Hlutabréf niður og olíuverð í methæðir 19. febrúar 2008 21:10 Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. Litlar skýringar eru á hækkun olíuverðsins því dregið hefur úr eftirspurn og framboð nægt. Fjárfestar hafa hins vegar í auknum mæli veðjað á frekari hækkun með framvirkum samningum, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Fréttastofan segir þó segir ekki loku fyrir það skotið að OPEC-ríkin, sem framleiða um fjörutíu prósent af allri hráolíu, dragi úr olíuframleiðslu á fundi sínum í næsta mánuði. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals frekar í dag sem gæti hafa ýtt undir verðhækkunina, að sögn fréttastofu Associted Press. Heimsmarkaðsverð á hráolíu endaði í 100,01 dal á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sé tekið til tillits til verðbólgu á það þó enn langt í land að ná metverðinu árið 1980. Fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Schaffer's Investment Research í Bandaríkjunum, að verðhækkunin gæti farið út í verðlag og aukið verðbólgu frekar. Gerist það gæti þróunin leitt til þess að seðlabanki Bandaríkjanna dragi úr frekari lækkun stýrivaxta og snúi sér á ný að því að ýta verðbólgudrauginum út.Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,09 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,67 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir hundrað dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra í enda dags. Litlar skýringar eru á hækkun olíuverðsins því dregið hefur úr eftirspurn og framboð nægt. Fjárfestar hafa hins vegar í auknum mæli veðjað á frekari hækkun með framvirkum samningum, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Fréttastofan segir þó segir ekki loku fyrir það skotið að OPEC-ríkin, sem framleiða um fjörutíu prósent af allri hráolíu, dragi úr olíuframleiðslu á fundi sínum í næsta mánuði. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals frekar í dag sem gæti hafa ýtt undir verðhækkunina, að sögn fréttastofu Associted Press. Heimsmarkaðsverð á hráolíu endaði í 100,01 dal á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sé tekið til tillits til verðbólgu á það þó enn langt í land að ná metverðinu árið 1980. Fréttastofan hefur eftir sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtækinu Schaffer's Investment Research í Bandaríkjunum, að verðhækkunin gæti farið út í verðlag og aukið verðbólgu frekar. Gerist það gæti þróunin leitt til þess að seðlabanki Bandaríkjanna dragi úr frekari lækkun stýrivaxta og snúi sér á ný að því að ýta verðbólgudrauginum út.Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,09 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,67 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira