Seðlabankinn Óljóst hvernig SÍ vill taka á umsvifum lífeyrissjóða á lánamarkaði Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi. Klinkið 20.7.2022 13:20 Gæfulegt að SÍ hafi ekki beitt sér af meiri krafti á skuldabréfamarkaði Íslenskt efnahagslíf, sér í lagi verðbréfamarkaðurinn, má þakka fyrir að Seðlabanki Íslands nýtti ekki heimild sína til magnbundinnar íhlutunar í meiri mæli. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í samtali við Innherja. Innherji 16.7.2022 11:24 SÍ situr á 20 milljarða króna skuldabréfasafni eftir magnbundna íhlutun Seðlabankinn hefur keypt ríkisskuldabréf fyrir um 22,6 milljarða króna frá því að peningastefnunefnd samþykkti heimild bankans til magnbundinnar íhlutunar í byrjun kórónukreppunnar. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Innherja um umfang skuldabréfakaupa bankans. Innherji 14.7.2022 13:49 Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. Viðskipti innlent 12.7.2022 13:01 Hætta á launaskriði hefur aukist, segir peningastefnunefnd Seðlabankans Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, vildi hækka meginvexti bankans um 1,25 prósentur – úr 3,75 prósentum í 5 prósent – á vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar í síðasta mánuði. Niðurstaðan var hins vegar sú, sem allir nefndarmenn studdu, að vextir voru hækkaðir um 1 prósentu að tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Innherji 6.7.2022 16:36 Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Innlent 5.7.2022 12:15 Mestu gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í einum mánuði frá upphafi mælinga Íslensku lífeyrissjóðirnir keyptu erlendan gjaldeyri fyrir um 17 milljarða króna í maí á þessu ári en það eru stórtækustu gjaldeyriskaup þeirra í einum mánuði frá því að Seðlabankinn hóf að safna gögnum um gjaldeyrisviðskipti sjóðanna árið 2017. Innherji 5.7.2022 08:59 Vísir að bólu á íbúðamarkaði og vaxandi líkur á leiðréttingu Það var mat fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði geti verið til staðar og hafa aukist líkur á stöðnun eða leiðréttingu raunverðs íbúða. Þetta kom fram í fundargerð fjármálastöðugleika frá síðasta fundi nefndarinnar um miðjan júní. Innherji 4.7.2022 14:58 „Fídus“ seðlabankastjórans Þann 15. júní var viðtal við Seðlabankastjóra Íslands í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Þar lýsti bankastjórinn sérstökum áhyggjum sínum af mikilli veðsetningu ungs fólsks, fyrstu kaupenda sem hafa um skeið notið hærra veðsetningarmarks en aðrir, og get ég látið það liggja á milli hluta hér. Eðlilegt að gjalda varhug við of mikilli skuldsetningu eins og reynslan hefur sýnt. Skoðun 2.7.2022 11:00 Lánþegaskilyrðin drógu úr áhættu en áhrifin á verðþróun óljós Hert lánþegaskilyrði hafa líklega haft takmörkuð áhrif á verðþróun á húsnæðismarkaði hingað til en jákvæð áhrif á lánveitingar og kerfisáhættu. Innherji 1.7.2022 14:19 Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. Innlent 1.7.2022 14:10 SÍ segir ráðuneytinu að vanda betur til verka með ÍL-sjóð Seðlabanki Íslands segir óheppilegt hversu lengi hefur dregist að setja reglugerð um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs og bankinn telur að reglugerðardrögin sem nú liggja fyrir séu óviðunandi. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans. Innherji 30.6.2022 16:00 Arion banki fyrstur til að hækka vexti Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 28.6.2022 22:24 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. Viðskipti erlent 24.6.2022 11:13 Heimilisfjármál í verðbólgu og hækkandi vöxtum Það ætlaði allt um koll að keyra fyrir um fimm árum þegar viðtal við ástralska fasteignabraskarann Tim Gurner birtist í 60 mínútum. Gurner sagði ungt fólk eiga mun greiðari leið inn á fasteignamarkaðinn ef það hættir bara að skófla í sig ristuðu brauði með avókadó, eða lárperu eins og við í tilgerðarlegri kantinum köllum hana. Skoðun 24.6.2022 08:00 Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Viðskipti innlent 23.6.2022 11:52 Óttast að verið sé að ganga of langt Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta. Innlent 22.6.2022 22:30 Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. Innlent 22.6.2022 19:20 „Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. Innlent 22.6.2022 11:45 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,75 prósent. Viðskipti innlent 22.6.2022 09:12 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. Viðskipti innlent 22.6.2022 08:31 Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent Viðskipti innlent 21.6.2022 19:16 Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 21.6.2022 13:36 Seðlabankastjóri sýnir á sér betri hlið Ég hef skrifað nokkuð um Seðlabanka, og þá einkum um stýrivaxtastefnu hans og vafasamar tilraunir til að hemja verðbólguna. Skoðun 21.6.2022 08:01 Setti Seðlabankinn nýjar reglur til höfuðs indó? Sparisjóðurinn indó hefur vakið þónokkra athygli upp á síðkastið og ekki síst þau metnaðarfullu áform um að bjóða mun betri kjör á veltureikningum einstaklinga heldur en rótgrónu viðskiptabankarnir bjóða í dag. Klinkið 20.6.2022 08:01 Það þarf meira en aðgerðir Seðlabankans Ársverðbólga í dag (7,6%) er að langmestu leyti drifin áfram af fasteignamarkaðinum: ríflega þrjú prósentustig af 7,6% ársverðbólgu eiga sér rætur í fasteignamarkaðinum á meðan t.d. innfluttar vörur eru ábyrgar fyrir minna en tveimur prósentustigum af 7,6% ársverðbólgunni. Skoðun 19.6.2022 10:31 Fossar styrkja fjárhagsstöðuna samhliða því að verða fjárfestingabanki Fossar réðust í hlutafjáraukningu upp á liðlega 850 milljónir króna í síðasta mánuði til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins samhliða því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki. Eigið fé Fossa nemur nú rúmlega 1,1 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum Innherja, en eitt af skilyrðum þess að fá fjárfestingabankaleyfi er að vera með að lágmarki fimm milljónir evra, jafnvirði um 700 milljónir króna, í eigið fé. Innherji 17.6.2022 10:20 Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda Innlent 16.6.2022 13:00 Takk Seðlabankastjóri Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Skoðun 16.6.2022 12:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. Viðskipti innlent 16.6.2022 09:22 « ‹ 27 28 29 30 31 32 33 34 35 … 48 ›
Óljóst hvernig SÍ vill taka á umsvifum lífeyrissjóða á lánamarkaði Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi. Klinkið 20.7.2022 13:20
Gæfulegt að SÍ hafi ekki beitt sér af meiri krafti á skuldabréfamarkaði Íslenskt efnahagslíf, sér í lagi verðbréfamarkaðurinn, má þakka fyrir að Seðlabanki Íslands nýtti ekki heimild sína til magnbundinnar íhlutunar í meiri mæli. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í samtali við Innherja. Innherji 16.7.2022 11:24
SÍ situr á 20 milljarða króna skuldabréfasafni eftir magnbundna íhlutun Seðlabankinn hefur keypt ríkisskuldabréf fyrir um 22,6 milljarða króna frá því að peningastefnunefnd samþykkti heimild bankans til magnbundinnar íhlutunar í byrjun kórónukreppunnar. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Innherja um umfang skuldabréfakaupa bankans. Innherji 14.7.2022 13:49
Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. Viðskipti innlent 12.7.2022 13:01
Hætta á launaskriði hefur aukist, segir peningastefnunefnd Seðlabankans Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, vildi hækka meginvexti bankans um 1,25 prósentur – úr 3,75 prósentum í 5 prósent – á vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar í síðasta mánuði. Niðurstaðan var hins vegar sú, sem allir nefndarmenn studdu, að vextir voru hækkaðir um 1 prósentu að tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Innherji 6.7.2022 16:36
Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Innlent 5.7.2022 12:15
Mestu gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í einum mánuði frá upphafi mælinga Íslensku lífeyrissjóðirnir keyptu erlendan gjaldeyri fyrir um 17 milljarða króna í maí á þessu ári en það eru stórtækustu gjaldeyriskaup þeirra í einum mánuði frá því að Seðlabankinn hóf að safna gögnum um gjaldeyrisviðskipti sjóðanna árið 2017. Innherji 5.7.2022 08:59
Vísir að bólu á íbúðamarkaði og vaxandi líkur á leiðréttingu Það var mat fjármálastöðugleikanefndar að vísir að eignabólu á íbúðamarkaði geti verið til staðar og hafa aukist líkur á stöðnun eða leiðréttingu raunverðs íbúða. Þetta kom fram í fundargerð fjármálastöðugleika frá síðasta fundi nefndarinnar um miðjan júní. Innherji 4.7.2022 14:58
„Fídus“ seðlabankastjórans Þann 15. júní var viðtal við Seðlabankastjóra Íslands í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Þar lýsti bankastjórinn sérstökum áhyggjum sínum af mikilli veðsetningu ungs fólsks, fyrstu kaupenda sem hafa um skeið notið hærra veðsetningarmarks en aðrir, og get ég látið það liggja á milli hluta hér. Eðlilegt að gjalda varhug við of mikilli skuldsetningu eins og reynslan hefur sýnt. Skoðun 2.7.2022 11:00
Lánþegaskilyrðin drógu úr áhættu en áhrifin á verðþróun óljós Hert lánþegaskilyrði hafa líklega haft takmörkuð áhrif á verðþróun á húsnæðismarkaði hingað til en jákvæð áhrif á lánveitingar og kerfisáhættu. Innherji 1.7.2022 14:19
Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. Innlent 1.7.2022 14:10
SÍ segir ráðuneytinu að vanda betur til verka með ÍL-sjóð Seðlabanki Íslands segir óheppilegt hversu lengi hefur dregist að setja reglugerð um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs og bankinn telur að reglugerðardrögin sem nú liggja fyrir séu óviðunandi. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans. Innherji 30.6.2022 16:00
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 28.6.2022 22:24
Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. Viðskipti erlent 24.6.2022 11:13
Heimilisfjármál í verðbólgu og hækkandi vöxtum Það ætlaði allt um koll að keyra fyrir um fimm árum þegar viðtal við ástralska fasteignabraskarann Tim Gurner birtist í 60 mínútum. Gurner sagði ungt fólk eiga mun greiðari leið inn á fasteignamarkaðinn ef það hættir bara að skófla í sig ristuðu brauði með avókadó, eða lárperu eins og við í tilgerðarlegri kantinum köllum hana. Skoðun 24.6.2022 08:00
Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Viðskipti innlent 23.6.2022 11:52
Óttast að verið sé að ganga of langt Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta. Innlent 22.6.2022 22:30
Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. Innlent 22.6.2022 19:20
„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. Innlent 22.6.2022 11:45
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,75 prósent. Viðskipti innlent 22.6.2022 09:12
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. Viðskipti innlent 22.6.2022 08:31
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent Viðskipti innlent 21.6.2022 19:16
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 21.6.2022 13:36
Seðlabankastjóri sýnir á sér betri hlið Ég hef skrifað nokkuð um Seðlabanka, og þá einkum um stýrivaxtastefnu hans og vafasamar tilraunir til að hemja verðbólguna. Skoðun 21.6.2022 08:01
Setti Seðlabankinn nýjar reglur til höfuðs indó? Sparisjóðurinn indó hefur vakið þónokkra athygli upp á síðkastið og ekki síst þau metnaðarfullu áform um að bjóða mun betri kjör á veltureikningum einstaklinga heldur en rótgrónu viðskiptabankarnir bjóða í dag. Klinkið 20.6.2022 08:01
Það þarf meira en aðgerðir Seðlabankans Ársverðbólga í dag (7,6%) er að langmestu leyti drifin áfram af fasteignamarkaðinum: ríflega þrjú prósentustig af 7,6% ársverðbólgu eiga sér rætur í fasteignamarkaðinum á meðan t.d. innfluttar vörur eru ábyrgar fyrir minna en tveimur prósentustigum af 7,6% ársverðbólgunni. Skoðun 19.6.2022 10:31
Fossar styrkja fjárhagsstöðuna samhliða því að verða fjárfestingabanki Fossar réðust í hlutafjáraukningu upp á liðlega 850 milljónir króna í síðasta mánuði til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins samhliða því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki. Eigið fé Fossa nemur nú rúmlega 1,1 milljarði króna, samkvæmt upplýsingum Innherja, en eitt af skilyrðum þess að fá fjárfestingabankaleyfi er að vera með að lágmarki fimm milljónir evra, jafnvirði um 700 milljónir króna, í eigið fé. Innherji 17.6.2022 10:20
Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda Innlent 16.6.2022 13:00
Takk Seðlabankastjóri Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Skoðun 16.6.2022 12:00
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. Viðskipti innlent 16.6.2022 09:22