Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 12:15 Enginn hefur lagt meira fé í kosningabaráttu á Bretlandi en Arron Banks (t.h.) gerði fyrir Brexit. Viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore t.v.) sagði breskri þingnefnd nýlega að hann gripi oft til lyga. Vísir/Getty Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins skoða nú samskipti sem nokkrir helstu talsmenn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áttu við Rússa og framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016. Skoðunin beinist meðal annars að því hvort að Brexit-liðarnir hafi verið milligöngumenn á milli Rússa og Trump-framboðsins. Tölvupóstar á milli Arrons Banks, stærsta fjárhagslega bakhjarls Brexit-baráttunnar í Bretlandi, og rússneska sendiherrans í London, sem nýlega voru gerðir opinberir vörpuðu ljósi á að samskipti Brexit-liða við Rússa voru meiri en þeir vildi upphaflega láta í veðri vaka. Banks, viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore og Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins Ukip, áttu í miklum samskiptum við framboð Trump eftir að Brexit varð ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi 23. júní árið 2016. Farage, sem þá var hetja í augum sumra stuðningsmanna Trump fyrir að hafa haft sigur gegn ríkjandi öflum, talaði meðal annars á kosningafundi Trump og kom fram í fjölmiðlum til að verja hann. Póstarnir sýna að þremenningarnir voru í samskiptum við Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússlands í London, í kringum Ameríkureisur sínar. Það hefur vakið upp spurningar um hvort að þeir gætu hafa komið upplýsingum á milli framboðs Trump og Rússa. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að saksóknarar Mueller hafi spurt vitni út í tengsl Farage við starfsmenn framboðsins. Í Bretlandi hefur þingnefnd krafið Banks svara um samskipti sín við Rússa og hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.Ræktuðu tengslin við Trump-framboðið Banks og félagar, sem titluðu sjálfa sig „slæmu stráka Brexit“ [e. Bad Boys of Brexit], hafa þvertekið fyrir að þeir hafi verið milliliðir fyrir Rússa í tilraunum þeirra til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. Þó að Banks kalli rannsóknirnar „nornaveiðar“ segir hann samskipti sín við sendiherrann vekja lögmætar spurningar um hvort þeir hafi verið leynileg samskiptaleið við Rússa. „Eina vandamálið við allt það er að það er ekki ein arða af sönnunum sem hefur verið lögð fram. Þetta leiðir ekki neitt,“ sagði Banks við Washington Post. Hann viðurkenndi þó að vel gæti verið að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þá eða afla upplýsinga. Þær tilraunir hafi þá ekki verið mjög góðar.Sjá einnig:Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Banks lét Jakóvenkó reglulega vita um gang mála í Brexit-herferðinni. Þeir hittust að minnsta kosti fjórum sinnum á tólf mánaða tímabili í kringum kosningarnar árið 2016. Á sama tíma ræktuðu hann og Farage tengslin við Trump-framboðið. Farage hafði þekkt Stephen Bannon, sem var kosningastjóri Trump undir lok kosningabaráttunnar og síðar aðalráðgjafi, frá árinu 2013 þegar Bannon stýrði íhaldssíðunni Breitbart. Breibart studdi baráttuna fyrir Brexit. Eftir sigur Brexit-sinna varð Farage að stjörnu hjá sumum í harðasta kjarna Trump-teymisins. Farage fór nokkrum sinnum utan til að tala á kosningafundum. Þegar upptaka kom fram af Trump stæra sig af því að ráðast á konur kynferðislega varði Farage Trump á Fox News með þeim orðum að hann væri ekki í framboði til embættis páfa. Bannon hjálpaði Farage, Banks og Wigmore síðar að hitta Trump nokkrum dögum eftir kosningasigurinn í Trump-turninum í New York þar sem fræg mynd var tekin af þeim. Farage var fyrsti erlendi framámaðurinn sem Trump hitti eftir kosningarnar.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um samskipti Brexit-liðanna við Rússa og Trump-framboðið.Vildu upplýsa Rússa um Brexit og mynda viðskiptatengsl Böndin milli Rússa og Ukip-flokks Farage byrjuðu að myndast árið 2015. Þá hitti Wigmore Alexander Udod, rússneskan erindreka eftir ársþing flokksins. Udod kom á fundi leiðtoga Ukip með Jakóvenkó. Udod var einn þeirra rússnesku erindreka sem bresk stjórnvöld vísuðu úr landi eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal í mars á þessu ári. Banks og Wigmore segjast hafa viljað upplýsa Rússa um Brexit en einnig að leita hófana um viðskipti. Rússneskur athafnamaður hafi meðal annars boðið Banks hlut í sex gullnámum skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem hann hafnaði. Spurningar eru sagðar hafa vaknað á Bretlandi um hvort að tilboðið hafi verið tilraun Rússa til að veita fé til Brexit-liða í kosningabaráttu þeirra eða að ná taki á þeim. Banks segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að hann reyndi fyrir sér í viðskiptum við Rússa og það hefði verið alls ótengt Brexit. Talsmaður rússneska sendiráðsins í London hafnar því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna. Bandaríkin Brexit Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins skoða nú samskipti sem nokkrir helstu talsmenn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áttu við Rússa og framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta árið 2016. Skoðunin beinist meðal annars að því hvort að Brexit-liðarnir hafi verið milligöngumenn á milli Rússa og Trump-framboðsins. Tölvupóstar á milli Arrons Banks, stærsta fjárhagslega bakhjarls Brexit-baráttunnar í Bretlandi, og rússneska sendiherrans í London, sem nýlega voru gerðir opinberir vörpuðu ljósi á að samskipti Brexit-liða við Rússa voru meiri en þeir vildi upphaflega láta í veðri vaka. Banks, viðskiptafélagi hans Andrew Wigmore og Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins Ukip, áttu í miklum samskiptum við framboð Trump eftir að Brexit varð ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslu á Bretlandi 23. júní árið 2016. Farage, sem þá var hetja í augum sumra stuðningsmanna Trump fyrir að hafa haft sigur gegn ríkjandi öflum, talaði meðal annars á kosningafundi Trump og kom fram í fjölmiðlum til að verja hann. Póstarnir sýna að þremenningarnir voru í samskiptum við Alexander Jakóvenkó, sendiherra Rússlands í London, í kringum Ameríkureisur sínar. Það hefur vakið upp spurningar um hvort að þeir gætu hafa komið upplýsingum á milli framboðs Trump og Rússa. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Washington Post segir að saksóknarar Mueller hafi spurt vitni út í tengsl Farage við starfsmenn framboðsins. Í Bretlandi hefur þingnefnd krafið Banks svara um samskipti sín við Rússa og hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.Ræktuðu tengslin við Trump-framboðið Banks og félagar, sem titluðu sjálfa sig „slæmu stráka Brexit“ [e. Bad Boys of Brexit], hafa þvertekið fyrir að þeir hafi verið milliliðir fyrir Rússa í tilraunum þeirra til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. Þó að Banks kalli rannsóknirnar „nornaveiðar“ segir hann samskipti sín við sendiherrann vekja lögmætar spurningar um hvort þeir hafi verið leynileg samskiptaleið við Rússa. „Eina vandamálið við allt það er að það er ekki ein arða af sönnunum sem hefur verið lögð fram. Þetta leiðir ekki neitt,“ sagði Banks við Washington Post. Hann viðurkenndi þó að vel gæti verið að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þá eða afla upplýsinga. Þær tilraunir hafi þá ekki verið mjög góðar.Sjá einnig:Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Banks lét Jakóvenkó reglulega vita um gang mála í Brexit-herferðinni. Þeir hittust að minnsta kosti fjórum sinnum á tólf mánaða tímabili í kringum kosningarnar árið 2016. Á sama tíma ræktuðu hann og Farage tengslin við Trump-framboðið. Farage hafði þekkt Stephen Bannon, sem var kosningastjóri Trump undir lok kosningabaráttunnar og síðar aðalráðgjafi, frá árinu 2013 þegar Bannon stýrði íhaldssíðunni Breitbart. Breibart studdi baráttuna fyrir Brexit. Eftir sigur Brexit-sinna varð Farage að stjörnu hjá sumum í harðasta kjarna Trump-teymisins. Farage fór nokkrum sinnum utan til að tala á kosningafundum. Þegar upptaka kom fram af Trump stæra sig af því að ráðast á konur kynferðislega varði Farage Trump á Fox News með þeim orðum að hann væri ekki í framboði til embættis páfa. Bannon hjálpaði Farage, Banks og Wigmore síðar að hitta Trump nokkrum dögum eftir kosningasigurinn í Trump-turninum í New York þar sem fræg mynd var tekin af þeim. Farage var fyrsti erlendi framámaðurinn sem Trump hitti eftir kosningarnar.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um samskipti Brexit-liðanna við Rússa og Trump-framboðið.Vildu upplýsa Rússa um Brexit og mynda viðskiptatengsl Böndin milli Rússa og Ukip-flokks Farage byrjuðu að myndast árið 2015. Þá hitti Wigmore Alexander Udod, rússneskan erindreka eftir ársþing flokksins. Udod kom á fundi leiðtoga Ukip með Jakóvenkó. Udod var einn þeirra rússnesku erindreka sem bresk stjórnvöld vísuðu úr landi eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal í mars á þessu ári. Banks og Wigmore segjast hafa viljað upplýsa Rússa um Brexit en einnig að leita hófana um viðskipti. Rússneskur athafnamaður hafi meðal annars boðið Banks hlut í sex gullnámum skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem hann hafnaði. Spurningar eru sagðar hafa vaknað á Bretlandi um hvort að tilboðið hafi verið tilraun Rússa til að veita fé til Brexit-liða í kosningabaráttu þeirra eða að ná taki á þeim. Banks segir hins vegar ekkert óeðlilegt við að hann reyndi fyrir sér í viðskiptum við Rússa og það hefði verið alls ótengt Brexit. Talsmaður rússneska sendiráðsins í London hafnar því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Bandaríkin Brexit Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00 Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00
Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Í aðdraganda Brexit-kosninga keyptu vogunarsjóðir sérstakar útgönguspár af breskum könnunarfyrirtækjum. Niðurstöður þeirra voru þvert á almennu spárnar. Sjóðirnir högnuðust um milljónir dollara á því að skortselja bresk pund. 26. júní 2018 06:00
Stuðningsmenn Brexit sektaðir fyrir brot á kosningalögum Leave.EU brást ókvæða við sektinni og sakar kjörstjórn Bretlands um pólitíska hlutdrægni. 11. maí 2018 12:39