Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 4,75 prósentum. Ákvörðunin kemur ekki á óvart enda bjuggust flestir greiningaraðilar við þessari niðurstöðu.
Bankinn hækkaði stýrivexti bankans síðast í ágúst um 25 punkta og var það fyrsta stýrivaxtahækkunin í tvö ár.