Síminn og OR ræðast áfram við 1. september 2006 00:01 Orkuveitan og Brynjólfur Bjarnason. Blásnar hafa verið af fyrirætlanir um kaup Orkuveitunnar á fjarskiptaneti Símans. Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stefndi í að Orkuveitan keypti net Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir þó ekki vonbrigði að ekki hafi orðið af sölunni. Fyrst og fremst lögðum við af stað með þetta til að kortleggja málið og höfum eytt töluverðum tíma í að gá hvort við gætum tæknilega fundið einhverja samþættingu í þessu. Eins vildum við ekki strax taka ákvörðun um formið, það er að segja hvort þeir keyptu af okkur, við af þeim, eða við stofnuðum félag saman. Núna hefur nýr meirihluti ákveðið að hann vilji ekki fara út í fjárfestingu af þessari stærðargráðu og allt í lagi með það, segir Brynjólfur og fagnar um leið ákvörðun Orkuveitunnar, að aðskilja gagnaveituna frá öðrum rekstri. Brynjólfur á von á niðurstöðu viðræðnanna innan tíðar. En það er enn of fljótt að segja til um hvort við höldum áfram eða látum gott heita. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir einnig að viðræðunum við Símann hafi svo sem ekki verið setur tímarammi. En búið er að leggja í þetta mikla vinnu og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa mikið í viðbót, segir hann og á honum er að heyra að skynsamlegt væri að beina samkeppninni yfir á svið efnis og þjónustu, fremur en gagnaflutninga. Fyrir því eru svipuð rök og að leggja ekki margar hraðbrautir hlið við hlið. Hann segir bókhaldslegan aðskilnað gagnaveitunnar frá öðrum rekstri til kominn burtséð frá viðræðunum við Símann. Enda er eðlilegt að jafnmikill samkeppnisrekstur sé aðskilinn frá öðrum, segir hann. Viðskipti Tengdar fréttir Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stefndi í að Orkuveitan keypti net Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir þó ekki vonbrigði að ekki hafi orðið af sölunni. Fyrst og fremst lögðum við af stað með þetta til að kortleggja málið og höfum eytt töluverðum tíma í að gá hvort við gætum tæknilega fundið einhverja samþættingu í þessu. Eins vildum við ekki strax taka ákvörðun um formið, það er að segja hvort þeir keyptu af okkur, við af þeim, eða við stofnuðum félag saman. Núna hefur nýr meirihluti ákveðið að hann vilji ekki fara út í fjárfestingu af þessari stærðargráðu og allt í lagi með það, segir Brynjólfur og fagnar um leið ákvörðun Orkuveitunnar, að aðskilja gagnaveituna frá öðrum rekstri. Brynjólfur á von á niðurstöðu viðræðnanna innan tíðar. En það er enn of fljótt að segja til um hvort við höldum áfram eða látum gott heita. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir einnig að viðræðunum við Símann hafi svo sem ekki verið setur tímarammi. En búið er að leggja í þetta mikla vinnu og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa mikið í viðbót, segir hann og á honum er að heyra að skynsamlegt væri að beina samkeppninni yfir á svið efnis og þjónustu, fremur en gagnaflutninga. Fyrir því eru svipuð rök og að leggja ekki margar hraðbrautir hlið við hlið. Hann segir bókhaldslegan aðskilnað gagnaveitunnar frá öðrum rekstri til kominn burtséð frá viðræðunum við Símann. Enda er eðlilegt að jafnmikill samkeppnisrekstur sé aðskilinn frá öðrum, segir hann.
Viðskipti Tengdar fréttir Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01