

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu mun á morgun kveða upp dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða, tíu mánuðum eftir að málflutningur fór fram í Strassbourg.
Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem fjórir dómarar við Landsrétt kváðu upp staðfesti yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dóm hans frá því í fyrra um að dómararnir hafi verið ranglega skipaðir.
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að allir sex sem sóttu um tvö laus embætti í Hæstarétti séu jafn hæfir.
Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám
Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna.
Forsætisnefnd Alþingis hefur tímabundið sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, það er Tryggva Gunnarssyni.
Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla.
Samtals bárust 26 umsóknir um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness sem auglýst var til umsóknar á dögunum.
Málflutningi fyrir Landsrétti sem fyrirhugaður var dagana frá deginum í dag og til og með miðvikudagsins í næstu viku hefur verið frestað vegna smits.
Óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað, að sögn réttarlæknis á Landspítala.
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Jóns Höskuldssonar og Ragnheiðar Bragadóttur í embætti dómara við Landsrétt.
Jón Steinar og Illugi skoðanabræður í afstöðu sinni til heiðursnafnbótar Róberts Spanó í Tyrklandi.
Fyrrverandi formaður Dómarafélagsins lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika Mannréttindadómstólsins og trausti til hans eftir heimsókn forseta dómstólsins til Tyrklands.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur krafist þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar fyrir réttinum og hann fer með fyrir hönd skjólstæðinga sinna.
Benedikt Bogason tók í dag við embætti forseta Hæstaréttar af Þorgeiri Örlygssyni sem gegnt hefur embættinu frá 1. janúar 2017.
Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna.
Hæfnisnefnd mat Halldóru og Inga hæfust í embættin í síðasta mánuði.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ingi Tryggvason lögmaður sé hæfastur umsækjenda.
Alls sóttu fimmtán manns um stöðu héraðsdómara með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness sem nýverið var auglýst laus til umsóknar.
Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu.
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá næstu mánaðamótum.
Það er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Arnfríður Einarsdóttir sé hæfust umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt.
Fjórtán sóttu um laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness en skipað verður í embættið frá og með 31. ágúst 2020. Staðan var auglýst 24. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 11. maí.
Sex hafa verið ákærð fyrir framleiðslu amfetamíns og fyrir að hafa valdið mengunarhættu í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða sem komst í fréttir með handtöku fólksins í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar.
Sigurður Tómas Magnússon Landsréttardómari hefur verið skipaður nýr dómari við Hæstarétt.
Davíð Þór Björgvinsson varaforseti Landsréttar fékk greiddar hátt í þrjátíu milljónir króna fyrir störf í gerðardómi í þremur málum yfir fjögurra ára tímabil.
Róbert Spanó var í dag kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann verður fyrsti Íslendingurinn til að gegna þessari stöðu.
Fjórir dómarar við Landsrétt auk ríkissaksóknara sóttu um laust embætti dómara við Hæstarétt.