.2.2008 09:26 Evrópusambandið sektar Microsoft um 91 milljarð Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum. Viðskipti erlent 27.2.2008 13:42 Olíuverð í sögulegu hámarki Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Viðskipti erlent 27.2.2008 11:02 Jafnréttissjónarmið réðu ákvörðun Hildar Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Viðskipti innlent 27.2.2008 10:00 Bandaríkjadalur í metlægð gagnvart evru Gengi bandaríkjadals gagnvart evru hefur hríðlækkað í kjölfar snarprar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum frá því í haust og er nú svo komið að hann hefur aldrei verið lægri gagnvart evru. Hlut að máli á sömuleiðis styrking á gengi evru, sem hefur sjaldan verið sterkara. Viðskipti erlent 27.2.2008 09:14 Græn ljós kviknuðu á síðustu metrunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók kipp upp á við á síðasta hálftímanum sem markaðir voru opnir vestanhafs í dag. Stærstan þátt í viðsnúningnum á á CNBC sjónvarpsfréttastöðin vestra, sem greindi frá því skömmu fyrir lokun markaða að snemma í næstu viku verði greint frá jákvæðum fréttum sem komi skuldatryggingafyrirtækinu Ambac Financial Group til bjargar. Viðskipti erlent 22.2.2008 21:32 Úrvalsvísitalan undir 5.000 stigin Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,90 prósent í Kauphöll Íslands í dag og fór hún undir 5.000 stigin eftir hádegi í dag. Vísitalan stendur nú í 4.990 stigum og hefur fallið um rétt rúmt 21 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 22.2.2008 13:15 Hagnaður Icelandair tekur dýfu Hagnaður Icelandair Group dróst verulega saman á milli ára í fyrra. Hagnaðurinn nam 257 milljónum króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Þá tapaði félagið 780 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi samanborið 551 milljóna króna tap á sama tíma árið á undan. Viðskipti innlent 21.2.2008 22:45 Atlantic Airways á uppleið í Kauphöllinni Færeyingarnir hjá flugfélaginu Atlantic Airways flugu upp um sex prósent prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en afkomutölur félagsins fyrir síðasta ár voru birtar í gær. Félagið skilaði hagnaði upp á jafnvirði 312 milljóna íslenskra króna í fyrra, sem er besta ár í sögu Atlantic Airways. Viðskipti innlent 21.2.2008 16:46 Stórfelldur samdráttur hjá Société Generale Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára. Viðskipti erlent 21.2.2008 08:53 Býst við gjaldþroti íslenskra banka Davis Karsbøl yfirmaður greiningardeildar Saxo bankans segir á fréttavef Børsen að líkur á því að Kaupþing verði gjaldþrota hafi aldrei verið meiri. Hann telur að komandi ár eftir að reynast íslensku bönkunum erfitt og segist ekki verða undrandi ef einn eða tveir stóru íslensku bankanna verði gjaldþrota fyrir árslok. Kaupþing sé þar líklegastur þar sem hann hafi orðið verst úti með tilliti til skuldatryggingarálags bankans sem hafi aldrei verið hærra. Viðskipti innlent 20.2.2008 14:10 Færeyjabanki fellur um fimm prósent Gengi hlutabréfa í Föroya banka féll um rétt rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 129 dönskum krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Að öðru leyti hefur verið lækkun í Kauphöllinni líkt og víðar í evrópskum kauphöllum í dag. Viðskipti innlent 20.2.2008 10:27 Hlutabréf niður og olíuverð í methæðir Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. Viðskipti erlent 19.2.2008 21:10 Ánægja með störf Lárusar Welding Stjórn Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Markaðnum í gær og í morgun þess efnis að breytingar séu fyrirhugaðar á stjórn bankans og að orðrómur sé um að Lárus Welding, forstjóri, standi upp fyrir nýjum manni. Viðskipti innlent 19.2.2008 09:00 Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland, sem FL Group átti stóran hlut í um tíma, skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er mesti hagnaður í sögu bankans. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:34 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:03 Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Viðskipti erlent 14.2.2008 15:27 Verðbólga í Zimbabve í himinhæðum Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve er komin langt upp fyrir Himnaríki en hún mældist 66.212,3 prósent í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. Viðskipti erlent 14.2.2008 13:56 Fyrsta tap í sögu UBS Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.2.2008 09:50 FL Group seldi öll bréfin í AMR FL Group hefur selt öll hlutabréf sín í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group. Félagið flaggaði tæpum sex prósenta hlut í þessu móðurfélagi American Airlines, einu stærsta flugfélagi heims, skömmu fyrir áramótin í hitteðfyrra og átti þegar mest lét rúman níu prósenta hlut. Viðskipti innlent 13.2.2008 18:25 Ríkisstjórnin leiðréttir rangfærslur um íslenskt efnahagslíf Ríkisstjórn Íslands hyggst funda með aðilum á fjármálamarkaði um aðgerðir gegn hugsanlegir lánsfjárkreppu á hér á landi. Hún er auk þess reiðubúin til að fara erlendis og leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag. Viðskipti innlent 13.2.2008 13:36 Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 13.2.2008 13:23 Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. Viðskipti erlent 13.2.2008 11:31 FL Group stökk upp í byrjun dags Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum. Viðskipti innlent 13.2.2008 10:11 Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 13.2.2008 09:09 Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 12.2.2008 21:04 Hagnaður Marels 602 milljónir króna í fyrra Marel hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði rúmra 602 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 12.2.2008 17:16 Fyrsta hækkun í Kauphöllinni í hálfan mánuð Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 7,3 prósent síðla dags í Kauphöllinni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Úrvalsvísitalan hækkar í enda dags í hálfan mánuð. Viðskipti innlent 12.2.2008 16:29 Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.2.2008 09:11 Eik banki hækkaði en mörg félög skrapa botninn Hinn færeyski einkbanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,07 prósent. Flaga hækkaði um tæp tvö prósent og 365 um 0,6 prósent. Viðskipti innlent 8.2.2008 16:40 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 223 ›
Hagnaður Royal Bank of Scotland jókst um 18 prósent Royal Bank of Scotland, næststærsti banki Bretlandseyja, hagnaðist um 7,3 milljarða punda, jafnvirði um 950 milljarða íslenskra króna á síðasta ári samanborið við 6,2 milljarða í hitteðfyrra. Viðskipti erlent 28.2.2008 09:26
Evrópusambandið sektar Microsoft um 91 milljarð Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum. Viðskipti erlent 27.2.2008 13:42
Olíuverð í sögulegu hámarki Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Viðskipti erlent 27.2.2008 11:02
Jafnréttissjónarmið réðu ákvörðun Hildar Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Viðskipti innlent 27.2.2008 10:00
Bandaríkjadalur í metlægð gagnvart evru Gengi bandaríkjadals gagnvart evru hefur hríðlækkað í kjölfar snarprar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum frá því í haust og er nú svo komið að hann hefur aldrei verið lægri gagnvart evru. Hlut að máli á sömuleiðis styrking á gengi evru, sem hefur sjaldan verið sterkara. Viðskipti erlent 27.2.2008 09:14
Græn ljós kviknuðu á síðustu metrunum Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók kipp upp á við á síðasta hálftímanum sem markaðir voru opnir vestanhafs í dag. Stærstan þátt í viðsnúningnum á á CNBC sjónvarpsfréttastöðin vestra, sem greindi frá því skömmu fyrir lokun markaða að snemma í næstu viku verði greint frá jákvæðum fréttum sem komi skuldatryggingafyrirtækinu Ambac Financial Group til bjargar. Viðskipti erlent 22.2.2008 21:32
Úrvalsvísitalan undir 5.000 stigin Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,90 prósent í Kauphöll Íslands í dag og fór hún undir 5.000 stigin eftir hádegi í dag. Vísitalan stendur nú í 4.990 stigum og hefur fallið um rétt rúmt 21 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 22.2.2008 13:15
Hagnaður Icelandair tekur dýfu Hagnaður Icelandair Group dróst verulega saman á milli ára í fyrra. Hagnaðurinn nam 257 milljónum króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Þá tapaði félagið 780 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi samanborið 551 milljóna króna tap á sama tíma árið á undan. Viðskipti innlent 21.2.2008 22:45
Atlantic Airways á uppleið í Kauphöllinni Færeyingarnir hjá flugfélaginu Atlantic Airways flugu upp um sex prósent prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en afkomutölur félagsins fyrir síðasta ár voru birtar í gær. Félagið skilaði hagnaði upp á jafnvirði 312 milljóna íslenskra króna í fyrra, sem er besta ár í sögu Atlantic Airways. Viðskipti innlent 21.2.2008 16:46
Stórfelldur samdráttur hjá Société Generale Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára. Viðskipti erlent 21.2.2008 08:53
Býst við gjaldþroti íslenskra banka Davis Karsbøl yfirmaður greiningardeildar Saxo bankans segir á fréttavef Børsen að líkur á því að Kaupþing verði gjaldþrota hafi aldrei verið meiri. Hann telur að komandi ár eftir að reynast íslensku bönkunum erfitt og segist ekki verða undrandi ef einn eða tveir stóru íslensku bankanna verði gjaldþrota fyrir árslok. Kaupþing sé þar líklegastur þar sem hann hafi orðið verst úti með tilliti til skuldatryggingarálags bankans sem hafi aldrei verið hærra. Viðskipti innlent 20.2.2008 14:10
Færeyjabanki fellur um fimm prósent Gengi hlutabréfa í Föroya banka féll um rétt rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 129 dönskum krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Að öðru leyti hefur verið lækkun í Kauphöllinni líkt og víðar í evrópskum kauphöllum í dag. Viðskipti innlent 20.2.2008 10:27
Hlutabréf niður og olíuverð í methæðir Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. Viðskipti erlent 19.2.2008 21:10
Ánægja með störf Lárusar Welding Stjórn Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Markaðnum í gær og í morgun þess efnis að breytingar séu fyrirhugaðar á stjórn bankans og að orðrómur sé um að Lárus Welding, forstjóri, standi upp fyrir nýjum manni. Viðskipti innlent 19.2.2008 09:00
Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland, sem FL Group átti stóran hlut í um tíma, skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er mesti hagnaður í sögu bankans. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:34
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:03
Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Viðskipti erlent 14.2.2008 15:27
Verðbólga í Zimbabve í himinhæðum Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve er komin langt upp fyrir Himnaríki en hún mældist 66.212,3 prósent í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. Viðskipti erlent 14.2.2008 13:56
Fyrsta tap í sögu UBS Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.2.2008 09:50
FL Group seldi öll bréfin í AMR FL Group hefur selt öll hlutabréf sín í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group. Félagið flaggaði tæpum sex prósenta hlut í þessu móðurfélagi American Airlines, einu stærsta flugfélagi heims, skömmu fyrir áramótin í hitteðfyrra og átti þegar mest lét rúman níu prósenta hlut. Viðskipti innlent 13.2.2008 18:25
Ríkisstjórnin leiðréttir rangfærslur um íslenskt efnahagslíf Ríkisstjórn Íslands hyggst funda með aðilum á fjármálamarkaði um aðgerðir gegn hugsanlegir lánsfjárkreppu á hér á landi. Hún er auk þess reiðubúin til að fara erlendis og leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag. Viðskipti innlent 13.2.2008 13:36
Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 13.2.2008 13:23
Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. Viðskipti erlent 13.2.2008 11:31
FL Group stökk upp í byrjun dags Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum. Viðskipti innlent 13.2.2008 10:11
Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 13.2.2008 09:09
Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 12.2.2008 21:04
Hagnaður Marels 602 milljónir króna í fyrra Marel hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði rúmra 602 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 12.2.2008 17:16
Fyrsta hækkun í Kauphöllinni í hálfan mánuð Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 7,3 prósent síðla dags í Kauphöllinni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Úrvalsvísitalan hækkar í enda dags í hálfan mánuð. Viðskipti innlent 12.2.2008 16:29
Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.2.2008 09:11
Eik banki hækkaði en mörg félög skrapa botninn Hinn færeyski einkbanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,07 prósent. Flaga hækkaði um tæp tvö prósent og 365 um 0,6 prósent. Viðskipti innlent 8.2.2008 16:40
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent