Þorvaldur telur að Benedikt eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2021 14:03 Þorvaldur Gylfason telur að Benedikt Bogason eigi að segja af sér eftir að hann tapaði máli sínu gegn Jóni Steinari fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður telur hins vegar að Benedikt geti borið höfuð hátt. Þorvaldur Gylfason prófessor telur einsýnt að Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar eigi að segja af sér eftir að hann tapaði meiðyrðamáli gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið. Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Þorvaldur heldur þessu fram á Facebooksíðu sinni: „Hæstaréttardómari sem höfðar mál gegn samborgara sínum og tapar því í Hæstarétti er bersýnilega ekki nógu vel að sér í lögfræði og ætti því að sýna samborgurum sínum þá kurteisi að segja af sér.“ Afstaða Þorvaldar er athyglisverð ekki síst í ljósi þess að Jón Steinar höfðaði meiðyrðamál á hendur honum, en þar var Þorvaldur sýknaður. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það er með nokkrum ólíkindum og líklega eru fá dæmi þess að tekið sé fyrir meiðyrðamál í Hæstarétti hvar forseti réttarins á sjálfur í málaferlunum. Sveinn Andri lýsir yfir fullum stuðningi við Benedikt Bæði var búið að sýkna Jón Steinar í héraði sem og í Landsrétti en Benedikt áfrýjaði enn, nú til Hæstaréttar og veitti áfrýjunarnefnd leyfi fyrir því að málið yrði tekið fyrir þar fyrir. Vísir hefur heyrt í lögmönnum sem eru ósáttir við málareksturinn en vilja telja það hins vegar ekki henta sínum hagsmunum að tjá sig ef það kynni að leiða til þess að komast í ónáð hjá dómurum. Einn lögmaður sem hefur stigið fram og lýst yfir eindregnum stuðningi við Benedikt, en það er Sveinn Andri Sveinsson. En Sveinn hefur verið afar gagnrýninn á Jón Steinar. Sveinn telur, öfugt við lögmenn sem Vísir hefur rætt við að Benedikt geti borið höfuðið hátt, en Sveinn tengir við viðtal sem Fréttablaðið birti við Benedikt Bogason: Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti. Eini maðurinn sem...Posted by Sveinn A Sveinsson on Laugardagur, 6. febrúar 2021 „Forseti Hæstaréttar lokar meiðyrðamáli sínu gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni með snaggaralegum hætti,“ segir Sveinn Andri. En athyglisvert má telja að lögmenn, sem oft eru skoðanaglaðir, gefa ekki upp neina afstöðu, hvorki á Facebooksíðu Þorvaldar né Sveins í þessum álitaefnum. Benedikt vandar Jóni Steinari ekki kveðjurnar Benedikt er ómyrkur í máli og fer háðulegum orðum um Jón Steinar. Segir hann alltaf hafa „gefið til kynna að taka eigi hann alvarlega og að hann meini það sem hann segir. Hann vann hins vegar málið með því að hlaupa í það auma skjól að hann hefði ekki meint það sem hann sagði.“ Þá heldur Benedikt því fram að Jón Steinar hafi lengi reynt að grafa undan dómstólum landsins og því vildi Benedikt draga hann til ábyrgðar. „Ég kalla einnig eftir opinni umræðu um stöðu dómsvaldsins og hvernig megi betur verja það gegn niðurrifi af þessu tagi sem á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni. Jón Steinar er angi af þeirri ógeðfelldu og öfgafullu umræðu sem á undanförnum árum hefur einkennt samfélagið bæði hér og víða annars staðar og fer langt út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Benedikt í samtali við Fréttablaðið.
Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám 3. nóvember 2020 12:43