Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 22:30 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54. Fram kemur á vef sambandsins að úrslitin þýða að samþykkt landsþingsins 2019 um stuðning við þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019 til 2033 stendur. Þar kom fram að lögfesta ætti fyrrnefnt ákvæði. Í ræðu sinni á þinginu, sem fór í fyrsta sinn fram á netinu, sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, að sjaldan ef nokkurn tíma hefði mál fengið meiri umfjöllun meðal sveitarstjórnarmanna. Þróun íbúafjölda á landsbyggðinni sýndi að mönnum hefði fatast flugið hvað varðaði byggðastefnuna og jafnvægi í búsetuþróun en sókn væri besta vörnin. „Öflug byggðastefna og aðgerðaáætlun sem styrkir nútíma búsetuskilyrði um allt land verður að ná fótfestu og krafti með sterkum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Öll sveitarfélög þurfa að hafa þann slagkraft að geta þjónustað íbúa sína vel. Landsbyggðin verður að geta keppt um og boðið unga fólkið velkomið,“ sagði hún meðal annars. Í ávarpi sínu benti Aldís á að um 84 prósent þjóðarinnar byggju á suðvesturhorninu.Vísir/Vilhelm Minni sveitarfélögin óttist að hverfa inn í þau stóru „Fundurinn var í sjálfu sér ágætur,“ sagði Aldís í samtali við Vísi eftir fundinn. „En það er ekki hægt að gera lítið úr því að það er fjöldi sveitarfélaga sem er óánægður með þetta og þau létu í sér heyra.“ Hvað varðaði afgreiðslu tillögunnar væri boltinn nú hjá Alþingi. „Við bara stöndum við fyrri samþykktir og það liggur fyrir að það er Alþingismanna að ákveða hvernig þeir vilja bregðast við þeim sjónarmiðum sem komið hafa fram og hvort þeir vilja breyta frumvarpinu með einverjum hætti. En meirihluti sveitarstjórnarmanna styður lágmarksíbúafjölda,“ segir Aldís. Spurð um afstöðu fylkinganna tveggja segir Aldís ljóst að efla þurfi sveitarstjórnarstigið og að slagkraftar sé þörf til að sporna gegn þeirri þróun að 85 til 90 prósent þjóðarinnar velji að búa á suðvesturhorninu. Hún segist hins vegar skilja ótta minni sveitarfélaganna. „Þau vilja bara fá að ráða sér sjálf og mörg af þessum sveitarfélögum eru vel stæð og veita íbúum sínum góða þjónustu. En síðan eru önnur sem veita enga þjónustu á eigin vegum,“ segir hún. Minni sveitarfélögin óttist eðlilega að hverfa inn í þau stóru. „Og að þeim verði ekki sinnt á sama hátt og þau geta veitt þjónustu í dag. En þegar við erum að sameina og vinna tillögur um að sameina sveitarfélög þá verður að taka tillit til allra sjónarmiða og allra anga þeirra sveitarfélaga sem verða til. En mörgum finnst sporin hræða.“ „Sambandið þarf síðan að horfa inn á við og skoða hvernig það sinnir sínu hlutverki í hagsmunagæslu fyrir sín aðildarfélög,“ segir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Wikimedia Commons/Hansueli Krapf Segir líklegt að minni sveitarfélögin myndi með sér formlegan félagsskap Aldís segist ekki vilja nota orðið „klofningur“ um stöðu mála innan sambandsins; það hafi tekið afstöðu í þessu máli en það sé Alþingis að klára það. „Það er Alþingi og ráðherra sem í mörg ár hafa talað um þetta og við höfum, í ljósi þess að verkefni sveitarfélaganna eru að verða meira krefjandi, borið þetta undir landsfund og samþykkt með miklum meirihluta. Núna hefur stuðningurinn dvínað en ég vona svo sannarlega að þetta hafi ekki áhrif á önnur verkefni, til dæmis kjarasamningagerð og hagsmunagæslu sveitarfélaganna.“ Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, er ekki jafn bjartsýnn og Aldís á framhaldið og segir líkur á að minni sveitarfélögin myndi með sér formlegan félagsskap á næstunni til að sinna eigin hagsmunagæslu. „Formaður Sambandsins talaði mjög ákveðið gegn tillögunni og lýsti andstöðu 10 stjórnarmanna af ellefu,“ segir hann erindi til fjölmiðla. „Miðað við það fékk tillagan mjög góðar viðtökur, umræða um hana var góð og málefnaleg. Hún var felld með 54% gegn 44% eða 67 atkæðum gegn 54. Þess má geta að þessi tuttugu sveitarfélög sem lögðu tillöguna fram höfðu aðeins 19 atkvæði á þinginu. Niðurstaðan hlýtur að vera mikið áfall fyrir formann og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún staðfestir að formaður hefur farið með rangt mál um breiða samstöðu sveitarstjórnarstigsins um íbúalágmark, gagnvart þjóð og þingi. Ráðherra opnaði hins vegar á það á þinginu að halda áfram með frumvarp um styrkingu sveitarstjórnarstigsins án ákvæðis um íbúalágmark. Ég tel að það muni verða niðurstaðan. Við erum afskaplega þakklát fyrir þann hljómgrunn sem okkar málflutningur fékk, ég tel að enn fleiri séu sammála okkur í hjarta sér, þó þeir hafi ekki treyst sér til að kjósa gegn formanni og stjórn. Sambandið þarf síðan að horfa inn á við og skoða hvernig það sinnir sínu hlutverki í hagsmunagæslu fyrir sín aðildarfélög.“ Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Fram kemur á vef sambandsins að úrslitin þýða að samþykkt landsþingsins 2019 um stuðning við þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019 til 2033 stendur. Þar kom fram að lögfesta ætti fyrrnefnt ákvæði. Í ræðu sinni á þinginu, sem fór í fyrsta sinn fram á netinu, sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, að sjaldan ef nokkurn tíma hefði mál fengið meiri umfjöllun meðal sveitarstjórnarmanna. Þróun íbúafjölda á landsbyggðinni sýndi að mönnum hefði fatast flugið hvað varðaði byggðastefnuna og jafnvægi í búsetuþróun en sókn væri besta vörnin. „Öflug byggðastefna og aðgerðaáætlun sem styrkir nútíma búsetuskilyrði um allt land verður að ná fótfestu og krafti með sterkum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Öll sveitarfélög þurfa að hafa þann slagkraft að geta þjónustað íbúa sína vel. Landsbyggðin verður að geta keppt um og boðið unga fólkið velkomið,“ sagði hún meðal annars. Í ávarpi sínu benti Aldís á að um 84 prósent þjóðarinnar byggju á suðvesturhorninu.Vísir/Vilhelm Minni sveitarfélögin óttist að hverfa inn í þau stóru „Fundurinn var í sjálfu sér ágætur,“ sagði Aldís í samtali við Vísi eftir fundinn. „En það er ekki hægt að gera lítið úr því að það er fjöldi sveitarfélaga sem er óánægður með þetta og þau létu í sér heyra.“ Hvað varðaði afgreiðslu tillögunnar væri boltinn nú hjá Alþingi. „Við bara stöndum við fyrri samþykktir og það liggur fyrir að það er Alþingismanna að ákveða hvernig þeir vilja bregðast við þeim sjónarmiðum sem komið hafa fram og hvort þeir vilja breyta frumvarpinu með einverjum hætti. En meirihluti sveitarstjórnarmanna styður lágmarksíbúafjölda,“ segir Aldís. Spurð um afstöðu fylkinganna tveggja segir Aldís ljóst að efla þurfi sveitarstjórnarstigið og að slagkraftar sé þörf til að sporna gegn þeirri þróun að 85 til 90 prósent þjóðarinnar velji að búa á suðvesturhorninu. Hún segist hins vegar skilja ótta minni sveitarfélaganna. „Þau vilja bara fá að ráða sér sjálf og mörg af þessum sveitarfélögum eru vel stæð og veita íbúum sínum góða þjónustu. En síðan eru önnur sem veita enga þjónustu á eigin vegum,“ segir hún. Minni sveitarfélögin óttist eðlilega að hverfa inn í þau stóru. „Og að þeim verði ekki sinnt á sama hátt og þau geta veitt þjónustu í dag. En þegar við erum að sameina og vinna tillögur um að sameina sveitarfélög þá verður að taka tillit til allra sjónarmiða og allra anga þeirra sveitarfélaga sem verða til. En mörgum finnst sporin hræða.“ „Sambandið þarf síðan að horfa inn á við og skoða hvernig það sinnir sínu hlutverki í hagsmunagæslu fyrir sín aðildarfélög,“ segir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Wikimedia Commons/Hansueli Krapf Segir líklegt að minni sveitarfélögin myndi með sér formlegan félagsskap Aldís segist ekki vilja nota orðið „klofningur“ um stöðu mála innan sambandsins; það hafi tekið afstöðu í þessu máli en það sé Alþingis að klára það. „Það er Alþingi og ráðherra sem í mörg ár hafa talað um þetta og við höfum, í ljósi þess að verkefni sveitarfélaganna eru að verða meira krefjandi, borið þetta undir landsfund og samþykkt með miklum meirihluta. Núna hefur stuðningurinn dvínað en ég vona svo sannarlega að þetta hafi ekki áhrif á önnur verkefni, til dæmis kjarasamningagerð og hagsmunagæslu sveitarfélaganna.“ Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, er ekki jafn bjartsýnn og Aldís á framhaldið og segir líkur á að minni sveitarfélögin myndi með sér formlegan félagsskap á næstunni til að sinna eigin hagsmunagæslu. „Formaður Sambandsins talaði mjög ákveðið gegn tillögunni og lýsti andstöðu 10 stjórnarmanna af ellefu,“ segir hann erindi til fjölmiðla. „Miðað við það fékk tillagan mjög góðar viðtökur, umræða um hana var góð og málefnaleg. Hún var felld með 54% gegn 44% eða 67 atkæðum gegn 54. Þess má geta að þessi tuttugu sveitarfélög sem lögðu tillöguna fram höfðu aðeins 19 atkvæði á þinginu. Niðurstaðan hlýtur að vera mikið áfall fyrir formann og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún staðfestir að formaður hefur farið með rangt mál um breiða samstöðu sveitarstjórnarstigsins um íbúalágmark, gagnvart þjóð og þingi. Ráðherra opnaði hins vegar á það á þinginu að halda áfram með frumvarp um styrkingu sveitarstjórnarstigsins án ákvæðis um íbúalágmark. Ég tel að það muni verða niðurstaðan. Við erum afskaplega þakklát fyrir þann hljómgrunn sem okkar málflutningur fékk, ég tel að enn fleiri séu sammála okkur í hjarta sér, þó þeir hafi ekki treyst sér til að kjósa gegn formanni og stjórn. Sambandið þarf síðan að horfa inn á við og skoða hvernig það sinnir sínu hlutverki í hagsmunagæslu fyrir sín aðildarfélög.“
Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira