
FM95BLÖ

Allt frá húðflúri yfir í dót úr skúrnum hans Steinda
Sumar UNBOXING Blökastsins verður haldið í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan sjö í kvöld.

Stöðvaði miðasölu um leið og hann áttaði sig á stöðu mála
Um þúsund fleiri voru í Laugardalshöll á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöll um helgina heldur en útgefið leyfi gerði ráð fyrir. Lögregla segir mannleg mistök hjá tónleikahaldara og umsækjanda um leyfi hafa ráðið því. Tónleikahaldari segist hafa stöðvað miðasölu um leið og hann áttaði sig á stöðu mála.

„Ekki hægt að segja annað en fyrirgefið“
Þríeykið að baki útvarpsþættinum FM95Blö segist harma innilega að fólk hafi slasast á tónleikum sem haldnir voru í þeirra nafni. Þeir segjast ekki hafa viljað ræða við fjölmiðla strax þar sem þeir hafi ekki haft upplýsingar um nákvæmlega hvað hefði gerst. Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti þeirra sem birtist í dag.

„Auddi, Steindi og Egill voru í markaðsmálum“
Forsvarsmaður félagsins sem stóð að skipulagi umtalaðra tónleika FM95Blö á laugardag, þar sem mikill troðningur skapaðist á tímabili og einhverjir slösuðust, segir engan hafa getað séð fyrir það sem gerðist á tónleikunum. Hann leggur áherslu á að þríeykið í FM95Blö hafi ekki komið að framkvæmd og skipulagi heldur markaðsmálum og undirbúningi.

„Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“
Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir.

Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni
Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig.

Ákváðu að stöðva ekki tónleikana: „Þá fyrst hefði skrattinn hitt ömmu sína“
Framkvæmdastjóri félagsins sem heldur utan um Laugardalshöll segir unnið að því að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis þegar fólk slasaðist í troðningi á tónleikum FM95Blö í höllinni á laugardag. Mögulega muni staðarhaldarar gera auknar kröfur til skipuleggjenda tónleika í framtíðinni. Afráðið hafi verið að slaufa ekki tónleikunum, sem hefði ekki verið til að draga úr upplausnarástandinu.

Troðfylltu Laugardalshöll á umtöluðum tónleikum FM95Blö
Um tíu þúsund gestir voru á Fermingarveisla aldarinnar í Laugardalshöll á laugardagskvöld þegar þríeykið Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson úr FM95Blö fögnuðu fjórtán ára afmæli útvarpsþáttarins. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem voru þó ekki nægilega vel skipulagðir með tilliti til öryggis tónleikagesta.

Verða boðaðir á fund lögreglu
Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið.

„Heppnir að enginn hafi dáið“
Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald.

„Beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast“
Fimmtán manns þurftu að leita á bráðamóttökuna eftir tónleika í Laugardalshöll í gær. Gestir eru margir afar ósáttir með skipulagningu viðburðarins og hafa krafist endurgreiðslu.

„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“
Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings.

Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana
Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn.

„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“
Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina

Stutt pása hleypti öllu í bál og brand
Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur.

Þrír fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95BLÖ
Þrír einstaklingar voru fluttir á bráðamóttökuna vegna troðnings á tónleikum á vegum FM95BLÖ í Laugardalshöll. Mikill fjöldi sótti tónleikana í kvöld.

Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985
„Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök.

Bein útsending: Páskabingó Blökastsins
Páskabingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:00 í kvöld. Þetta er í þriðja skiptið sem þríeykið heldur Páskabingó og verður þetta það veglegasta til þessa.

Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins
Páskabingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:00 13. apríl næstkomandi, á sjálfan Pálmasunnudag. Þetta er í þriðja skiptið sem þríeykið heldur Páskabingó og verður þetta það veglegasta til þessa.

Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins
Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 15:00 í dag nýársdag. Vinningarnir eru risa stórir og strákarnir lofa stuði og stemningu á degi þar sem hingað til hefur aldrei verið neitt að gera.

Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó
Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 15:00 á nýársdag. Vinningarnir eru risa stórir og strákarnir lofa stuði og stemningu á tíma þar sem hingað til hefur aldrei verið neitt að gera.

Bein útsending: Litlu jól Blökastsins
Árlegu Litlu jól Blökastsins verða haldin í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi klukkan 19:30 í dag sunnudaginn 15. desember.

Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum
Árlegu Litlu jól Blökastsins verða haldin í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:30 sunnudaginn 15. desember næstkomandi.

Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ
Fermingarveisla FM95BLÖ verður haldin á næsta ári. Útvarpsþátturinn er að verða fjórtán ára og því tilvalið að skella í fermingu.

Bein útsending: Bingó Blökastsins
Þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi Jr. standa fyrir haust-bingói Blökastsins klukkan 19:00 í kvöld. Sýnt verður frá bingóinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í beinni útsendingu.

Bingó í beinni á sunnudag
Þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi Jr. standa fyrir árlega Haustbingó Blökastsins klukkan 19:00 sunnudaginn 20. október næstkomandi. Sýnt verður frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Allt frá flugferðum yfir í dót úr bílskúrnum í vinning
Sumar UNBOXING Blökastsins verður haldið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 klukkan 19:30, föstudaginn 28. júní.

Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024
Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis.

Bein útsending: Veglegir vinningar í páskabingói Blökastsins
Þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. stóðu fyrir árlega páskabingói Blökastsins klukkan 19:30 í kvöld. Sýnt var frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Nýársbingó Blökastsins í dag: „Stærsta bingóið til þessa“
Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 15:00 í dag. Glæsilegir vinningar eru í boði.