Þórir Garðarsson

Mildum höggið, verjum störfin og fáum ferðamenn til að stoppa lengur
Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast.

Hver er besti vinur fjármálaráðherra?
Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn.

Hristum upp í vinnutímamódelinu
Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins.

Hið opinbera fær 100 milljarða á ári af erlendum ferðamönnum - er það virkilega ekki nóg?
Neikvæð umræða um erlenda ferðamenn er lífseig. Það er látið eins og þeir séu hálfgerður baggi á þjóðinni. Þeir valdi álagi á ferðamannastöðum, slíti þjóðvegunum, fylli miðbæ Reykjavíkur og standi ekki undir kostnaði við innviði og endurbætur.

Erlendir ferðaþjónustuaðilar á Íslandi: Ójöfnuður, glataðar tekjur og vafasöm gæði
Umsvif erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi hafa farið vaxandi á síðustu misserum og spurningar vaknað um hvort rétt sé staðið að málum í starfsemi þeirra. Virðast sum þeirra hafa fundið leiðir framhjá þeim skyldum og kvöðum sem hvíla á innlendum fyrirtækjum í sömu starfsemi.

Hvað þarf eiginlega marga þætti með Helga Seljan?
Ríkisvaldið er ótrúlega slappt þegar kemur að því að framfylgja lögum og reglum sem snúa að útlendingum og erlendum fyrirtækjum hér á landi. Það sýndi sig vel í Kveiks-þætti Helga Seljan og félaga hans hvernig brotið er á erlendum starfsmönnum hér á landi.

Ætlum við virkilega að gefast upp?
Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi.

Óþolandi staða fyrir ferðaþjónustuna
Fyrirtæki í ferðaþjónustu búa við ósanngjarna samkeppni og undirboð sem ýmist njóta afskiptaleysis eða verndar stjórnvalda.

Mismunun skattheimtu af ferðamönnum
Aukið eftirlit með íbúðagistingu breytir litlu fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar ef seljendur á neytendamarkaði halda áfram að sleppa við að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt.

Óheft íbúðaleiga á Airbnb grefur undan ferðaþjónustunni
Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi "bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins "litla og krúttlega“ deilihagkerfis.

100%
Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta.

Vaxtakostnaður vanrækslunnar
Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað.

Hver vill vera stórhuga?
Fjölgun erlendra ferðamanna er helsta ástæða þess hve hratt íslenska þjóðarbúið náði sér á strik eftir bankahrunið.

Einn situr eftir í skotgröfunum
Upp á síðkastið hafa þingmenn hver á fætur öðrum bakkað frá hugmyndinni um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna á miðju næsta ári. Þeir taka undir að tímasetningin sé arfavitlaus og að hærri virðisaukaskattur skekki samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar.

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar
Áður en ný ríkisstjórn fer að huga að "stóru“ málunum svokölluðu, þá er eitt verkefni sem þarf að afgreiða í hvelli. Aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar þola enga bið, því von er á fleiri ferðamönnum hingað til lands á næsta ári en nokkru sinni fyrr.

Hvers vegna er þetta myrkur í Borgarfirði?
Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli.

Ekki fleiri verkföll í sumar, takk
Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma.

Með puttann í rassvasann
Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli.

Eiga allir að heimta 25% hækkun?
Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu