Þannig má lækka verð á gistingu um allt land Þórir Garðarsson skrifar 24. apríl 2020 16:05 Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar