Viðskipti

Fréttamynd

Nýr stjórnarformaður Excel Airways Group

Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, mun taka við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska flugfélagsins Excel Airways. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem taka gildi í lok október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnús verður stjórnarformaður Excel

Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, tekur á næstunni við stjórnarformennsku í breska leiguflugfélaginu Excel Airways Group, sem er í eigu Avion Hann tekur við af Eamonn Mullaney sem hefur tilkynnt um starfslok sín 31. október en hann er einn af stofnendum Excel.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Alfesca 1,1 milljarður króna

Hagnaður af rekstri Alfesca á síðasta ári, sem lauk í júní, nam 12 milljón evrum eða eða tæplega 1,1 milljarði króna. Á fjórða fjárhagsári fyrirtækisins tapaði það hins vegar 603.000 evra eða 53,6 milljónum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá minni hagvexti í Brasilíu

Hagfræðingar á vegum Seðlabanka Brasilíu reikna með 3,2 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári í endurskoðaðri hagvaxtarspá sinni. Minni hagvöxtur í Brasilíu skrifast á HM í Þýskalandi en fjölmörg fyrirtæki gáfu starfsmönnum sínum frí til að fylgjast með leikjum landsliðsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir rétta tímann til krónukaupa

Núna gæti verið rétti tíminn til að kaupa íslenskar krónur þar sem gengi krónunnar er hagstætt um þessar mundir. Þetta er haft eftir Momtchil Pojarliev, sérfræðingi hjá svissneska bankans Pictet & Cie, í frétt á vefsíðu Bloomberg í gær þar sem fjallað var um íslensku krónuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá talsverðri lækkun á verðbólgu

Útlit er fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli ágúst og september og allt bendir til þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki og muni minnka á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í endurskoðaðri verðbólguspá Greiningardeildar Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olían lækkar í verði

Verð á hráolíu lækkaði nokkuð í framvirkum samningum í dag og fór niður fyrir 69 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Verðið hefur ekki verið lægra síðastliðnar 10 vikur. Helsta ástæðan eru færri og minni fellibyljir á yfirstandandi tímabili við Bandaríkin og auknar olíubirgðir þar í landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Risaþotan loksins komin í loftið

A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Stjórn Englandsbanka fundar á fimmtudag til að ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í Bretlandi. Vextirnir voru hækkaðir í byrjun ágúst og standa nú í 4,75 prósentum. Greiningardeild Glitnis hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að líkur séu á óbreyttum stýrivöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmæti Exista á bilinu 211 til 233 milljarðar

Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hreinn Jakobsson til Anza

Hreinn Jakobsson, fyrrum forstjóri Skýrr, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Anza hf. Guðni B. Guðnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, lætur af störfum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður hagvöxtur innan ESB

Hagvöxtur aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) jókst um 0,9 prósent á öðrum ársfjórðungi sem er 0,1 prósentustigi meira en í fjórðungnum á undan. Hagvöxturinn, sem nemur 2,8 prósentum á ársgrundvelli, var meiri en í Bandaríkjunum og Japan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tap á rekstri Jeratúns

Jeratún ehf., einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, sem sér um byggingu og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellings í Grundarfirði, tapaði tæpum 14 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtæki tæplega 7,4 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent í aðildarríkjum myntbandalags Evrópusambandsins (ESB) í júlí, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu ESB. Þetta er 0,8 prósentustiga samdráttur á milli mánaða. Á sama tíma mældist 8,0 prósenta atvinnuleysi innan aðildarríkja ESB og helst það óbreytt á milli mánaða. Á sama tíma fyrir ári mældist hins vegar 8,7 prósenta atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ford selur Aston Martin

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans Ford opinberuðu í gær áætlanir þess efnis að selja hugsanlega hluta af framleiðslulínu og vörumerki Aston Martin sportbílsins. Aston Martin bílar eru í dýrari kantinum en 1.700 manns vinna við framleiðslu hans í Buckinhamshire í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri

Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis hækkar yfirtökutilboð sitt í Pliva

Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap FlyMe tvöfaldast milli ára

Þótt velta FlyMe hafi aukist um 75 prósent á fyrri helmingi ársins, samanborið við árið 2005, jókst tap félagsins um helming á milli ára. Norræna lággjaldaflugfélagið tapaði 1,1 milljarði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 560 milljóna króna tap í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síminn og OR ræðast áfram við

Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur í dagvöruverslun

Dagvöruverslun dróst saman um 3,9 prósent í júlí samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar (RSV). Velta í dagvöruverslun var 0,6 prósentum minni í júlí en á sama tíma í fyrra. Mestur samdráttur varð í áfengiskaupum, eða 18,2 prósent milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap Blaðsins var í takt við áætlanir

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, útgefanda Blaðsins, segir að tap félagsins á síðasta rekstrarári hafi verið í takt við þær áætlanir sem lagt var upp með. Það sé eðlilegt fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem byrji frá grunni. Sigurður gefur ekki upp nákvæmar tölur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byr með Urði rekstrarvörur

Byr ehf., eignarhaldsfélag Tæknivals hf., hefur keypt fyrirtækið Urðir rekstrarvörur ehf. Gengið var frá kaupunum 18. ágúst. Urðir rekstrarvörur er sérhæft fyrirtæki í sölu á rekstrar- og fylgivöru fyrir tölvur og prentara auk þess sem fyrir­tækið hefur um árabil boðið öfluga viðgerðar- og tækniþjónustu á tölvubúnaði og jaðartækjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir

Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í gær að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum en þeir standa nú í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina í október.

Viðskipti innlent