
Sveitarstjórnarmál

Sextán milljónir frá sveitarfélaginu vegna árásar í vinnunni
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu bætur upp á rúmlega sextán og hálfa milljón króna. Konan starfaði á vegum sveitarfélags við umönnun fatlaðs einstaklings sem réðst á hana árið 2014 og var sveitarfélagið talið bera bótaábyrgð í málinu.

Leggja til að sveitarfélög hætti að gefa trúfélögum lóðir
Lagt er til að lög um Kristnisjóð falli brott í frumvarpi sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram. Aðrir þingmenn flokksins, sem og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson standa einnig að málinu.

Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur
Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri.

Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag.

Eitt sundkort í allar laugar landsins?
Á dögunum rakst ég á grein sem ber heitið „Mikilvægi þess að börnin fari oft í sund og jafnvel stundi sund í tómstundarstarfi.” eftir Guðmund Hafþórsson. Í grófum dráttum fjallar greinin um hversu mikilvæg og góð hreyfing sundið er. Þetta er hreyfing sem þú getur stundað alla ævina, hreyfing sem eykur liðleika og bætir líkamsstöðununa.

Samvinna í þágu framfara
Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður.

Grænbók um byggðamál: Fjölgun landsmanna gríðarlega misdreifð milli landshluta
Á árunum 1998 til 2020 fjölgaði landsmönnum úr 272.381 í 364.134, eða um 33,7 prósent. Fjölgunin dreifðist hins vegar mjög misjafnlega milli landshluta, frá 77,1 prósenta fjölgun á Suðurnesjum niður í 16,7 prósenta fækkun á Vestfjörðum.

Að vera tryggður en samt ekki
Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs.

„Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn“
Formaður bæjarráðs Ísafjarðar ráðinn til Arctic Fish samhliða bæjarstjórnarstörfum sínum.

Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap
Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54.

Klofið Samband
Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei.

Þvinguð hjónabönd hreppa
Nýverið var samþykkt þingsályktun um að leggja af öll fámennari sveitarfélög. Innan tveggja ára eiga þau að hverfa sem hafa undir 250 íbúa, og innan fimm ára þau sem eftir eru með íbúa undir 1.000.

Áætlaður rekstrarhalli Hafnarfjarðarbæjar 1,2 milljarðar árið 2021
Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta Hafnarfjarðarbæjar nemur 1.2 milljörðum króna árið 2021, samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins sem samþykkt var í gær.

Öflugt sveitarstjórnarstig
Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís HafsteinsdóttirÉg vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu þann 16. desember 2020, en þar segir Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf.

„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“
Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag

Samvinna og sameining sveitarfélaga
Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög.

Ríkið hafnar milljarða kröfu borgarinnar
Ríkið hefur hafnað 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar sem borgin telur sig eiga inni úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem snýr að rekstri grunnskóla og nýbúafræðslu. Borgin segir að um sé að ræða vangoldið framlag og krafðist svara frá ríkinu í síðasta lagi í dag. Málið verður að líkindum útkljáð fyrir dómstólum.

Sá er sjálfstæður sem stendur undir sjálfum sér
Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur.

Er hægt að afnema sjálfsákvörðunarrétt Íslands að þjóðarétti?
Flest ríki heims eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Eru þannig þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeim skyldum og réttindum að stuðla að heimsfriði og sporna gegn fátækt og hungri. Og passa upp á mannréttindi. Sameinuðu þjóðirnar fara ekki með yfirþjóðlegt vald og setja ekki lög eða ákvarða örlög aðildarríkja.

Hálendisþjóðgarður þarfnast samþykkis sveitarstjórna
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði.

„Okkur finnst að lýðræði eigi að standa öllum til boða, ekki bara sumum“
Fulltrúar tuttugu sveitarfélaga hafa lagt fram tillögu til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að fallið verði frá hugmyndum um lögfestingu íbúalágmarks.

Borgin mun að öllum líkindum stefna ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs
Reykjavíkurborg mun að öllum líkindum höfða mál við ríkið vegna vangoldinna framlaga úr Jöfnunarsjóði. Í dag rennur út sá frestur sem borgarlögmaður gaf ríkinu til að greiða þá átta komma sjö milljarða króna sem borgin fer fram á.

Segir oddvita Sjálfstæðisflokks eiga líta sér nær með gagnrýni um skuldasöfnun
Reykjavíkurborg ætlar að mæta kórónuveirukreppunni með hátt í tvö hundruð milljarða króna fjárfestingarátaki og fjármagna það framan af með lántöku. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir borgina taka bæði á góðæri og kreppu með skuldsetningu.

Gerir sér ekki vonir um að hver einasti landsmaður verði sáttur
Umhverfisráðherra telur komið til móts við athugasemdir í nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð en segir ekki hægt að gera öllum til geðs. Sveitarstjóri segist enn mótfallin málinu.

Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga.

Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins
Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins.

Hver hleypti úlfinum inn?
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skrifar um sameiningarmál.

Eins og að saka starfsmann sem á inni laun um að stela frá vinnufélögunum
Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum.

Reykjavík: 0 krónur
Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018.

Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar.