Píratar

Fréttamynd

„Meiri­hlutanum finnst þetta ekki nógu mikil­vægt“

Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Project Lindarhvoll

Greinargerð ríkisendurskoðanda sýnir hvernig helsti ráðgjafi fjármálaráðuneytisins mætir á fyrsta stjórnarfund Lindarhvols með prókúru á bankareikning félagsins og drög að samningi við sjálfan sig. Þannig er lagt af stað í það verkefni að selja stöðugleikaeignir hrunbankanna á útsölu - verkefni sem átti að vera til fyrirmyndar þar sem andvirði eignanna væri hámarkað.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“

Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 

Innlent
Fréttamynd

Lindarhvolsskýrslan birt

Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Frá­­sagnir af dauða gras­rótarinnar stór­­lega ýktar

Þing­flokks­for­maður Pírata segir fregnir af dauða gras­rótar flokksins stór­lega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á um­ræðu- og kosninga­vef flokksins undan­farin tvö ár. Þing­flokks­for­maðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heims­far­aldur. Flokkurinn er sem stendur hús­næðis­laus.

Innlent
Fréttamynd

Hver bendir á annan á þingi

Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnin gæti haltrað á­fram í ást­lausu hjóna­bandi

Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi.

Innlent
Fréttamynd

Gagna­hlað­borð Reykja­víkur er komið í loftið

Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert er verð­bólgan að fara?

Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum þessu málþófi

„Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka.“ - af Wikipedia

Skoðun
Fréttamynd

Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins

Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi.

Innlent
Fréttamynd

Að­vörun til annarra lán­þega Frjálsa líf­eyris­sjóðsins

Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn.

Skoðun
Fréttamynd

700 hjálmar

Það hefur á síðustu árum orðið mikil vakning hvað varðar öryggi starfsmanna hina ýmsu stofnana. Því ætti það nú ekki að vera stórmál að við stóra aðgerð þurfi að kaupa hinn ýmsa öryggisbúnað eða hjálma.

Skoðun
Fréttamynd

Skaða­minnkun bjargar lífum

Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er þrí­eykið?

Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar.

Skoðun
Fréttamynd

Að hafa skilning á öryggis­sjónar­miðum

Í svari við fyrirspurn minni á þingi í vikunni var Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ómyrkur í máli um það að pöntuð hefðu verið ógrynnin öll af allskyns vopnum og vígbúnaði fyrir lögregluna í tilefni komu mikilvægra Evrópuleiðtoga til landsins í vikunni á undan. Ekki stæði til að fækka neitt í vopnabúrinu, þó fundurinn—og sú ægilega ógn sem honum fylgdi—væri yfirstaðin.

Skoðun
Fréttamynd

Allt er breytingum háð - fögnum til­komu raf­magns­hlaupa­hjólanna

Eftir því sem borgir um allan heim verða aðþrengdari af bílaumferð, og mengun orðið stöðugt meira íþyngjandi fyrir íbúa, hefur það orðið sífellt mikilvægara að finna og bjóða upp á vistvæna og skilvirka ferðamáta. Rafmagnshlaupahjól hafa komið fram sem lausn á þessu vandamáli. Þau eru vinsæl ogveitia margvíslegan ávinning fyrir samfélagið, lýðheilsu íbúa, umhverfið og dýralífið.

Skoðun
Fréttamynd

Vopn­væðum öryggi?

Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað.

Skoðun
Fréttamynd

Þrálátur vandi Pírata

Nú þegar meira en tíu ár eru liðin frá stofnun flokksins höfða þessar áherslur ekki til fólks í sama mæli og þær gerðu, og nafnið sem áður var ögrandi er nú orðið hjákátlegt.

Umræðan
Fréttamynd

Frekari af­glöp við af­glæpa­væðingu

Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar.

Skoðun