Viðskipti Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:14 Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:56 Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:48 Dow Jones í nýjum hæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones setti enn á ný met við lokun markaða vestanhafs í gær. Þetta er annar dagurinn sem lokagengi vísitölunnar nær sögulegum hæðum. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:41 Ryanair vill Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:10 Færast nær yfirtöku á House of Fraser Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland. Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31 Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu. Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“ Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31 Fyrirtækið Saga fjárfestingar hf. stofnað á Akureyri Stofnað hefur verið á Akureyri fyrirtækið Saga fjárfestingar hf. sem leggja mun áherslu á sérvalin verkefni á fyrirtækjamarkaði. Viðskipti erlent 4.10.2006 23:31 Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. Innlent 4.10.2006 18:17 Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.10.2006 16:51 Viðræðum bílarisa slitið Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í dag. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt. Viðskipti erlent 4.10.2006 16:17 Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. Viðskipti innlent 4.10.2006 14:30 Hluthafar BAE styðja sölu til EADS Meirihluti hluthafa í breska hergagnaframleiðandanum BAE voru fylgjandi því á hluthafafundi í fyrirtækinu í morgun að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 4.10.2006 13:29 Líkur á óbreyttum vöxtum Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði. Viðskipti erlent 4.10.2006 12:39 Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 4.10.2006 11:57 Enn fleiri rafhlöður innkallaðar Japanski tölvuframleiðandinn Fujitsu hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að innkalla rafhlöður frá Sony, sem seldar voru með fartölvum fyrirtækisins. Um 287.000 rafhlöður er að ræða að þessu sinni, sem verða innkallaðar í varúðarskyni. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01 Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01 Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 Hallinn dregst hratt saman Viðskiptahallinn mun fara í 18,7 prósent í ár og dragast svo hratt saman á næsta ári. Þá mun hann mælast 11 prósent af landsframleiðslu en fjögur prósent árið 2008. Lækkun á gengi krónunnar á þessu ári mun hjálpa til við þessa þróun. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 SPRON lýkur við fjármögnun SPRON hefur lokið við fjármögnun upp á 90 milljónir evra, sem samsvara átta milljörðum króna, en sökum mikllar eftirspurnar fjárfesta var ákveðið að sækja meira fé út á markaðinn. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 Halda aftur af verðbólgu Hlutfall útlendinga af heildarvinnuafli er nú 5,5 prósent og hefur það nær þrefaldast frá árinu 1998. Á morgunverðarfundi KB banka í gær, þar sem sýn bankans á þróun efnahagsmála á næstu misserum var kynnt, kom fram að innflutningur fólks hafi orðið til þess að breyta gríðarlegri aukningu í heildareftirspurn í hagkerfinu í hagvöxt sem líklega hefði ella sprungið út mun fyrr með verðbólgu. Þeir stuðli þar að auki að því að verðbólga muni ganga hratt niður á árinu 2007. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 Laxaverðið lækkar Verð á eldislaxi hefur lækkað talsvert á Evrópumarkaði frá því í sumar. Síðustu vikurnar hefur verðið lækkað um 26-27 prósent. Fiskifréttir hafa eftir norsku vefsíðunni Kynt.no að verð á eldislaxi hafi í síðustu viku verið að jafnaði 27,43 norskar krónur á kíló eða um 293,50 íslenskar krónur. Það er 25,5 króna lækkun á milli vikna. Verð á eldislaxinum fór hæst í 44,50 krónur á kíló að meðaltali um hvítasunnuna síðustu en síðan þá hefur verðið lækkað um 38 prósent. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 Hagkerfið í Færeyjum vex Danski Seðlabankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hagkerfinu. Eftir nokkur samdráttarár sýnir færeyska hagkerfið framfarir. Þetta sést sérstaklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði. Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjárfestingu í fasteignum. Viðskipti erlent 3.10.2006 20:16 Síldarvinnslan í breytingum Síldarvinnslan hf. og Garðar Guðmundsson hf., sem gerir út ms Gudmund Ólaf ÓF, verða sameinuð á næstunni í kjölfar þess að Síldarvinnslan keypti um 20 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Síldarvinnslan um 80 prósenta hlut í félaginu. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 Lendingin verður mismjúk Íbúar á höfuðborgarsvæðinu munu finna mest fyrir áhrifum samdráttar í hagkerfinu. Í nýrri efnahagsspá KB banka er gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á næsta ári. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 Krónan sögð til trafala Á morgunfundi Viðskiptaráðs var þeirri spurningu velt upp hvort krónan væri á útleið bakdyramegin og evra að koma í staðinn. Rædd var virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 Stofna félag um fjárfestingar Glitnir hefur stofnað fjárfestingarfélag í Noregi á sviði fasteigna ásamt Saxbygg og öðrum smærri fjárfestum frá Íslandi. Tilgangur félagsins er að fjárfesta í fasteignum í Noregi og á Norðurlöndunum. Union Group, sem Glitnir á 50,1 prósents hlut í, mun sjá um rekstur félagsins. Eigið fé hins nýja félags er ríflega fimm milljarðar íslenskra króna og fjárfestingargeta milli tuttugu og þrjátíu milljarða. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 Tæp tvöföldun á veltu Heildarvelta Kauphallar Íslands það sem af er ári nam 3.082 milljörðum króna. Lítið vantar upp á að þetta sé tvöfalt meiri velta en á sama tíma í fyrra því heildarvelta á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 1.630 milljörðum króna og nemur munurinn 89 prósentum. Þá jók skráning Exista í Kauphöllina í september heildarvirði skráðra félaga um tíu prósent. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16 Ker gekk frá samningaborði Ker, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, tilkynnti í gærmorgun að félagið hefði slitið viðræðum við FL Group um kaup á Icelandair Group. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17 « ‹ 118 119 120 121 122 123 124 125 126 … 223 ›
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu. Viðskipti erlent 5.10.2006 11:14
Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:56
Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 5.10.2006 10:48
Dow Jones í nýjum hæðum Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones setti enn á ný met við lokun markaða vestanhafs í gær. Þetta er annar dagurinn sem lokagengi vísitölunnar nær sögulegum hæðum. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:41
Ryanair vill Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Viðskipti erlent 5.10.2006 09:10
Færast nær yfirtöku á House of Fraser Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland. Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31
Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu. Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“ Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31
Fyrirtækið Saga fjárfestingar hf. stofnað á Akureyri Stofnað hefur verið á Akureyri fyrirtækið Saga fjárfestingar hf. sem leggja mun áherslu á sérvalin verkefni á fyrirtækjamarkaði. Viðskipti erlent 4.10.2006 23:31
Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. Innlent 4.10.2006 18:17
Jarðboranir kaupa Sæþór Jarðboranir hf., dótturfélag Atorku Group, hefur keypt allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Sæþór ehf., ásamt tækjakosti og búnaði. Kaupverð nemur 130 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.10.2006 16:51
Viðræðum bílarisa slitið Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í dag. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt. Viðskipti erlent 4.10.2006 16:17
Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans. Þorvaldur segir hópinn taka þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu með höfuðstöðvar á Akureyri. Viðskipti innlent 4.10.2006 14:30
Hluthafar BAE styðja sölu til EADS Meirihluti hluthafa í breska hergagnaframleiðandanum BAE voru fylgjandi því á hluthafafundi í fyrirtækinu í morgun að selja 20 prósent hlutafjár félagsins í Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans. Viðskipti erlent 4.10.2006 13:29
Líkur á óbreyttum vöxtum Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði. Viðskipti erlent 4.10.2006 12:39
Líkur á 7,7 milljarða króna vöruskiptahalla Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að vöruskiptahalli verði 7,7 milljarða króna september. Gangi þetta eftir hafa vöruskipti ekki verið lægri síðan í febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 4.10.2006 11:57
Enn fleiri rafhlöður innkallaðar Japanski tölvuframleiðandinn Fujitsu hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að innkalla rafhlöður frá Sony, sem seldar voru með fartölvum fyrirtækisins. Um 287.000 rafhlöður er að ræða að þessu sinni, sem verða innkallaðar í varúðarskyni. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01
Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. Viðskipti erlent 4.10.2006 09:01
Stöð 2 verði efld Efling ljósvakamiðla 365 er meðal þess sem stjórnendur Dagsbrúnar horfa til nú þegar unnið er að uppskiptingu félagsins í tvo hluta, 365 hf. og Teymis hf. Er þar aðallega horft til Stöðvar 2 þar sem stjórnendur félagsins sjá aukna vaxtarmöguleika en alls mun einn þriðji hluti eigna Dagsbrúnar falla í fjölmiðlahlutann. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17
Samdráttur hjá 3i Group Breski fjárfestingasjóðurinn 3i, sem sérhæfir sig í yfirtökum á skráðum félögum, greindi frá því að fjárfestingatekjur hans hefðu fallið um þriðjung frá því í apríl til loka ágúst miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
Hallinn dregst hratt saman Viðskiptahallinn mun fara í 18,7 prósent í ár og dragast svo hratt saman á næsta ári. Þá mun hann mælast 11 prósent af landsframleiðslu en fjögur prósent árið 2008. Lækkun á gengi krónunnar á þessu ári mun hjálpa til við þessa þróun. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
SPRON lýkur við fjármögnun SPRON hefur lokið við fjármögnun upp á 90 milljónir evra, sem samsvara átta milljörðum króna, en sökum mikllar eftirspurnar fjárfesta var ákveðið að sækja meira fé út á markaðinn. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
Halda aftur af verðbólgu Hlutfall útlendinga af heildarvinnuafli er nú 5,5 prósent og hefur það nær þrefaldast frá árinu 1998. Á morgunverðarfundi KB banka í gær, þar sem sýn bankans á þróun efnahagsmála á næstu misserum var kynnt, kom fram að innflutningur fólks hafi orðið til þess að breyta gríðarlegri aukningu í heildareftirspurn í hagkerfinu í hagvöxt sem líklega hefði ella sprungið út mun fyrr með verðbólgu. Þeir stuðli þar að auki að því að verðbólga muni ganga hratt niður á árinu 2007. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17
Laxaverðið lækkar Verð á eldislaxi hefur lækkað talsvert á Evrópumarkaði frá því í sumar. Síðustu vikurnar hefur verðið lækkað um 26-27 prósent. Fiskifréttir hafa eftir norsku vefsíðunni Kynt.no að verð á eldislaxi hafi í síðustu viku verið að jafnaði 27,43 norskar krónur á kíló eða um 293,50 íslenskar krónur. Það er 25,5 króna lækkun á milli vikna. Verð á eldislaxinum fór hæst í 44,50 krónur á kíló að meðaltali um hvítasunnuna síðustu en síðan þá hefur verðið lækkað um 38 prósent. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17
Hagkerfið í Færeyjum vex Danski Seðlabankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hagkerfinu. Eftir nokkur samdráttarár sýnir færeyska hagkerfið framfarir. Þetta sést sérstaklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði. Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjárfestingu í fasteignum. Viðskipti erlent 3.10.2006 20:16
Síldarvinnslan í breytingum Síldarvinnslan hf. og Garðar Guðmundsson hf., sem gerir út ms Gudmund Ólaf ÓF, verða sameinuð á næstunni í kjölfar þess að Síldarvinnslan keypti um 20 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Síldarvinnslan um 80 prósenta hlut í félaginu. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17
Lendingin verður mismjúk Íbúar á höfuðborgarsvæðinu munu finna mest fyrir áhrifum samdráttar í hagkerfinu. Í nýrri efnahagsspá KB banka er gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á næsta ári. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
Krónan sögð til trafala Á morgunfundi Viðskiptaráðs var þeirri spurningu velt upp hvort krónan væri á útleið bakdyramegin og evra að koma í staðinn. Rædd var virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
Stofna félag um fjárfestingar Glitnir hefur stofnað fjárfestingarfélag í Noregi á sviði fasteigna ásamt Saxbygg og öðrum smærri fjárfestum frá Íslandi. Tilgangur félagsins er að fjárfesta í fasteignum í Noregi og á Norðurlöndunum. Union Group, sem Glitnir á 50,1 prósents hlut í, mun sjá um rekstur félagsins. Eigið fé hins nýja félags er ríflega fimm milljarðar íslenskra króna og fjárfestingargeta milli tuttugu og þrjátíu milljarða. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
Tæp tvöföldun á veltu Heildarvelta Kauphallar Íslands það sem af er ári nam 3.082 milljörðum króna. Lítið vantar upp á að þetta sé tvöfalt meiri velta en á sama tíma í fyrra því heildarvelta á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 1.630 milljörðum króna og nemur munurinn 89 prósentum. Þá jók skráning Exista í Kauphöllina í september heildarvirði skráðra félaga um tíu prósent. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:16
Ker gekk frá samningaborði Ker, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, tilkynnti í gærmorgun að félagið hefði slitið viðræðum við FL Group um kaup á Icelandair Group. Viðskipti innlent 3.10.2006 20:17