Sveitarstjórnarmál

Sameinaður Eyjafjörður
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir.

Hæstiréttur dæmdi sveitarfélögunum í vil í deilu við Starfsgreinasambandið
Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags.

Síðasti séns að senda inn umsögn um samgönguáætlun í dag
Frestur til að senda inn umsögn í samráðsgátt um uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun næstu fimmtán ára rennur út í dag.

Hamingjuóskir Austur - afhjúpun
Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi.

Íbúum fækkar í sveitarfélagi Sigurðar Inga
Íbúum hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi á síðustu árum nema í sveitarfélaginu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála býr. Það er Hrunamannahreppur en Sigurður Ingi býr á bænum Syðra Langholti.

Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti
Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða.

Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda
Fulltrúar í ungmennaráðum sveitarstjórna á Suðurlandi vilja komast til valda þannig að þau geti komið sínum málum á dagskrá í sveitarstjórnum á svæðinu.

Misjöfn kjörsókn í kosningu um sameiningu á Austurlandi
Greidd eru atkvæði um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi í dag.

Sveitarfélögin mótmæla urðunarskatti ríkisins
Sveitarfélög landsins mótmæla harðlega frumvarpi um urðunarskatt, sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram.

Kosið í dag um sameiningu
Á fjórða þúsund íbúa fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Vænta má niðurstöðu í kringum miðnætti í kvöld.

Kosið um sameiningu á morgun: „Það er annað hvort já eða nei“
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna.

Sveitarstjórnarmenn horfa til framtíðar
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifar um sameiningarmál sveitarfélaga.

Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag
Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf.

Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið
Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel.

Hagræðing eða þjónusta?
Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga.

Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir
Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á.

Rétt og rangt um þjónustu
Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum.

Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum
Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga.

Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð.

Mikil andstaða við þvinganir
Andstaða við sameiningaráform Sigurðar Inga Jóhannssonar er mikil innan lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Oddviti Skorradalshrepps segir stóru sveitarfélögin alls ekki betur rekin en þau minni.

Sameinast öll sveitarfélög í Árnessýslu?
Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg vill sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í eitt stórt og öflugt sveitarfélag.

Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram
Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram

Telja fulltrúa Viðreisnar hafa farið með dylgjur
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga telur áheyrnarfulltrúa í skipulags- og byggingarráði hafa farið út fyrir mörk háttvísi með ummælum í blaðaviðtali.

Vill sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
Vigdís Hauksdóttir segir galið að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði.

Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað.

Hagræðing vegna sameiningar sveitarfélaga geti numið fimm milljörðum á ári
Hægt væri að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúaafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa.

„Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist“
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu.

Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar
Ef tillaga sveitarstjórnarráðherra um sameiningarstyrki til sveitarfélaga gengur eftir gæti orðið til væn gulrót. Markmiðið er að fækka sveitarfélögum og efla þau í að sinna skyldum sínum. Árneshreppur, 40 manna sveitarfélag, fengi 109 milljónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í pottinum eru um 19 milljarðar.

Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi.

Skagstrendingar fordæma vinnubrögð SÍS vegna sameiningartillagna
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar er allt annað en sátt með tillögur um sameiningaráform á sveitarstjórnarstiginu og hefur sent frá sér harðorða bókun þess efnis.