Ábyrgð á pakkaferðum er tímaskekkja Þórir Garðarsson skrifar 2. apríl 2020 11:00 Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Neytendur Alþingi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun