Danski Seðlabankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hagkerfinu. Eftir nokkur samdráttarár sýnir færeyska hagkerfið framfarir. Þetta sést sérstaklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði.
Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjárfestingu í fasteignum.
Þrátt fyrir aukinn innflutning skipa og hækkandi olíuverð var viðskiptajöfnuður jákvæður á síðasta ári. Á síðasta ári nam halli á fjárlögum tveimur prósentum af landsframleiðslu en spár Danska Seðlabankans gera ráð fyrir því að ríkisfjármálin verði í jafnvægi árið 2006.