
Lögreglan

Fer fram á opinn nefndarfund um Ásmundarsalarmálið
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþings, hefur lagt það til að nefndin taki fyrir nýlegan úrskurð nefndar um eftirlit með lögreglu sem snýr að Ásmundarsalarmálinu.

Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu
Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku.

Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík
Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag.

Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Þegar sumir eru jafnari en aðrir
Nýjustu fréttir af vendingum í Ásmundarsalarmálinu gefa ákaflega áhugaverða sýn af viðhorfi æðstu ráðamanna til hlutverks lögregluyfirvalda.

Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni.

Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur
Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið.

Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal
Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar.

Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna
Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra.

Segja enga tilraun hafa verið gerða til að leyna upptökum
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar hafði frá upphafi nákvæmt eftirrit af ummælum lögregluþjóna sem sinntu umdeildu útkalli í Ásmundarsal á Þorláksmessu og engin tilraun var gerð til þess að leyna því sem kom fram á upptökum búkmyndavéla þeirra, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við.

Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu
Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal
Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar.

Íslenska lögregluforlagið harmar mistök í auglýsingu
Íslenska lögregluforlagið segist harma að í auglýsingu á vegum félagsins, sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní síðastliðinn, hafi nokkur fyrirtæki, sveitarfélög og samtök verið „skráð í auglýsinguna“ fyrir mistök.

Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit sýknaður
Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi.

FÍFL er endurvakið félag lögregludeildar sem er ekki lengur til
Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna (FÍFL) eru félagasamtök starfsstéttar sem er í raun ekki lengur til. Fíkniefnadeild lögreglunnar var lögð niður árið 2016 og heyrir fyrri starfsemi hennar nú undir svið miðlægrar rannsóknadeildar. Fjármagn sem FÍFL safnar hefur að mestu runnið til einkafyrirtækis með óljósu eignarhaldi.

Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís
Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg.

Vara fólk við „lífshættulegum fíflaskap“
Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna.

Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi
Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“.

Lögregla stoppaði vegfarendur og bauð þeim far í bólusetningu
Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bóluefnaskömmtum sem heilsugæslan á Húsavík hafði til umráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólusetningu. Lögreglan á Húsavík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólusett fólk og kippti því með sér á bólusetningarstöðina.

Konur standast helst ekki áttatíu kíló í bekkpressu
Til stendur að endurskoða inntökuskilyrði í sérsveitina í ljósi þess að engin kona hefur komist í sveitina. Ríkislögreglustjóri segir að konur verði hvattar til að gefa kost á sér.

Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hert reglur um einkennisfatnað íslenskra lögreglumanna.

Telur uppsetningu öryggismyndavéla á leikvöllum varhugaverða
47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg.

Á þriðja tug ófaglærðra lögreglumanna á Suðurlandi í sumar
Lögreglan á Suðurlandi fer ekki varhluta af mannaráðningum vegna styttingu vinnuvikunnar og nýs vaktaskiplags vegna þess. Í vor var auglýst eftir mannskap vegna styttingar vinnuviku og vegna sumarafleysinga.

Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta
Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp.

Ráðherra heimilar stöðugt eftirlit lögreglu án rökstudds gruns um glæp
Lögregluyfirvöld á Íslandi þurfa ekki lengur rökstuddan grun um að verið sé að fremja alvarlegt lögbrot til þess að beita sérstökum rannsóknaraðferðum á borð við tálbeitur, dulargervi, flugumenn, uppljóstrara og stöðuga eftirför með grunuðum án þeirra vitundar.

Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember
Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér.

Bein útsending: Ekkert ofbeldi án gerenda
Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð.

„Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“
Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu.

Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir
Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að.