Tap FlyMe tvöfaldast milli ára 1. september 2006 00:01 Þótt velta FlyMe hafi aukist um 75 prósent á fyrri helmingi ársins, samanborið við árið 2005, jókst tap félagsins um helming á milli ára. Norræna lággjaldaflugfélagið tapaði 1,1 milljarði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 560 milljóna króna tap í fyrra. Kostnaður jókst hröðum skrefum einkum vegna stofnkostnaðar af Evrópuflugi en einnig komu olíuverðshækkanir sér illa við félagið rétt eins og önnur flugfélög. Velta félagsins nam yfir 3,2 milljörðum króna og jókst farþegafjöldi um 66 prósent. Alls fóru yfir 440 þúsund farþegar með félaginu á fyrri hluta ársins. Á hluthafafundi á dögunum var samþykkt að selja nýtt hlutafé fyrir rúma 1,8 milljarða króna sem núverandi hluthafar eiga forgang að. Stærstu hluthafarnir, sem ráða um 67 prósentum hlutafjár, hafa skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu, þar á meðal Fons, stærsti hluthafinn. Ákveðið hefur verið að Matthías Imsland, hjá Fons, taki virkan þátt við stjórnun félagsins og verði varaformaður stjórnar en Björn Olegård verður áfram stjórnarformaður. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þótt velta FlyMe hafi aukist um 75 prósent á fyrri helmingi ársins, samanborið við árið 2005, jókst tap félagsins um helming á milli ára. Norræna lággjaldaflugfélagið tapaði 1,1 milljarði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 560 milljóna króna tap í fyrra. Kostnaður jókst hröðum skrefum einkum vegna stofnkostnaðar af Evrópuflugi en einnig komu olíuverðshækkanir sér illa við félagið rétt eins og önnur flugfélög. Velta félagsins nam yfir 3,2 milljörðum króna og jókst farþegafjöldi um 66 prósent. Alls fóru yfir 440 þúsund farþegar með félaginu á fyrri hluta ársins. Á hluthafafundi á dögunum var samþykkt að selja nýtt hlutafé fyrir rúma 1,8 milljarða króna sem núverandi hluthafar eiga forgang að. Stærstu hluthafarnir, sem ráða um 67 prósentum hlutafjár, hafa skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu, þar á meðal Fons, stærsti hluthafinn. Ákveðið hefur verið að Matthías Imsland, hjá Fons, taki virkan þátt við stjórnun félagsins og verði varaformaður stjórnar en Björn Olegård verður áfram stjórnarformaður.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira