
Rússarannsóknin

Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos
Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump.

„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa
John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times.

Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller
Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.

Verjendur kosningastjóra Trump kalla ekki til nein vitni
Búist er við því að málið gegn Paul Manafort verði lagt í kviðdóm í vikunni.

Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Ætlar ekki að svara spurningum Mueller
Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna.

Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað
Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum.

Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller
Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.

Réttað yfir kosningastjóra Trump
Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum.

Facebook lokar reikningum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum
Mögulegt er talið að reikningarnir tengist Rússum en þeir eru sagðir liður í háþróaðri herferð til að hafa áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum.

Donald Trump og Cohen í hár saman
Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað

Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla.

Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar
Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi.

Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu
"Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“

Tólf Rússar ákærðir vegna Mueller-rannsóknarinnar
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins.

Trump setti NATO-fundinn úr skorðum
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel.

Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna.

Sérstaki rannsakandinn bætir við saksóknurum
Það gæti verið merki um að rannsakandinn ætli að fela saksóknurum á einstökum stöðum í Bandaríkjunum að taka að sér ákveðna hluta rannsóknarinnar eins og hann hefur áður gert með mál persónulegs lögmanns Trump forseta.

Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum
Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum.

Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar
Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016.

Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar
Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð.

Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni
Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag.

Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka
Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara.

Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast.

Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa
Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum.

Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort
Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump

Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni
Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump.

Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér
Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum.

Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru
Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar.

Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig
Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig