Viðskipti

Fréttamynd

Marel kaupir danskan keppinaut

Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Auknar tekjur

Skattskyldar tekjur landsmanna námu 702 milljörðum króna árið 2005 og jukust um 16,8 prósent frá fyrra ári, segir í nýútkomnu Vefriti fjármálaráðuneytisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Átján milljarða vöruskiptahalli

Vöruskiptahalli nam átján milljörðum króna í júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur dróst saman um nærri fjórðung og nam sautján milljörðum króna. Flutt var inn fyrir þrjátíu og fimm milljarða króna í mánuðinum. Mest aukning varð á innflutningi á fjárfestingar- og rekstrarvörum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf í Atlas hækka

Yfirtökutilboð Avion Group olli tuttugu prósenta hækkun á bréfum Atlas Cold Storage. Gengið er nú hærra en tilboð Avion hljóðaði upp á.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Egla tapar 892 milljónum

Eignarhaldsfélagið Egla tapaði 892,4 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Egla er að langstærstum hluta í eigu félaga tengdum Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mala gull úr laxinum

Annar stærsti laxeldis- og fóðurframleiðandi heims, norska félagið Cermaq, hagnaðist um 2,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er 150 prósenta betri afkoma en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stórbætt afkoma Alcan

Bandaríski álframleiðandinn Alcan hagnaðist um tæpa 32 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi og jókst hagnaðurinn um rúman helming milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 434 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um sautján prósent milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

BTC hagnast meira

Búlgarska símafélagið BTC skilaði 3,6 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, sem er 58 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Alls nam hagnaður BTC 6,8 milljörðum á fyrri árshelmingi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar

„Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimsferðir færa út kvíarnar

Heimsferðir hafa fest kaup á finnsku ferðaskrifstofunni Matka Vekka Group. Kaupverð var ekki uppgefið. Matka Vekka Group er stærsta ferðaskrifstofa Finnlands; hjá fyrirtækinu starfa tæplega þrjú hundruð manns og er áætluð velta á þessu ári rúmir tólf milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair semur við SAS

Icelandair hefur samið við SGS, afgreiðslufyrirtæki í eigu SAS, og mun fyrirtækið sjá um alla farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EasyJet enn verðmætara

Fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur hækkað verðmatsgengi sitt á easyJet úr 360 pensum á hlut í 450 og spáir góðu ferðamannasumri eins og sést berlega á farþegatölum í júní. EasyJet kemur einnig vel út þegar kennitölur stærstu lággjaldaflugfélaganna eru bornar saman.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meira selt en keypt

Innlendir fjárfestar seldu erlend verðbréf fyrir 6,5 milljarða krónur meira en þeir keyptu í júní. Þetta er 15 milljarða krónu viðsnúningur á þessu fjármagnsflæði frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei meiri vöruskiptahalli

Vörur voru fluttar út fyrir 22,3 milljarða króna í júní en vörur voru fluttar inn fyrir 38,1 milljarð króna. Vöruskipti vöru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna og er það mest vöruskiptahalli í einum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunnafkoma LÍ eykst milli fjórðunga

Stjórnendur Landsbankans eru ánægðir með grunnafkomu bankans á fyrri hluta ársins sem skilaði 17,6 milljarða króna hagnaði fyrir skatta, samanborið við 6,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 25 milljörðum fyrstu sex mánuði ársins. Hugtakið grunnafkoma felur í sér að gengishagnaður af verðbréfum er bakfærður en á móti er vaxtamunur, sem nemur kostnaði bankans af því að vera með fjármuni geymda í bréfunum, leiðréttur. Grunnafkoman var töluvert betri á öðrum ársfjórðungi en fyrsta fjórðungi, enda var gengishagnaður neikvæður á öðrum en jákvæður á þeim fyrsta. Bankinn hefur það þó ávallt að markmiði að fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Bakkavör

Bakkavör Group hf. skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það eftir 67 prósenta aukning á milli ára. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 2 milljörðum króna sem er 83 prósenta aukning frá sama tíma fyrir ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Benz hagnast en Chrysler tapar

Hagnaður bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 1,81 milljarði evra, jafnvirði tæpra 166 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Shell skilaði góðum hagnaði

Olíurisinn Shell skilaði 6,3 milljarða bandaríkjadala, eða rúmlega 457 milljarða króna, hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 36 prósenta hækkun á milli ára og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um tæpar 218 milljónir króna á hverri klukkustund á tímabilinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stjóraskipti hjá Icelandic

Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis Icelandic Group, hefur látið af störfum hjá félaginu. Uppsögnin er samkvæmt samkomulagi og tekur gildi strax, að því er kemur fram í tilkynningu Icelandic Group til Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic til Köben

Atlantic Petroleum, færeyska olíufyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands, hyggur á samhliða skráningu í Dönsku kauphöllinni. "Reglur kauphallanna í Kaupmannahöfn og Reykjavík eru áþekkar og það hafði mikil áhrif á þá ákvörðun okkar að skrá félagið í Kaupmannahöfn", sagði Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum.

Viðskipti innlent