Til samanburðar stóð verðbólgan í 26.740 prósentum í nóvember síðastliðnum.
Efnahagslífið suðurfrá er afar bágborið, að sögn breska ríkisútvarpsins. Verð á matvöru, sem enn er til í landinu, er afar hátt, skortur er á eldsneyti og um 80 prósent landsmanna undir fátæktarmörkum. Talið er að allt að þrjár milljónir íbúa landsins hafi flúið yfir til Suður-Afríku, að sögn breska ríkisútvarpsins.
Seðlabanki landsins hefur brugðist við verðbólguvandanum með útgáfu nýrra peningaseðla með fleiri núllum en þekkst hefur í nokkru hagkerfi. Þannig mun 200 þúsund dala seðillinn hafa veri kynntur til sögunnar fyrir skömmu.